Notaðir eru drónar til að leita úr lofti meðfram ströndum Kristjana Björg Guðbrandsdóttir skrifar 18. nóvember 2015 07:00 Hörður Björnsson Leitin að Herði Björnssyni hefur enn engan árangur borið. Ágúst Svansson, aðalvarðstjóri hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, heldur utan um leitina og segir auðvelt að fela sig á höfuðborgarsvæðinu. Enn sé aðeins rúmur mánuður síðan hann hvarf og því ekki útilokað að hann haldi einhvers staðar til. „Það kom mér í raun á óvart eftir því sem leið á leitina hversu margir staðir eru á höfuðborgarsvæðinu sem hægt er að halda til á. Við erum alltaf að benda á að það er hér fjöldi útihúsa, sumarbústaða, skipa og báta þar sem fólk getur haldið til.“ Ágúst segir nánast útilokað að hann hafi komist úr landi. „Hann var allslaus þegar hann hvarf, ekki með debetkort eða vegabréf eða nokkuð slíkt.“ Leitað með drónum við strendurÞótt björgunarsveitir haldi ekki úti skipulegri leit þá vakta þær leit að Herði í útköllum sínum. Þá er leitað meðfram ströndum með drónum. „Leitin er búin að vera mjög víðtæk. Við erum hættir formlega að leita með björgunarsveit en erum með vöktun, þegar björgunarsveitir fara í útköll þá hafa meðlimir augun opin. Við erum einnig að fara meðfram ströndum með drónum. Hún er verst fyrir aðstandendur, þessi bið. Ég er svo þver, maður reynir til þrautar að hafa uppi á honum, það er ekki hægt að setja sig í spor aðstandenda sem upplifa það að barnið þeirra er horfið. Það vakna svo margar spurningar sem er ósvarað, er hann virkilega sjálfur að fela sig? Er einhver að hjálpa honum? Hvert einasta púsl inn í heildarmyndina færir okkur nær einhverjum svörum.“ Lögregla hefur unnið að leitinni í góðu samstarfi við aðstandendur og leitað upplýsinga hjá vinum og kunningjum en án árangurs. „Vinir og aðstandendur eru samvinnufúsir og reyna að aðstoða við leitina eins og þeir geta. Ég held að enginn sé svo illa innrættur að fela hann á meðan hans er svo ákaft leitað.“ Engar vísbendingarHarðar hefur verið leitað síðan 14. október og engar vísbendingar hafa borist um ferðir hans. Vísbendingar sem hafa borist hafa leitt til manna líkra honum í útliti. Um tvö hundruð manns hafa komið að leitinni og Ágúst biðlar enn til fólks að hafa augun opin. Hörður er 188 cm á hæð, grannur, ljóshærður með rautt skegg. Síðast sást til hans á Laugarásvegi í Reykjavík um kl. 04.00 þann fjórtánda október. kristjanabjorg@frettabladid.is Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Leitin að Herði Björnssyni hefur enn engan árangur borið. Ágúst Svansson, aðalvarðstjóri hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, heldur utan um leitina og segir auðvelt að fela sig á höfuðborgarsvæðinu. Enn sé aðeins rúmur mánuður síðan hann hvarf og því ekki útilokað að hann haldi einhvers staðar til. „Það kom mér í raun á óvart eftir því sem leið á leitina hversu margir staðir eru á höfuðborgarsvæðinu sem hægt er að halda til á. Við erum alltaf að benda á að það er hér fjöldi útihúsa, sumarbústaða, skipa og báta þar sem fólk getur haldið til.“ Ágúst segir nánast útilokað að hann hafi komist úr landi. „Hann var allslaus þegar hann hvarf, ekki með debetkort eða vegabréf eða nokkuð slíkt.“ Leitað með drónum við strendurÞótt björgunarsveitir haldi ekki úti skipulegri leit þá vakta þær leit að Herði í útköllum sínum. Þá er leitað meðfram ströndum með drónum. „Leitin er búin að vera mjög víðtæk. Við erum hættir formlega að leita með björgunarsveit en erum með vöktun, þegar björgunarsveitir fara í útköll þá hafa meðlimir augun opin. Við erum einnig að fara meðfram ströndum með drónum. Hún er verst fyrir aðstandendur, þessi bið. Ég er svo þver, maður reynir til þrautar að hafa uppi á honum, það er ekki hægt að setja sig í spor aðstandenda sem upplifa það að barnið þeirra er horfið. Það vakna svo margar spurningar sem er ósvarað, er hann virkilega sjálfur að fela sig? Er einhver að hjálpa honum? Hvert einasta púsl inn í heildarmyndina færir okkur nær einhverjum svörum.“ Lögregla hefur unnið að leitinni í góðu samstarfi við aðstandendur og leitað upplýsinga hjá vinum og kunningjum en án árangurs. „Vinir og aðstandendur eru samvinnufúsir og reyna að aðstoða við leitina eins og þeir geta. Ég held að enginn sé svo illa innrættur að fela hann á meðan hans er svo ákaft leitað.“ Engar vísbendingarHarðar hefur verið leitað síðan 14. október og engar vísbendingar hafa borist um ferðir hans. Vísbendingar sem hafa borist hafa leitt til manna líkra honum í útliti. Um tvö hundruð manns hafa komið að leitinni og Ágúst biðlar enn til fólks að hafa augun opin. Hörður er 188 cm á hæð, grannur, ljóshærður með rautt skegg. Síðast sást til hans á Laugarásvegi í Reykjavík um kl. 04.00 þann fjórtánda október. kristjanabjorg@frettabladid.is
Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira