Munurinn mælist í milljónum tonna Svavar Hávarðarson skrifar 7. nóvember 2015 07:00 Mælingar vísindamanna Jarðvísindastofnunar Háskóla Íslands í lok október sýna að Eystri-Skaftárketill er allt að tvisvar sinnum stærri að flatarmáli en hann var sumarið 2010. Gríðarleg stækkun ketilsins skýrir hversu miklu stærra Skaftárhlaupið í október reyndist miðað við öll fyrri hlaup úr katlinum. Aukið vatnsmagn á milli hlaupanna 2010 og 2015 er mælt í mörgum milljónum tonna. Magnús Tumi Guðmundsson, jarðeðlisfræðingur og prófessor við Háskóla Íslands, segir bráðabirgðaniðurstöður mælinganna á stærð ketilsins sýna ótvírætt að hann hefur stækkað mjög mikið frá 2010, en 24. október tókst að mæla ketilinn með flughæðarmæli vélar Isavia, TF-FMS, þar sem lögun hans var kortlögð með því að fljúga níu ferðir yfir ketilinn. Við samanburð á niðurstöðum eldri mælinga kemur í ljós hvernig ketillinn hefur víkkað, og hefur sú víkkun nánast öll orðið eftir Skaftárhlaupið 2010. Eins og kunnugt er hefur verið beðið síðan 2013 eftir hlaupinu sem ruddist loks fram í síðasta mánuði, enda sýnir hlaupaannáll að hlaup úr eystri katlinum hafa ætíð komið með 2-3 ára millibili frá árinu 1955, en þá kom fyrsta verulega Skaftárhlaupið. Fyrir þann tíma fóru þau út í Langasjó og hvort tveggja flóðtoppur og aurburður var miklu minni. Áður en tókst að mæla ketilinn 24. október lágu fyrir skýr merki um stækkun ketilsins til vesturs, austurs, og suðurs. Þá hafði yfirborð jökulsins risið á hefðbundinn hátt fyrst eftir hlaupið 2010 en frá og með 2011 var það hægara en áður hafði sést og hætti með öllu 2013 – en þá hófst bið vísinda- og heimamanna eftir hefðbundnu Skaftárhlaupi. Nú liggur fyrir að jarðhitinn undir jöklinum hefur færst til, en ekki aukist, og útreikningar Jarðvísindastofnunar Háskólans eru sláandi. Eins og fyrri gögn sýna var flatarmál ketilsins talið um fjórir ferkílómetrar en er núna 7-10 ferkílómetrar – en það er ákveðið matsatriði hvar skuli setja útmörk ketilsins. Mesta sig mældist 120 metrar í norðvesturhluta hans. Rúmmál ketilsins með sprungum meðfram jöðrum hans mælist u.þ.b. 340 milljónir rúmmetra. Því er áætlað hlaupvatn 366 milljónir rúmmetra vatns með 44 milljóna rúmmetra skekkjumörkum í báðar áttir. Til skýringar jafngildir það því að 366 milljónir tonna af vatni hafi runnið til sjávar dagana sem hlaupið stóð yfir. Magnús Tumi Guðmundsson Magnús Tumi sagði í erindi sínu og í umræðum ráðstefnugesta á ráðstefnu FutureVolc-verkefnisins á fimmtudag að haldi þessi þróun áfram sé það mjög mikið áhyggjuefni. „Það er áhugavert en jafnframt alvarlegt ef þessi þróun heldur áfram. Ef hlaupin stækka jafnvel enn meira frá því sem nú var þýðir það að eyðilegging af völdum þeirra verður mun meiri en verið hefur hingað til í Skaftárhlaupum.“ Í viðtali við Fréttablaðið segir Magnús Tumi ekkert liggja fyrir um þróun næstu ára. Kannski færist jarðhitinn aftur á þann stað undir jöklinum sem þekktur var, en það sé heldur ekki hægt að útiloka þann möguleika að ketillinn stækki enn – biðin verði enn lengri en fimm ár eftir næsta flóði sem yrði þá mögulega enn stærra en menn urðu vitni að í október. Hlaup í Skaftá Mest lesið Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Albanese segir Netanyahu í afneitun Erlent Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu Erlent Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Innlent Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Erlent Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Innlent Fleiri fréttir Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Sjá meira
Mælingar vísindamanna Jarðvísindastofnunar Háskóla Íslands í lok október sýna að Eystri-Skaftárketill er allt að tvisvar sinnum stærri að flatarmáli en hann var sumarið 2010. Gríðarleg stækkun ketilsins skýrir hversu miklu stærra Skaftárhlaupið í október reyndist miðað við öll fyrri hlaup úr katlinum. Aukið vatnsmagn á milli hlaupanna 2010 og 2015 er mælt í mörgum milljónum tonna. Magnús Tumi Guðmundsson, jarðeðlisfræðingur og prófessor við Háskóla Íslands, segir bráðabirgðaniðurstöður mælinganna á stærð ketilsins sýna ótvírætt að hann hefur stækkað mjög mikið frá 2010, en 24. október tókst að mæla ketilinn með flughæðarmæli vélar Isavia, TF-FMS, þar sem lögun hans var kortlögð með því að fljúga níu ferðir yfir ketilinn. Við samanburð á niðurstöðum eldri mælinga kemur í ljós hvernig ketillinn hefur víkkað, og hefur sú víkkun nánast öll orðið eftir Skaftárhlaupið 2010. Eins og kunnugt er hefur verið beðið síðan 2013 eftir hlaupinu sem ruddist loks fram í síðasta mánuði, enda sýnir hlaupaannáll að hlaup úr eystri katlinum hafa ætíð komið með 2-3 ára millibili frá árinu 1955, en þá kom fyrsta verulega Skaftárhlaupið. Fyrir þann tíma fóru þau út í Langasjó og hvort tveggja flóðtoppur og aurburður var miklu minni. Áður en tókst að mæla ketilinn 24. október lágu fyrir skýr merki um stækkun ketilsins til vesturs, austurs, og suðurs. Þá hafði yfirborð jökulsins risið á hefðbundinn hátt fyrst eftir hlaupið 2010 en frá og með 2011 var það hægara en áður hafði sést og hætti með öllu 2013 – en þá hófst bið vísinda- og heimamanna eftir hefðbundnu Skaftárhlaupi. Nú liggur fyrir að jarðhitinn undir jöklinum hefur færst til, en ekki aukist, og útreikningar Jarðvísindastofnunar Háskólans eru sláandi. Eins og fyrri gögn sýna var flatarmál ketilsins talið um fjórir ferkílómetrar en er núna 7-10 ferkílómetrar – en það er ákveðið matsatriði hvar skuli setja útmörk ketilsins. Mesta sig mældist 120 metrar í norðvesturhluta hans. Rúmmál ketilsins með sprungum meðfram jöðrum hans mælist u.þ.b. 340 milljónir rúmmetra. Því er áætlað hlaupvatn 366 milljónir rúmmetra vatns með 44 milljóna rúmmetra skekkjumörkum í báðar áttir. Til skýringar jafngildir það því að 366 milljónir tonna af vatni hafi runnið til sjávar dagana sem hlaupið stóð yfir. Magnús Tumi Guðmundsson Magnús Tumi sagði í erindi sínu og í umræðum ráðstefnugesta á ráðstefnu FutureVolc-verkefnisins á fimmtudag að haldi þessi þróun áfram sé það mjög mikið áhyggjuefni. „Það er áhugavert en jafnframt alvarlegt ef þessi þróun heldur áfram. Ef hlaupin stækka jafnvel enn meira frá því sem nú var þýðir það að eyðilegging af völdum þeirra verður mun meiri en verið hefur hingað til í Skaftárhlaupum.“ Í viðtali við Fréttablaðið segir Magnús Tumi ekkert liggja fyrir um þróun næstu ára. Kannski færist jarðhitinn aftur á þann stað undir jöklinum sem þekktur var, en það sé heldur ekki hægt að útiloka þann möguleika að ketillinn stækki enn – biðin verði enn lengri en fimm ár eftir næsta flóði sem yrði þá mögulega enn stærra en menn urðu vitni að í október.
Hlaup í Skaftá Mest lesið Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Albanese segir Netanyahu í afneitun Erlent Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu Erlent Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Innlent Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Erlent Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Innlent Fleiri fréttir Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Sjá meira