Ísland lifandi tilraunastofa í þrjú ár Heimir Már Pétursson skrifar 5. nóvember 2015 19:45 Undanfarin þrjú ár hefur Ísland verið lifandi tilraunastofa í jarðvísindum fyrir jarðvísindamenn um alla Evrópu. Umbrotin í Bárðarbungu og Holuhrauni og nú síðast í Skaftá hafa nýst vel við rannsóknir sem miða meðal annars að því að vísindamenn geti varað við umbrotum með löngum fyrirvara. Stórkostlegustu hamfarir jarðarinnar fyrir utan veðrið eru jarðskjálftar, flóð og eldgos. Þess vegna er mjög mikilvægt að aflað sé þekkingar á þessum fyrirbærum og best væri að geta spáð fyrir um þau með góðum fyrirvara. Eyjafjallagosið árið 2010, sem meðal annars leiddi til mikilla truflana á flugumferð í Evrópu, varð til þess að auka áhuga Evrópuþjóða á eldfjallarannsóknum. Undanfarin þrjú ár hefur Evrópusambandið styrkt risastórt verkefni jarðvísindamanna sem kallast FutureVolc um tæpar 850 milljónir króna. Háskóli Íslands og Veðurstofan leiða verkefnið sem fimm aðilar koma að hér á landi ásamt yfir hundrað vísindamönnum frá tíu löndum. Í tengslum við rannsóknina hefur víðtæku neti mælitækja verið komið upp á óróasvæðum á Íslandi.Stórkostlegustu hamfarir jarðarinnar fyrir utan veðrið eru jarðskjálftar, flóð og eldgos.Mynd/Hörður JónassonNýjar aðferðir og tæki hafa verið þróuðFreysteinn Sigmundsson jarðeðlisfræðingur við Háskóla Íslands er verkefnisstjóri þessarar rannsóknar sem hann segir hafa skilað miklum árangri m.a. með víðtæku neti mælinga. „En það er margt annað. Það er búið að vera að þróa aðferðir. Það er verið að þróa ný tæki. Til að mynda tæki sem á að geta mælt öskufall sjálfvirkt þegar það gerist. Það er tæki sem sett er út í mörkina. Það er verið að þróa upplýsingagjöf til almannavarna og almennings, svo eitthvað sé nefnt,“ segir Freysteinn. Fjöldi vísindamanna sem komið hefur að verkefninu kom saman í Hveragerði í dag til að fara yfir árangur þess og kynna niðurstöður fyrir hagsmunaaðilum. Frá því verkefnið hófst hefur mikið verið um að vera í náttúru Íslands sem nýst hefur rannsókninni vel, ekki hvað síst umbrotin í Bárðarbungu og Holuhrauni. „Þessi atburður er í raun best vaktaði slíki atburður í heiminum,“ segir Freysteinn. Vísindamenn á Veðurstofunni náðu til að mynda að kortleggja mun nákvæmar en áður hvernig bergkvikan ferðaðist langar leiðir neðanjarðar áður en hún braust upp á yfirborðið sem nýtist við mótun líkana. En allar þessar rannsóknir miða að því vara við hamförum og meta áhrif þeirra til að mynda vegna ösku í háloftunum. „Í þessu verkefni með þessu víðtæka samstarfsneti lögðum við upp með að reyna að tengja saman rannsóknir og vöktun. Þannig að allar upplýsingar nýtist sem best bæði til að gefa upplýsingar til almannavarna og yfirvalda en einnig til þeirra sem stjórna flugumferð og til heimsins alls í rauninni þegar stórt eldgos verður hérna næst,“ segir Freysteinn Sigmundsson. Bárðarbunga Veður Hlaup í Skaftá Mest lesið Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Albanese segir Netanyahu í afneitun Erlent Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu Erlent Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Innlent Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Erlent Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Innlent Fleiri fréttir Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Sjá meira
Undanfarin þrjú ár hefur Ísland verið lifandi tilraunastofa í jarðvísindum fyrir jarðvísindamenn um alla Evrópu. Umbrotin í Bárðarbungu og Holuhrauni og nú síðast í Skaftá hafa nýst vel við rannsóknir sem miða meðal annars að því að vísindamenn geti varað við umbrotum með löngum fyrirvara. Stórkostlegustu hamfarir jarðarinnar fyrir utan veðrið eru jarðskjálftar, flóð og eldgos. Þess vegna er mjög mikilvægt að aflað sé þekkingar á þessum fyrirbærum og best væri að geta spáð fyrir um þau með góðum fyrirvara. Eyjafjallagosið árið 2010, sem meðal annars leiddi til mikilla truflana á flugumferð í Evrópu, varð til þess að auka áhuga Evrópuþjóða á eldfjallarannsóknum. Undanfarin þrjú ár hefur Evrópusambandið styrkt risastórt verkefni jarðvísindamanna sem kallast FutureVolc um tæpar 850 milljónir króna. Háskóli Íslands og Veðurstofan leiða verkefnið sem fimm aðilar koma að hér á landi ásamt yfir hundrað vísindamönnum frá tíu löndum. Í tengslum við rannsóknina hefur víðtæku neti mælitækja verið komið upp á óróasvæðum á Íslandi.Stórkostlegustu hamfarir jarðarinnar fyrir utan veðrið eru jarðskjálftar, flóð og eldgos.Mynd/Hörður JónassonNýjar aðferðir og tæki hafa verið þróuðFreysteinn Sigmundsson jarðeðlisfræðingur við Háskóla Íslands er verkefnisstjóri þessarar rannsóknar sem hann segir hafa skilað miklum árangri m.a. með víðtæku neti mælinga. „En það er margt annað. Það er búið að vera að þróa aðferðir. Það er verið að þróa ný tæki. Til að mynda tæki sem á að geta mælt öskufall sjálfvirkt þegar það gerist. Það er tæki sem sett er út í mörkina. Það er verið að þróa upplýsingagjöf til almannavarna og almennings, svo eitthvað sé nefnt,“ segir Freysteinn. Fjöldi vísindamanna sem komið hefur að verkefninu kom saman í Hveragerði í dag til að fara yfir árangur þess og kynna niðurstöður fyrir hagsmunaaðilum. Frá því verkefnið hófst hefur mikið verið um að vera í náttúru Íslands sem nýst hefur rannsókninni vel, ekki hvað síst umbrotin í Bárðarbungu og Holuhrauni. „Þessi atburður er í raun best vaktaði slíki atburður í heiminum,“ segir Freysteinn. Vísindamenn á Veðurstofunni náðu til að mynda að kortleggja mun nákvæmar en áður hvernig bergkvikan ferðaðist langar leiðir neðanjarðar áður en hún braust upp á yfirborðið sem nýtist við mótun líkana. En allar þessar rannsóknir miða að því vara við hamförum og meta áhrif þeirra til að mynda vegna ösku í háloftunum. „Í þessu verkefni með þessu víðtæka samstarfsneti lögðum við upp með að reyna að tengja saman rannsóknir og vöktun. Þannig að allar upplýsingar nýtist sem best bæði til að gefa upplýsingar til almannavarna og yfirvalda en einnig til þeirra sem stjórna flugumferð og til heimsins alls í rauninni þegar stórt eldgos verður hérna næst,“ segir Freysteinn Sigmundsson.
Bárðarbunga Veður Hlaup í Skaftá Mest lesið Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Albanese segir Netanyahu í afneitun Erlent Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu Erlent Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Innlent Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Erlent Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Innlent Fleiri fréttir Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Sjá meira