Að sögn sjónarvotta eru þar nú um nokkur hundruð manns sem þangað eru komnir til að mótmæla aðgerðarleysi lögreglunnar í kynferðisbrotamálum.
Er það gert í ljósi frétta að ekki var krafist gæsluvarðhalds yfir tveimur mönnum sem voru kærðir vegna nauðgana í Hlíðunum fyrir skemmstu.
Hefur sú ákvörðun lögreglunnar, að krefjast ekki gæsluvarðhalds yfir mönnunum, sætt harðri gagnrýni á samfélagsmiðlum í dag í kjölfar fréttaflutnings Fréttablaðsins.
Sjá einnig: Þótti ekki ástæða til að fara fram á gæsluvarðhald yfir sakborningum
Oddný segist hafa ákveðið að stofna Facebook-viðburðinn, þangað sem um 5000 manns hafa nú meldað sig, vegna þess að hún hafi verið búin að fá nóg. „Ég sá frétt eftir frétt og alltaf virtist vera sama aðgerðarleysið eða hreinlega ekki til peningar til að sinna þessum málum. Sama hvort það er þá virðist þessi málaflokkur ekki vera með stuðning á bakvið sig hjá hinu opinbera,“ segir Oddný og bætir við að skilaboðin með fundinum séu skýr.
„Við viljum fá aðgerðir og pening inn í þennan málaflokk. Við viljum bara að eitthvað verði að gert.“
Hún segist ekki efast um heilindi lögreglunnar og vilja hennar til þess að taka til í þessum málaflokki – „heldur er það bara akkurat þetta að þessi mál virðast ekki fá athyglina sem þau þurfa,“ segir Oddný.
Fólk er sem fyrr segið farið að flykkjast á Hverfisgötu og myndir af mannhafinu farnar að flæða inn á samfélagsmiðlana.
Allir að koma niður á lögreglustöð! tökum afstöðu með þolendum og mótmælun óásættanlegum vinnubrögðum lögreglunar! pic.twitter.com/xGYxhQ4w8c
— Druslugangan (@druslugangan) November 9, 2015
Hér er samstaða! #almannahagsmunir pic.twitter.com/U0OkfEOye9
— Brynja Helgadóttir (@brynjahelgad) November 9, 2015
Mikið væri nú fallegt ef @logreglan stæði hérna með okkur!#almannahagsmunir pic.twitter.com/mRe2d9Na8C
— María Rut (@mariarutkr) November 9, 2015
— Sylvía Hall (@sylviaahall) November 9, 2015