Eins og Vísir greindi frá hér fyrr í dag eru þar nú nokkur hundruð manns fyrir framan lögreglustöðina til að mótmæla aðgerðarleysi lögreglunnar í kynferðisbrotamálum.
Sjá einnig: „Við viljum bara að eitthvað verði gert“
Lögreglustjórinn ávarpaði mannfjöldann og svaraði spurningum, þeirra á meðal var af hverju gæsluvarðhalds var ekki krafist yfir nauðgurnum tveimur sem Fréttablaðið greindi frá í dag.
Eins og sjá má á myndbandinu hér að neðan tóku viðstaddir fálega í útskýringar Sigríðar sem sagðist ekki geta tjáð sig um einstaka mál.
„Svaraðu!“ var kallað og þá var púað á lögreglustjórann. „Þetta er aumingjaskapur. Þú ert asni. Þetta er brot á lögum!“ er meðal þess sem beint var að lögreglustjóranum og sjá má í myndbandinu hér að neðan.
— Eydís Blöndal (@eydisblondal) November 9, 2015