Utanríkisráðuneytið ræður Íslendingum frá ferðum til Sharm el Sheikh Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 9. nóvember 2015 13:25 Utanríkisráðuneytið hefur gefið út ferðaviðvörun vegna ótryggs ástands í Sharm el Sheikh. E.Ól. Utanríkisráðuneytið ræður Íslendingum frá ónauðsynlegum ferðum til Sharm el Sheikh í Egyptalandi og til annarra áfangastaða á Sínai-skaga vegna ótryggs ástands þar. Í samtali við Vísi sagði Urður Gunnarsdóttir, upplýsingafulltrúi ráðuneytisins, að svona mál væru yfirleitt unnin í samstarfi við hin Norðurlöndin. Ferðaviðvörunin væri gefin út ef ske kynni að einhver Íslendingur væri á svæðinu eða ef einhverjir hygðust ferðast til Sharm el Sheikh. Ráðuneytið hefur þó ekki upplýsingar um að einhver Íslendingur sé staddur á svæðinu. Mikil óvissa hefur ríkt í Sharm el Sheikh síðustu daga frá því að flugvél rússneska flugfélagsins Metrojet hrapaði yfir Sínai-skaga þann 31. október. Fjöldi ferðalanga hefur verið strandaður á flugvellinum í borginni eftir að yfirvöld í Bretlandi og öðrum ríkjum takmörkuðu flugferðir þangað. Ekki liggur ljóst fyrir hvað grandaði flugvélinni en sérfræðingar segjast vera 90 prósent vissir um að sprengja hafi sprungið um borð.#ferðaráð Við ráðum íslenskum ríkisborgurum frá ferðum til Sharm el Sheikh í Egyptalandi og nærliggjandi svæða.Posted by Utanríkisráðuneytið on Monday, 9 November 2015 Fréttir af flugi Tengdar fréttir Telja mjög líklegt að sprengja hafi grandað rússnesku flugvélinni Bandarískir og breskir embættismenn segja að sprengja sé líklegasta orsökin fyrir hrapi flugvélar Metrojet yfir Sinai-skaga. 4. nóvember 2015 21:28 Rússneskir rannsakendur komnir á slysstað Flutningur á líkum þeirra 214 Rússa sem fórust á Sínaí-skaga í gær hefst nú seinni partinn. 1. nóvember 2015 14:01 Níutíu prósent vissir um að sprengja hafi grandað vélinni Sérfræðingar sem rannsaka orsakir þess að rússneska farþegaþotan fórst á Sinaí-skaga á Egyptalandi um síðustu helgi segjast níutíu prósent vissir um að sprengja hafi grandað vélinni. 8. nóvember 2015 16:48 Bretar hætta flugi yfir Sínaí Rússar og Egyptar segja viðbrögð Breta óþarflega harkaleg. Bíða eigi niðurstöðu rannsóknar áður en ályktanir eru dregnar um hrap farþegavélar yfir Sínaískaga um síðustu helgi. 224 fórust með flugvélinni. 6. nóvember 2015 07:00 Ólafur vottar Pútín samúð þjóðarinnar Forseti Íslands Ólafur Ragnar Grímsson hefur sent samúðarkveðjur frá sér og íslensku þjóðinni til Vladimirs Putin forseta Rússlands í kjölfar þess að rússnesk flugvél hrapaði til jarðar yfir Egyptalandi og 224 farþegar týndu lífi. 1. nóvember 2015 11:46 Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Sjá meira
Utanríkisráðuneytið ræður Íslendingum frá ónauðsynlegum ferðum til Sharm el Sheikh í Egyptalandi og til annarra áfangastaða á Sínai-skaga vegna ótryggs ástands þar. Í samtali við Vísi sagði Urður Gunnarsdóttir, upplýsingafulltrúi ráðuneytisins, að svona mál væru yfirleitt unnin í samstarfi við hin Norðurlöndin. Ferðaviðvörunin væri gefin út ef ske kynni að einhver Íslendingur væri á svæðinu eða ef einhverjir hygðust ferðast til Sharm el Sheikh. Ráðuneytið hefur þó ekki upplýsingar um að einhver Íslendingur sé staddur á svæðinu. Mikil óvissa hefur ríkt í Sharm el Sheikh síðustu daga frá því að flugvél rússneska flugfélagsins Metrojet hrapaði yfir Sínai-skaga þann 31. október. Fjöldi ferðalanga hefur verið strandaður á flugvellinum í borginni eftir að yfirvöld í Bretlandi og öðrum ríkjum takmörkuðu flugferðir þangað. Ekki liggur ljóst fyrir hvað grandaði flugvélinni en sérfræðingar segjast vera 90 prósent vissir um að sprengja hafi sprungið um borð.#ferðaráð Við ráðum íslenskum ríkisborgurum frá ferðum til Sharm el Sheikh í Egyptalandi og nærliggjandi svæða.Posted by Utanríkisráðuneytið on Monday, 9 November 2015
Fréttir af flugi Tengdar fréttir Telja mjög líklegt að sprengja hafi grandað rússnesku flugvélinni Bandarískir og breskir embættismenn segja að sprengja sé líklegasta orsökin fyrir hrapi flugvélar Metrojet yfir Sinai-skaga. 4. nóvember 2015 21:28 Rússneskir rannsakendur komnir á slysstað Flutningur á líkum þeirra 214 Rússa sem fórust á Sínaí-skaga í gær hefst nú seinni partinn. 1. nóvember 2015 14:01 Níutíu prósent vissir um að sprengja hafi grandað vélinni Sérfræðingar sem rannsaka orsakir þess að rússneska farþegaþotan fórst á Sinaí-skaga á Egyptalandi um síðustu helgi segjast níutíu prósent vissir um að sprengja hafi grandað vélinni. 8. nóvember 2015 16:48 Bretar hætta flugi yfir Sínaí Rússar og Egyptar segja viðbrögð Breta óþarflega harkaleg. Bíða eigi niðurstöðu rannsóknar áður en ályktanir eru dregnar um hrap farþegavélar yfir Sínaískaga um síðustu helgi. 224 fórust með flugvélinni. 6. nóvember 2015 07:00 Ólafur vottar Pútín samúð þjóðarinnar Forseti Íslands Ólafur Ragnar Grímsson hefur sent samúðarkveðjur frá sér og íslensku þjóðinni til Vladimirs Putin forseta Rússlands í kjölfar þess að rússnesk flugvél hrapaði til jarðar yfir Egyptalandi og 224 farþegar týndu lífi. 1. nóvember 2015 11:46 Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Sjá meira
Telja mjög líklegt að sprengja hafi grandað rússnesku flugvélinni Bandarískir og breskir embættismenn segja að sprengja sé líklegasta orsökin fyrir hrapi flugvélar Metrojet yfir Sinai-skaga. 4. nóvember 2015 21:28
Rússneskir rannsakendur komnir á slysstað Flutningur á líkum þeirra 214 Rússa sem fórust á Sínaí-skaga í gær hefst nú seinni partinn. 1. nóvember 2015 14:01
Níutíu prósent vissir um að sprengja hafi grandað vélinni Sérfræðingar sem rannsaka orsakir þess að rússneska farþegaþotan fórst á Sinaí-skaga á Egyptalandi um síðustu helgi segjast níutíu prósent vissir um að sprengja hafi grandað vélinni. 8. nóvember 2015 16:48
Bretar hætta flugi yfir Sínaí Rússar og Egyptar segja viðbrögð Breta óþarflega harkaleg. Bíða eigi niðurstöðu rannsóknar áður en ályktanir eru dregnar um hrap farþegavélar yfir Sínaískaga um síðustu helgi. 224 fórust með flugvélinni. 6. nóvember 2015 07:00
Ólafur vottar Pútín samúð þjóðarinnar Forseti Íslands Ólafur Ragnar Grímsson hefur sent samúðarkveðjur frá sér og íslensku þjóðinni til Vladimirs Putin forseta Rússlands í kjölfar þess að rússnesk flugvél hrapaði til jarðar yfir Egyptalandi og 224 farþegar týndu lífi. 1. nóvember 2015 11:46