Benzema rólegur þrátt fyrir hneykslið Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 9. nóvember 2015 18:30 Benzema stillir sér upp fyrir ljósmyndar á æfingu með þeim Marco Kovacic, Luka Modric og Raphael Varane. Vísir/Getty Karim Benzema, sóknarmaður franska landsliðsins og Real Madrid, virðist ekki hafa miklar áhyggjur af stöðu mála í tengslum við rannsókn frönsku lögreglunnar á fjárkúgunarmáli Mathieu Valbuena, landsliðsfélaga Benzema. Valbuena leitaði í sumar til lögreglunnar í Frakklandi eftir að hann var beittur fjárkúgun. Honum var hótað að kynlífsmyndband hans yrði sett í dreifingu nema að hann greiddi háar fjárhæðir. Sjá einnig: Benzema handtekinn vegna fjárkúgunar Tveir knattspyrnumenn eru flæktir í málið - þeir Djibril Cisse og Benzema. Cisse var fyrst handtekinn en Benzema var svo handtekinn og yfirheyrður í síðustu viku. Hann má eiga von á því að fá ákæru á sig vegna málsins. Vísir/Getty Ég er mjög rólegur Benzema var sleppt úr haldi eftir yfirheyrslur og er hann nú kominn aftur til Madrídar. Fjölmiðlar í Frakklandi og á Spáni hafa gert mikið úr málinu og hittu hann að máli fyrir æfingu Real í dag. „Ég er fínn. Af hverju? Ég er mjög rólegur,“ sagði Benzema þegar hann var spurður hvernig honum liði. Hann neitaði að svara fleiri spurningum og hélt áfram leið sinni. Hvorki Benzema né Valbuena voru valdir í franska landsliðshópinn í síðustu viku en liðið á tvo vináttulandsleiki síðar í mánuðinum. Cisse, sem lék áður með Liverpool, tilkynnti fyrr í haust að hann væri búinn að leggja skóna á hilluna. Vísir/Getty Æskuvinur bað Benzema um að vera milliliður Benzema spilaði ekki með Real sem tapaði fyrir Sevilla, 3-2, um helgina en Valbuena spilaði allan leikinn er Lyon vann 3-0 sigur á St. Etienne í frönsku úrvalsdeildinni í gær. Æskuvinur Benzema mun hafa óskað eftir því að hann yrði milliliður á milli fjárkúgunaraðilanna og Valbuena í málinu. Lögmaður Benzema segir það rangt að franski sóknarmaðurinn hafi játað nokkra sök í málinu. Búist er við því að Benzema fari fyrir dómara síðar í mánuðinum til að bera vitni í málinu. Bæði Real Madrid og Rafa Benitez, stjóri Real, standa þétt að baki Benzema. Fótbolti Fjárkúgunarmál Karims Benzema Mest lesið KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Íslenski boltinn Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Enski boltinn Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku Fótbolti Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Fótbolti Semple til Grindavíkur Körfubolti ÍR aftur á toppinn Íslenski boltinn „Gaman þrátt fyrir skrýtnar kringumstæður“ Fótbolti „Í raun eina færið sem þeir skapa sér“ Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Fótbolti Dagskráin í dag: Risaleikir fyrir íslenskan fótbolta og Lundúnaslagur Sport Fleiri fréttir KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku ÍR aftur á toppinn „Gaman þrátt fyrir skrýtnar kringumstæður“ „Í raun eina færið sem þeir skapa sér“ Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Andri Fannar til Tyrklands Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Þrettán íslenskir dómarar að dæma í Evrópu í vikunni Félix sá fjórði dýrasti samanlagt Halldór óttast ekki að fá annan skell Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Dregið í riðla á HM í Las Vegas Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn Þjálfarinn Wiegman stal senunni í fagnaðarlátum enska liðsins Katla mögulega á leið til Ítalíu Sjá meira
Karim Benzema, sóknarmaður franska landsliðsins og Real Madrid, virðist ekki hafa miklar áhyggjur af stöðu mála í tengslum við rannsókn frönsku lögreglunnar á fjárkúgunarmáli Mathieu Valbuena, landsliðsfélaga Benzema. Valbuena leitaði í sumar til lögreglunnar í Frakklandi eftir að hann var beittur fjárkúgun. Honum var hótað að kynlífsmyndband hans yrði sett í dreifingu nema að hann greiddi háar fjárhæðir. Sjá einnig: Benzema handtekinn vegna fjárkúgunar Tveir knattspyrnumenn eru flæktir í málið - þeir Djibril Cisse og Benzema. Cisse var fyrst handtekinn en Benzema var svo handtekinn og yfirheyrður í síðustu viku. Hann má eiga von á því að fá ákæru á sig vegna málsins. Vísir/Getty Ég er mjög rólegur Benzema var sleppt úr haldi eftir yfirheyrslur og er hann nú kominn aftur til Madrídar. Fjölmiðlar í Frakklandi og á Spáni hafa gert mikið úr málinu og hittu hann að máli fyrir æfingu Real í dag. „Ég er fínn. Af hverju? Ég er mjög rólegur,“ sagði Benzema þegar hann var spurður hvernig honum liði. Hann neitaði að svara fleiri spurningum og hélt áfram leið sinni. Hvorki Benzema né Valbuena voru valdir í franska landsliðshópinn í síðustu viku en liðið á tvo vináttulandsleiki síðar í mánuðinum. Cisse, sem lék áður með Liverpool, tilkynnti fyrr í haust að hann væri búinn að leggja skóna á hilluna. Vísir/Getty Æskuvinur bað Benzema um að vera milliliður Benzema spilaði ekki með Real sem tapaði fyrir Sevilla, 3-2, um helgina en Valbuena spilaði allan leikinn er Lyon vann 3-0 sigur á St. Etienne í frönsku úrvalsdeildinni í gær. Æskuvinur Benzema mun hafa óskað eftir því að hann yrði milliliður á milli fjárkúgunaraðilanna og Valbuena í málinu. Lögmaður Benzema segir það rangt að franski sóknarmaðurinn hafi játað nokkra sök í málinu. Búist er við því að Benzema fari fyrir dómara síðar í mánuðinum til að bera vitni í málinu. Bæði Real Madrid og Rafa Benitez, stjóri Real, standa þétt að baki Benzema.
Fótbolti Fjárkúgunarmál Karims Benzema Mest lesið KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Íslenski boltinn Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Enski boltinn Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku Fótbolti Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Fótbolti Semple til Grindavíkur Körfubolti ÍR aftur á toppinn Íslenski boltinn „Gaman þrátt fyrir skrýtnar kringumstæður“ Fótbolti „Í raun eina færið sem þeir skapa sér“ Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Fótbolti Dagskráin í dag: Risaleikir fyrir íslenskan fótbolta og Lundúnaslagur Sport Fleiri fréttir KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku ÍR aftur á toppinn „Gaman þrátt fyrir skrýtnar kringumstæður“ „Í raun eina færið sem þeir skapa sér“ Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Andri Fannar til Tyrklands Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Þrettán íslenskir dómarar að dæma í Evrópu í vikunni Félix sá fjórði dýrasti samanlagt Halldór óttast ekki að fá annan skell Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Dregið í riðla á HM í Las Vegas Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn Þjálfarinn Wiegman stal senunni í fagnaðarlátum enska liðsins Katla mögulega á leið til Ítalíu Sjá meira