Zlatan Ibrahimovic sá til þess í kvöld að Svíar fara á EM en Danir og Svíar gerðu 2-2 jafntefli í seinni leik liðanna á Parken í kvöld.
Svíar unnu fyrri leikinn 2-1 og voru í afar vænlegri stöðu er Zlatan kom þeim í 0-1 í kvöld með marki á 19. mínútu. Hann gulltryggði síðan farseðilinn til Frakklands er hann skoraði glæsilegt mark beint úr aukaspyrnu einum 14 mínútum fyrir leikslok.
Danir neituðu að gefast upp og skoruðu tvö mörk undir lokin en það var einfaldlega of seint og of lítið.
Það er því þjóðhátíð í Svíþjóð en Danir verða að drekka sorgum sínum yfir jólabjór í kvöld.
Mörkin má sjá hér að ofan.
Zlatan skaut Svíum á EM
Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Mest lesið



„Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“
Íslenski boltinn


Fjögur lið á toppnum með fjögur stig
Íslenski boltinn

Leik KR og ÍBV seinkað vegna færðar
Íslenski boltinn

Guðni Eiríksson: Markmannstaðan á Íslandi er ekki nógu góð
Íslenski boltinn

Arne Slot vonsvikinn með Trent Alexander-Arnold
Enski boltinn


Arteta varar Arsenal fólk við: Erfiðasta staðan að fylla
Enski boltinn