Bíða í rúma tíu tíma eftir miða á Star Wars-mynd í nístingskulda Birgir Olgeirsson skrifar 19. nóvember 2015 15:33 Röðin fyrir utan Nexus-verslunina í Nóatúni í dag. Vísir/Anton Elskar þú Stjörnustríðsmyndirnar nógu mikið til að bíða í rúmar tíu klukkustundir í röð í nístingskulda eftir miðum á sérsýningu nýjustu myndarinnar? Sigfús Jóhannsson og Ragnar Guðmundsson gera það en þeir mættu klukkan níu í morgun fyrir utan Nexus-verslunina í Nóatúni til vera vissir um að tryggja sér miða á sérsýningu verslunarinnar á sjöundu Stjörnustríðsmyndinni, Star Wars: TheForceAwakens, í næsta mánuði.Sigfús Jóhannsson og Ragnar Guðmundsson.Vísir/AntonMiðasala í númeruð sæti hefst í Nexus klukkan hálf átta í kvöld á sýningu sem verður haldin í tveimur sölum í Egilshöll 17. desember næstkomandi. Um er að ræða sýningar án hléa, þar sem myndin verður sýnd í þrívídd í sal 1 en tvívídd í sal tvö, og verður Star Wars-búningakeppni á undan með veglegum verðlaunum.Sá sem er þriðji í röðinni lét lítið á sér bera þegar Vísir kíkti í heimsókn. Vísir/AntonAðstæður til að bíða svona í röð utandyra, eins og þeir Sigfús og Ragnar hafa gert, eru kannski ekki með besta móti í dag. Þó veðrið sé fallegt hefur verið frekar kalt í Reykjavík. Samkvæmt Veðurstofu Íslands hefur meðalhitastigið í dag verið í kringum -3,3 gráður. Samkvæmt spánni mun kólna fremur þegar kvöld tekur, gangi spáin eftir verður frostið komið niður í mínus 5 gráður um klukkan sjö í kvöld. „Við erum bara búnir að reyna að finna leiðir til að halda á okkur hita í eiginlega allan dag,“ sagði Sigfús þegar Vísir kíkti á stemninguna í röðinni. Félagarnir hafa haft þann háttinn á að passa upp á plássið á meðan annar þeirra fer inn í Nexus-verslunina til að ylja sér. Þeir voru vel nestaðir fyrir átök dagsins og höfðu með sér lítið taflborð til að drepa tímann. „Við gefumst ekkert upp á þessu, bara nokkrir tíma eftir,“ sagði Ragnar þegar fimm tímar voru í að miðasalan myndi hefjast. Star Wars Mest lesið Langaði að passa inn en nýtur þess nú að skera sig úr Tíska og hönnun Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Lífið Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Lífið Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Lífið Katrín Edda selur í Hlíðunum Lífið Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Lífið Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Lífið Icewear styrkir Þjóðhátíð Lífið samstarf „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Lífið Sögulegur klæðnaður á dreglinum Lífið Fleiri fréttir Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Destiny's Child með óvænta endurkomu Jóhanna Guðrún og Ólafur giftu sig Myndaveisla: Landinn skemmti sér konunglega í Vaglaskógi Bandaríkjaforseti birtir bull í bunkum Óvæntur Johnny Depp heiðraði Ozzy með Alice Cooper „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Krakkatían: Dvergarnir sjö, klukkuturn og plánetur Ragga Holm og Elma giftu sig „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Líf og fjör í Reykholti í Borgarfirði um helgina á Reykholtshátíð „Það er í raun kraftaverk að hún sé á lífi í dag“ Fréttatía vikunnar: Stórtónleikar, NBA-stjarna á klakanum og heimsfræg lesbía Fólk farið að flykkjast í Vaglaskóg Ása Ninna kveður Bylgjuna Sjá meira
Elskar þú Stjörnustríðsmyndirnar nógu mikið til að bíða í rúmar tíu klukkustundir í röð í nístingskulda eftir miðum á sérsýningu nýjustu myndarinnar? Sigfús Jóhannsson og Ragnar Guðmundsson gera það en þeir mættu klukkan níu í morgun fyrir utan Nexus-verslunina í Nóatúni til vera vissir um að tryggja sér miða á sérsýningu verslunarinnar á sjöundu Stjörnustríðsmyndinni, Star Wars: TheForceAwakens, í næsta mánuði.Sigfús Jóhannsson og Ragnar Guðmundsson.Vísir/AntonMiðasala í númeruð sæti hefst í Nexus klukkan hálf átta í kvöld á sýningu sem verður haldin í tveimur sölum í Egilshöll 17. desember næstkomandi. Um er að ræða sýningar án hléa, þar sem myndin verður sýnd í þrívídd í sal 1 en tvívídd í sal tvö, og verður Star Wars-búningakeppni á undan með veglegum verðlaunum.Sá sem er þriðji í röðinni lét lítið á sér bera þegar Vísir kíkti í heimsókn. Vísir/AntonAðstæður til að bíða svona í röð utandyra, eins og þeir Sigfús og Ragnar hafa gert, eru kannski ekki með besta móti í dag. Þó veðrið sé fallegt hefur verið frekar kalt í Reykjavík. Samkvæmt Veðurstofu Íslands hefur meðalhitastigið í dag verið í kringum -3,3 gráður. Samkvæmt spánni mun kólna fremur þegar kvöld tekur, gangi spáin eftir verður frostið komið niður í mínus 5 gráður um klukkan sjö í kvöld. „Við erum bara búnir að reyna að finna leiðir til að halda á okkur hita í eiginlega allan dag,“ sagði Sigfús þegar Vísir kíkti á stemninguna í röðinni. Félagarnir hafa haft þann háttinn á að passa upp á plássið á meðan annar þeirra fer inn í Nexus-verslunina til að ylja sér. Þeir voru vel nestaðir fyrir átök dagsins og höfðu með sér lítið taflborð til að drepa tímann. „Við gefumst ekkert upp á þessu, bara nokkrir tíma eftir,“ sagði Ragnar þegar fimm tímar voru í að miðasalan myndi hefjast.
Star Wars Mest lesið Langaði að passa inn en nýtur þess nú að skera sig úr Tíska og hönnun Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Lífið Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Lífið Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Lífið Katrín Edda selur í Hlíðunum Lífið Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Lífið Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Lífið Icewear styrkir Þjóðhátíð Lífið samstarf „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Lífið Sögulegur klæðnaður á dreglinum Lífið Fleiri fréttir Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Destiny's Child með óvænta endurkomu Jóhanna Guðrún og Ólafur giftu sig Myndaveisla: Landinn skemmti sér konunglega í Vaglaskógi Bandaríkjaforseti birtir bull í bunkum Óvæntur Johnny Depp heiðraði Ozzy með Alice Cooper „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Krakkatían: Dvergarnir sjö, klukkuturn og plánetur Ragga Holm og Elma giftu sig „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Líf og fjör í Reykholti í Borgarfirði um helgina á Reykholtshátíð „Það er í raun kraftaverk að hún sé á lífi í dag“ Fréttatía vikunnar: Stórtónleikar, NBA-stjarna á klakanum og heimsfræg lesbía Fólk farið að flykkjast í Vaglaskóg Ása Ninna kveður Bylgjuna Sjá meira