„Hefði íbúðin verið útbúin til nauðgana, þá hefðum við farið fram á gæsluvarðhald“ Bjarki Ármannsson skrifar 9. nóvember 2015 17:52 Yfirlögfræðingur lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu segir ekki allar upplýsingar sem komið hafa fram í fjölmiðlum um rannsókn Hlíðarmálsins alveg réttar. Vísir Alda Hrönn Jóhannsdóttir, yfirlögfræðingur lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, segir ekki allar upplýsingar sem komið hafa fram í fjölmiðlum um rannsókn á meintum nauðgunum í íbúð í Hlíðarhverfi alveg réttar. Hún segir að íbúðin hafi ekki verið „útbúin til nauðgana“ líkt og fullyrt var í fyrirsögn Fréttablaðsins af málinu í morgun. „Ég held að ég geti alveg fullyrt að hefði íbúðin verið útbúin til nauðgana, þá hefðum við farið fram á gæsluvarðhald,“ sagði Alda Hrönn í viðtali við útvarpsþáttinn Reykjavík síðdegis á Bylgjunni fyrir stuttu. „Þær upplýsingar sem eru í fjölmiðlum eru ekki allar alveg réttar.“ Fréttablaðið greindi frá því í morgun að við rannsókn á tveimur aðskildum kynferðisbrotamálum hefði húsleit verið gerð í íbúðinni. Samkvæmt heimildum blaðsins voru árásirnar hrottalegar og íbúðin búin tækjum til ofbeldisiðkunar. Lögregla hafi þar fundið ýmis tæki og tól sem mennirnir eiga að hafa notað við nauðganirnar, svo sem svipur, reipi og keðjur. Þá hafi hankar verið í loftinu sem grunur leikur á að mennirnir hafi notað til að hengja upp aðra konuna á meðan ráðist var á hana.Alda Hrönn Jóhannsdóttir, yfirlögfræðingur lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.Vísir/PjeturReiðin ekki farið framhjá lögreglu Sem kunnugt er, fór lögregla ekki fram á gæsluvarðhald yfir mönnunum tveimur sem grunaðir eru um nauðganirnar. Mikil reiði hefur brotist út á samfélagsmiðlum vegna þessa og voru mótmæli skipulögð við lögreglustöðina á Hverfisgötu sem hófust nú klukkan fimm. Mennirnir tveir eru báðir taldir farnir úr landi. „Reiðin hefur ekki farið framhjá okkur,“ segir Alda Hrönn. „Það er mjög leitt ef fólkir upplifir ekki öryggi, við viljum svo sannarlega tryggja öryggi fólks. Við hefðum að sjálfsögðu leitað annarra leiða ef við teldum fólk í þannig hættu að það gæti ekki farið út í búð. Maður biðlar náttúrulega bara til þeirra sem verða fyrir þessum brotum að gefast ekki upp heldur leita til okkar.“ Aðspurð hvort margir sem gagnrýnt hafa störf lögreglu í þessu máli byggi skoðanir sínar á staðreyndum sem liggi ekki endilega fyrir, segist Alda Hrönn telja að svo sé. „Það er ansi mikið þannig,“ segir hún. „Ég hef mjög lítið séð af þessum umræðum í dag, en það er allt lagt upp úr því að það sé satt og rétt sem kemur fram í fjölmiðlum. Við þurfum aðeins að varast það og treysta á að það sé verið að vinna í þeim málum sem liggja fyrir. Auðvitað er enginn hafinn yfir gagnrýni en við þurfum líka að varast það að taka öllu eins og það sé heilagur sannleikur.“ Hlíðamálið Tengdar fréttir Aðstoðarlögreglustjóri í viðtali í kvöldfréttum Stöðvar 2 og Íslandi í dag Óhætt er að segja að samfélagsmiðlar hafi logað í dag vegna fregna af kynferðisbrotamáli sem lögreglan hefur til rannsóknar. 9. nóvember 2015 16:44 Nafn- og myndbirtingar á samfélagsmiðlum: Kennslubókardæmi um ærumeiðingar Þeir sem taka þátt í nafn- og myndbirtingum á netinu á mönnum sem ekki hafa hlotið dóm eiga á hættu að vera stefnt fyrir ærumeiðingar. Hæstaréttarlögmaður segir ljóst hvernig þau mál myndu enda. 9. nóvember 2015 14:45 „Við viljum bara að eitthvað verði gert“ Nokkur hundruð eru nú saman komin á Hverfisgötu til að mótmæla aðgerðarleysi lögreglunnar í kynferðisbrotamálum í kjölfar frétta dagsins. 9. nóvember 2015 17:25 Lögreglan segir allt kapp lagt á að upplýsa meint kynferðisbrot Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna frétta af rannsóknum tveggja kynferðisbrota sem Fréttablaðið hefur fjallað um síðustu daga. 9. nóvember 2015 15:17 „Ég get ekki hugsað mér mikið alvarlegri nauðgunarmál“ "Fyrst og síðast minnir þetta mig á bókina Fifty Shades of Grey,“ segir Guðrún Jónsdóttir, talskona Stígamóta. 9. nóvember 2015 11:03 Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Fleiri fréttir Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Sjá meira
Alda Hrönn Jóhannsdóttir, yfirlögfræðingur lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, segir ekki allar upplýsingar sem komið hafa fram í fjölmiðlum um rannsókn á meintum nauðgunum í íbúð í Hlíðarhverfi alveg réttar. Hún segir að íbúðin hafi ekki verið „útbúin til nauðgana“ líkt og fullyrt var í fyrirsögn Fréttablaðsins af málinu í morgun. „Ég held að ég geti alveg fullyrt að hefði íbúðin verið útbúin til nauðgana, þá hefðum við farið fram á gæsluvarðhald,“ sagði Alda Hrönn í viðtali við útvarpsþáttinn Reykjavík síðdegis á Bylgjunni fyrir stuttu. „Þær upplýsingar sem eru í fjölmiðlum eru ekki allar alveg réttar.“ Fréttablaðið greindi frá því í morgun að við rannsókn á tveimur aðskildum kynferðisbrotamálum hefði húsleit verið gerð í íbúðinni. Samkvæmt heimildum blaðsins voru árásirnar hrottalegar og íbúðin búin tækjum til ofbeldisiðkunar. Lögregla hafi þar fundið ýmis tæki og tól sem mennirnir eiga að hafa notað við nauðganirnar, svo sem svipur, reipi og keðjur. Þá hafi hankar verið í loftinu sem grunur leikur á að mennirnir hafi notað til að hengja upp aðra konuna á meðan ráðist var á hana.Alda Hrönn Jóhannsdóttir, yfirlögfræðingur lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.Vísir/PjeturReiðin ekki farið framhjá lögreglu Sem kunnugt er, fór lögregla ekki fram á gæsluvarðhald yfir mönnunum tveimur sem grunaðir eru um nauðganirnar. Mikil reiði hefur brotist út á samfélagsmiðlum vegna þessa og voru mótmæli skipulögð við lögreglustöðina á Hverfisgötu sem hófust nú klukkan fimm. Mennirnir tveir eru báðir taldir farnir úr landi. „Reiðin hefur ekki farið framhjá okkur,“ segir Alda Hrönn. „Það er mjög leitt ef fólkir upplifir ekki öryggi, við viljum svo sannarlega tryggja öryggi fólks. Við hefðum að sjálfsögðu leitað annarra leiða ef við teldum fólk í þannig hættu að það gæti ekki farið út í búð. Maður biðlar náttúrulega bara til þeirra sem verða fyrir þessum brotum að gefast ekki upp heldur leita til okkar.“ Aðspurð hvort margir sem gagnrýnt hafa störf lögreglu í þessu máli byggi skoðanir sínar á staðreyndum sem liggi ekki endilega fyrir, segist Alda Hrönn telja að svo sé. „Það er ansi mikið þannig,“ segir hún. „Ég hef mjög lítið séð af þessum umræðum í dag, en það er allt lagt upp úr því að það sé satt og rétt sem kemur fram í fjölmiðlum. Við þurfum aðeins að varast það og treysta á að það sé verið að vinna í þeim málum sem liggja fyrir. Auðvitað er enginn hafinn yfir gagnrýni en við þurfum líka að varast það að taka öllu eins og það sé heilagur sannleikur.“
Hlíðamálið Tengdar fréttir Aðstoðarlögreglustjóri í viðtali í kvöldfréttum Stöðvar 2 og Íslandi í dag Óhætt er að segja að samfélagsmiðlar hafi logað í dag vegna fregna af kynferðisbrotamáli sem lögreglan hefur til rannsóknar. 9. nóvember 2015 16:44 Nafn- og myndbirtingar á samfélagsmiðlum: Kennslubókardæmi um ærumeiðingar Þeir sem taka þátt í nafn- og myndbirtingum á netinu á mönnum sem ekki hafa hlotið dóm eiga á hættu að vera stefnt fyrir ærumeiðingar. Hæstaréttarlögmaður segir ljóst hvernig þau mál myndu enda. 9. nóvember 2015 14:45 „Við viljum bara að eitthvað verði gert“ Nokkur hundruð eru nú saman komin á Hverfisgötu til að mótmæla aðgerðarleysi lögreglunnar í kynferðisbrotamálum í kjölfar frétta dagsins. 9. nóvember 2015 17:25 Lögreglan segir allt kapp lagt á að upplýsa meint kynferðisbrot Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna frétta af rannsóknum tveggja kynferðisbrota sem Fréttablaðið hefur fjallað um síðustu daga. 9. nóvember 2015 15:17 „Ég get ekki hugsað mér mikið alvarlegri nauðgunarmál“ "Fyrst og síðast minnir þetta mig á bókina Fifty Shades of Grey,“ segir Guðrún Jónsdóttir, talskona Stígamóta. 9. nóvember 2015 11:03 Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Fleiri fréttir Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Sjá meira
Aðstoðarlögreglustjóri í viðtali í kvöldfréttum Stöðvar 2 og Íslandi í dag Óhætt er að segja að samfélagsmiðlar hafi logað í dag vegna fregna af kynferðisbrotamáli sem lögreglan hefur til rannsóknar. 9. nóvember 2015 16:44
Nafn- og myndbirtingar á samfélagsmiðlum: Kennslubókardæmi um ærumeiðingar Þeir sem taka þátt í nafn- og myndbirtingum á netinu á mönnum sem ekki hafa hlotið dóm eiga á hættu að vera stefnt fyrir ærumeiðingar. Hæstaréttarlögmaður segir ljóst hvernig þau mál myndu enda. 9. nóvember 2015 14:45
„Við viljum bara að eitthvað verði gert“ Nokkur hundruð eru nú saman komin á Hverfisgötu til að mótmæla aðgerðarleysi lögreglunnar í kynferðisbrotamálum í kjölfar frétta dagsins. 9. nóvember 2015 17:25
Lögreglan segir allt kapp lagt á að upplýsa meint kynferðisbrot Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna frétta af rannsóknum tveggja kynferðisbrota sem Fréttablaðið hefur fjallað um síðustu daga. 9. nóvember 2015 15:17
„Ég get ekki hugsað mér mikið alvarlegri nauðgunarmál“ "Fyrst og síðast minnir þetta mig á bókina Fifty Shades of Grey,“ segir Guðrún Jónsdóttir, talskona Stígamóta. 9. nóvember 2015 11:03