Peyton sendi út skýr skilaboð Henry Birgir Gunnarsson skrifar 2. nóvember 2015 08:15 Stjörnurnar Manning og Rodgers eftir leikinn í nótt. vísir/getty Hinn goðsagnakenndi leikstjórnandi Denver Broncos, Peyton Manning, svaraði mörgum spurningum í nótt og öll svörin hans á stóra prófinu gegn Green Bay voru rétt. Denver tók á móti Green Bay en bæði lið höfðu unnið fyrstu sex leiki sína í deildinni. Þetta var aðeins í fjórða sinn í sögu deildarinnar sem tvö lið sem eru 6-0 mætast. Þó svo Denver hafði náð að vinna alla leiki sína í deildinni þá var ekki mikill glæsibragur yfir mörgum sigranna. Manning leit oft illa út og ítrekað þurfti vörnin að koma honum til bjargar. En ekki í nótt. Þá sýndi Manning allar sínar bestu hliðar og svaraði efasemdarmönnum sem sögðu að hann gæti ekki kastað lengra en fimm til tíu metra og að hann væri orðinn of gamall og lúinn. Hann kláraði margar langar sendingar, lék sá sem valdið hafði, átti svör við öllu hjá Packers og leiddi sitt lið til öruggs sigurs gegn liðinu sem margir sögðu vera það besta í deildinni fyrir leikinn. Manning kláraði 21 af 29 sendingum sínum og kastaði 340 jarda. Aaron Rodgers, leikstjórnandi Green Bay, átti einn sinn versta leik á ferlinum en hann kláraði aðeins 14 sendingar og kastaði 77 jarda. Það segir sitt um frábæra frammistöðu varnarinnar hjá Denver. Með sigrinum í nótt náði Manning að jafna met Brett Favre, fyrrum leikstjórnanda Packers, yfir flesta sigra í deildinni eða 186. Nú eru aðeins fjögur lið í deildinni með fullt hús. Það eru Denver, New England, Carolina og Cincinnati sem er í fyrsta sinn í sögu félagsins með árangurinn 7-0.Brees átti ótrúlegan leik í nótt.vísir/gettyLeikur gærdagsins var þó klárlega rimma New Orleans Saints og NY Giants. Þar fóru leikstjórnendurnir Drew Brees hjá Saints og Eli Manning algjörlega á kostum. Brees kastaði boltanum sjö sinnum fyrir snertimarki, og jafnaði met, en Manning sex sinnum. Saints tryggði sér sigur með vallarmarki rétt áður en tíminn rann út. Þetta er leikur sem á seint eftir að gleymast.Úrslit: Denver - Green Bay 29-10 Dallas - Seattle 12-13 Oakland - NY Jets 34-20 St. Louis - San Francisco 27-6 Pittsburgh - Cincinnati 10-16 New Orleans - NY Giants 52-49 Houston - Tennessee 20-6 Cleveland - Arizona 20-34 Chicago - Minnesota 20-23 Baltimore - San Diego 29-26 Atlanta - Tampa Bay 20-23 Kansas City - Detroit 45-10Í nótt: Carolina - Indianapolis.Staðan í NFL-deildinni. NFL Mest lesið Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Fótbolti Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Enski boltinn Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Handbolti Spilar áfram með Messi í Miami Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ Körfubolti Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Körfubolti Ungstirnið skallaði meistarana áfram Enski boltinn Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Íslenski boltinn Fleiri fréttir Spilar áfram með Messi í Miami Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Vålerenga úr leik eftir tap fyrir stöllum Glódísar „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram KR á toppinn Uppgjörið: Grindavík - Haukar 92-93 | Fullkomin jólagjöf Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Varði fjögur víti til að tryggja PSG titilinn Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Eygló íþróttastjarna ársins í Reykjavík Fjórir frá hjá Blikum á morgun Rýndu í gamlar myndir: „Svakalega ertu kringlóttur í framan“ Spáir því að Joshua vinni með hrikalegu rothöggi Benítez lét Sverri byrja og flaug áfram í bikarnum KSÍ missti af meira en milljarði króna City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Guðbjörg fyrsta konan í fjögur hundruð leikina Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Telur samstarf Hamilton og Ferrari nálgast þolmörk Stjarnan og Grindavík mætast í bikarnum Kona vann Ísmaraþonið á Suðurskautslandinu í fyrsta sinn Nígeríumenn halda HM-draumnum á lífi með kvörtun til FIFA Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Sjá meira
Hinn goðsagnakenndi leikstjórnandi Denver Broncos, Peyton Manning, svaraði mörgum spurningum í nótt og öll svörin hans á stóra prófinu gegn Green Bay voru rétt. Denver tók á móti Green Bay en bæði lið höfðu unnið fyrstu sex leiki sína í deildinni. Þetta var aðeins í fjórða sinn í sögu deildarinnar sem tvö lið sem eru 6-0 mætast. Þó svo Denver hafði náð að vinna alla leiki sína í deildinni þá var ekki mikill glæsibragur yfir mörgum sigranna. Manning leit oft illa út og ítrekað þurfti vörnin að koma honum til bjargar. En ekki í nótt. Þá sýndi Manning allar sínar bestu hliðar og svaraði efasemdarmönnum sem sögðu að hann gæti ekki kastað lengra en fimm til tíu metra og að hann væri orðinn of gamall og lúinn. Hann kláraði margar langar sendingar, lék sá sem valdið hafði, átti svör við öllu hjá Packers og leiddi sitt lið til öruggs sigurs gegn liðinu sem margir sögðu vera það besta í deildinni fyrir leikinn. Manning kláraði 21 af 29 sendingum sínum og kastaði 340 jarda. Aaron Rodgers, leikstjórnandi Green Bay, átti einn sinn versta leik á ferlinum en hann kláraði aðeins 14 sendingar og kastaði 77 jarda. Það segir sitt um frábæra frammistöðu varnarinnar hjá Denver. Með sigrinum í nótt náði Manning að jafna met Brett Favre, fyrrum leikstjórnanda Packers, yfir flesta sigra í deildinni eða 186. Nú eru aðeins fjögur lið í deildinni með fullt hús. Það eru Denver, New England, Carolina og Cincinnati sem er í fyrsta sinn í sögu félagsins með árangurinn 7-0.Brees átti ótrúlegan leik í nótt.vísir/gettyLeikur gærdagsins var þó klárlega rimma New Orleans Saints og NY Giants. Þar fóru leikstjórnendurnir Drew Brees hjá Saints og Eli Manning algjörlega á kostum. Brees kastaði boltanum sjö sinnum fyrir snertimarki, og jafnaði met, en Manning sex sinnum. Saints tryggði sér sigur með vallarmarki rétt áður en tíminn rann út. Þetta er leikur sem á seint eftir að gleymast.Úrslit: Denver - Green Bay 29-10 Dallas - Seattle 12-13 Oakland - NY Jets 34-20 St. Louis - San Francisco 27-6 Pittsburgh - Cincinnati 10-16 New Orleans - NY Giants 52-49 Houston - Tennessee 20-6 Cleveland - Arizona 20-34 Chicago - Minnesota 20-23 Baltimore - San Diego 29-26 Atlanta - Tampa Bay 20-23 Kansas City - Detroit 45-10Í nótt: Carolina - Indianapolis.Staðan í NFL-deildinni.
NFL Mest lesið Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Fótbolti Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Enski boltinn Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Handbolti Spilar áfram með Messi í Miami Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ Körfubolti Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Körfubolti Ungstirnið skallaði meistarana áfram Enski boltinn Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Íslenski boltinn Fleiri fréttir Spilar áfram með Messi í Miami Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Vålerenga úr leik eftir tap fyrir stöllum Glódísar „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram KR á toppinn Uppgjörið: Grindavík - Haukar 92-93 | Fullkomin jólagjöf Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Varði fjögur víti til að tryggja PSG titilinn Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Eygló íþróttastjarna ársins í Reykjavík Fjórir frá hjá Blikum á morgun Rýndu í gamlar myndir: „Svakalega ertu kringlóttur í framan“ Spáir því að Joshua vinni með hrikalegu rothöggi Benítez lét Sverri byrja og flaug áfram í bikarnum KSÍ missti af meira en milljarði króna City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Guðbjörg fyrsta konan í fjögur hundruð leikina Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Telur samstarf Hamilton og Ferrari nálgast þolmörk Stjarnan og Grindavík mætast í bikarnum Kona vann Ísmaraþonið á Suðurskautslandinu í fyrsta sinn Nígeríumenn halda HM-draumnum á lífi með kvörtun til FIFA Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Sjá meira