Birkir Már: Ég er ekki í því að halda uppi fjörinu og dansa upp á borðum Tómas Þór Þórðarson skrifar 17. nóvember 2015 15:15 Birkir Már Sævarsson er fastamaður í byrjunarliði landsliðsins. vísir/getty Komi Birkir Már Sævarsson, hægri bakvörður íslenska karlalandsliðsins í fótbolta, við sögu í vináttuleiknum gegn Slóvakíu í kvöld verður það hans 54. landsleikur. Leikurinn hefst klukkan 19.45 og verður í beinni textalýsingu á Vísi. Birkir Már byrjaði á bekknum í síðustu undankeppni en kom inn í fimmta leik gegn Kasakstan og eignaði sér stöðuna á ný. Þrátt fyrir að vera fastamaður meira og minna í landsliðinu sem hefur notið mikillar athygli undanfarin misseri hefur lítið borið á Birki í fjölmiðlum. Þessi 31 árs gamli Valsmaður hefur hægt um sig og lætur verkin tala inn á vellinum. Í afar skemmtilegu viðtali við fótbolti.net segir hann hreint út að hann hafi ekkert gaman af viðtölum eða athygli fjölmiðla. „Ég vil helst ekki vera í sviðsljósinu. Ég held að fólk sé kannski farið að átta sig á því en mér líður ekkert svakalega vel að fá athygli og vera í viðtölum. Ef ég gæti sleppt öllum viðtölum þá myndi ég gera það,“ segir Birkir. „Ég er ekkert að troða mér fremst. Ég reyni yfirleitt að vera fyrir aftan og líður mjög vel þar. Ég á fullt af félögum í hópnum sem ég umgengst en ég er ekki sá sem er í því að halda uppi fjörinu og vera dansandi upp á borðum.“ Birkir er giftur Stefaníu Sigurðardóttur sem hann kynntist í Menntaskólanum á Laugarvatni. Hún átti tvö börn fyrir og saman hafa þau eignast tvö þannig Birkir er fjögurra barna faðir. Og þau hjónin ætla að láta fjögur duga. „Við erum hætt núna. Það verður ekkert meira. Það yrði krísa. Þetta er alveg nóg í bili. Nú förum við að hugsa um að koma þessum börnum út í lífið og þá verðum við laus við þau af heimilinu þegar við erum í kringum fimmtugt,“ segir Birkir Már Sævarsson. Viðtalið má lesa í heild sinni hér. EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Ísland gæti lent í riðli með Englandi, Ítalíu og Danmörku á EM Það styttist óðum í það þegar kemur í ljós með hvaða þremur þjóðum Ísland lendir í riðli í úrslitakeppni Evrópumótsins í Frakkalandi næsta sumar. 17. nóvember 2015 14:30 Aron Einar verður ekki með gegn Slóvakíu Landsliðsfyrirliðinn gat ekki æft í dag og verður ekki með í vináttuleiknum annað kvöld. 16. nóvember 2015 13:57 Heimir: Vildi mæta sterkasta liði Slóvaka Hvorki Marek Hamsik né Martin Skrtel verða með slóvakíska landsliðinu í vináttuleiknum gegn Íslandi annað kvöld. 16. nóvember 2015 10:30 Heimir: Hef engar áhyggjur af þessum tapleikjum Landsliðsþjálfarinn segir það verið skrítið að fá strákana upp á tærnar fyrir vináttuleiki þegar þeir eru nú þegar komnir á EM. 17. nóvember 2015 11:30 Tvær hliðar íslenska karlalandsliðsins Íslenska karlalandsliðið í fótbolta hefur ekki unnið leik síðan liðið komst á EM og slök frammistaða í seinni hálfleik síðustu leikja á mikinn þátt í því. 17. nóvember 2015 06:00 Mest lesið Glódís: „Gríðarlega erfitt að sitja með þá tilfinningu eftir mót“ Sport Mátti ekki kaupa íbúð Babe Ruth Sport Skýrsla Arons: Stórum spurningum þarf að svara Fótbolti Dagný: Veit ekkert hvað ég er að fara að gera Fótbolti Dagskráin í dag: Golf og aftur golf Sport „Þegar við spilum svona þá uppskerum við yfirleitt“ Fótbolti „Það var köld tuska í andlitið“ Fótbolti Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Vill halda áfram: „Tel mig hafa getuna í það“ Fótbolti Sveindís: Maður vinnur ekki leiki nema að skora mörk Fótbolti Fleiri fréttir Skýrsla Arons: Stórum spurningum þarf að svara „Þegar við spilum svona þá uppskerum við yfirleitt“ Sveindís: Maður vinnur ekki leiki nema að skora mörk „Það var köld tuska í andlitið“ Dagný: Veit ekkert hvað ég er að fara að gera Uppgjörið: Valur - Flora 3-0 | Valsmenn í góðri stöðu Vill halda áfram: „Tel mig hafa getuna í það“ Einkunnir Íslands: Sveindís langbest Dramatískt jafntefli sendir heimakonur í átta liða úrslit Ítalskur deildarleikur í Ástralíu í febrúar? „Við erum að gera eitthvað rétt“ Þrjár breytingar: Katla fær stórt tækifæri í lokaleik Íslands á EM Uppgjörið: Malisheva - Víkingur 0-1 | Fagleg frammistaða hjá Víkingum Uppgjör: Ísland - Noregur 3-4 | Daufur endir á slöppu ævintýri Myndaveisla: Íslensk yfirtaka í Thun og vonast eftir fyrsta sigrinum Á góðum stað fyrir mikil átök Fjórir eru tveimur leikjum frá því að vinna sjö titla á einu ári Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Valdi Ísland fram yfir Noreg: „Ég er meiri Íslendingur“ EM í dag: Hungur í sigur, þreytandi vörður og næstum stærsta skúbb mótsins „Miklu skemmtilegra að vera í þessari baráttu“ Arsenal eflir miðjuna enn frekar Sex hafa ekkert spilað á EM Sjáðu strákana á N1 mótinu sýna snilli sína Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Ajax riftir samningi Jordans Henderson Síðasti séns á að vinna milljónir Missum Hondúras upp fyrir okkur en höldum sama sæti á FIFA listanum Missir af leik á EM vegna höfuðmeiðsla Messi í stuði í nótt og nældi sér í enn eitt metið Sjá meira
Komi Birkir Már Sævarsson, hægri bakvörður íslenska karlalandsliðsins í fótbolta, við sögu í vináttuleiknum gegn Slóvakíu í kvöld verður það hans 54. landsleikur. Leikurinn hefst klukkan 19.45 og verður í beinni textalýsingu á Vísi. Birkir Már byrjaði á bekknum í síðustu undankeppni en kom inn í fimmta leik gegn Kasakstan og eignaði sér stöðuna á ný. Þrátt fyrir að vera fastamaður meira og minna í landsliðinu sem hefur notið mikillar athygli undanfarin misseri hefur lítið borið á Birki í fjölmiðlum. Þessi 31 árs gamli Valsmaður hefur hægt um sig og lætur verkin tala inn á vellinum. Í afar skemmtilegu viðtali við fótbolti.net segir hann hreint út að hann hafi ekkert gaman af viðtölum eða athygli fjölmiðla. „Ég vil helst ekki vera í sviðsljósinu. Ég held að fólk sé kannski farið að átta sig á því en mér líður ekkert svakalega vel að fá athygli og vera í viðtölum. Ef ég gæti sleppt öllum viðtölum þá myndi ég gera það,“ segir Birkir. „Ég er ekkert að troða mér fremst. Ég reyni yfirleitt að vera fyrir aftan og líður mjög vel þar. Ég á fullt af félögum í hópnum sem ég umgengst en ég er ekki sá sem er í því að halda uppi fjörinu og vera dansandi upp á borðum.“ Birkir er giftur Stefaníu Sigurðardóttur sem hann kynntist í Menntaskólanum á Laugarvatni. Hún átti tvö börn fyrir og saman hafa þau eignast tvö þannig Birkir er fjögurra barna faðir. Og þau hjónin ætla að láta fjögur duga. „Við erum hætt núna. Það verður ekkert meira. Það yrði krísa. Þetta er alveg nóg í bili. Nú förum við að hugsa um að koma þessum börnum út í lífið og þá verðum við laus við þau af heimilinu þegar við erum í kringum fimmtugt,“ segir Birkir Már Sævarsson. Viðtalið má lesa í heild sinni hér.
EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Ísland gæti lent í riðli með Englandi, Ítalíu og Danmörku á EM Það styttist óðum í það þegar kemur í ljós með hvaða þremur þjóðum Ísland lendir í riðli í úrslitakeppni Evrópumótsins í Frakkalandi næsta sumar. 17. nóvember 2015 14:30 Aron Einar verður ekki með gegn Slóvakíu Landsliðsfyrirliðinn gat ekki æft í dag og verður ekki með í vináttuleiknum annað kvöld. 16. nóvember 2015 13:57 Heimir: Vildi mæta sterkasta liði Slóvaka Hvorki Marek Hamsik né Martin Skrtel verða með slóvakíska landsliðinu í vináttuleiknum gegn Íslandi annað kvöld. 16. nóvember 2015 10:30 Heimir: Hef engar áhyggjur af þessum tapleikjum Landsliðsþjálfarinn segir það verið skrítið að fá strákana upp á tærnar fyrir vináttuleiki þegar þeir eru nú þegar komnir á EM. 17. nóvember 2015 11:30 Tvær hliðar íslenska karlalandsliðsins Íslenska karlalandsliðið í fótbolta hefur ekki unnið leik síðan liðið komst á EM og slök frammistaða í seinni hálfleik síðustu leikja á mikinn þátt í því. 17. nóvember 2015 06:00 Mest lesið Glódís: „Gríðarlega erfitt að sitja með þá tilfinningu eftir mót“ Sport Mátti ekki kaupa íbúð Babe Ruth Sport Skýrsla Arons: Stórum spurningum þarf að svara Fótbolti Dagný: Veit ekkert hvað ég er að fara að gera Fótbolti Dagskráin í dag: Golf og aftur golf Sport „Þegar við spilum svona þá uppskerum við yfirleitt“ Fótbolti „Það var köld tuska í andlitið“ Fótbolti Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Vill halda áfram: „Tel mig hafa getuna í það“ Fótbolti Sveindís: Maður vinnur ekki leiki nema að skora mörk Fótbolti Fleiri fréttir Skýrsla Arons: Stórum spurningum þarf að svara „Þegar við spilum svona þá uppskerum við yfirleitt“ Sveindís: Maður vinnur ekki leiki nema að skora mörk „Það var köld tuska í andlitið“ Dagný: Veit ekkert hvað ég er að fara að gera Uppgjörið: Valur - Flora 3-0 | Valsmenn í góðri stöðu Vill halda áfram: „Tel mig hafa getuna í það“ Einkunnir Íslands: Sveindís langbest Dramatískt jafntefli sendir heimakonur í átta liða úrslit Ítalskur deildarleikur í Ástralíu í febrúar? „Við erum að gera eitthvað rétt“ Þrjár breytingar: Katla fær stórt tækifæri í lokaleik Íslands á EM Uppgjörið: Malisheva - Víkingur 0-1 | Fagleg frammistaða hjá Víkingum Uppgjör: Ísland - Noregur 3-4 | Daufur endir á slöppu ævintýri Myndaveisla: Íslensk yfirtaka í Thun og vonast eftir fyrsta sigrinum Á góðum stað fyrir mikil átök Fjórir eru tveimur leikjum frá því að vinna sjö titla á einu ári Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Valdi Ísland fram yfir Noreg: „Ég er meiri Íslendingur“ EM í dag: Hungur í sigur, þreytandi vörður og næstum stærsta skúbb mótsins „Miklu skemmtilegra að vera í þessari baráttu“ Arsenal eflir miðjuna enn frekar Sex hafa ekkert spilað á EM Sjáðu strákana á N1 mótinu sýna snilli sína Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Ajax riftir samningi Jordans Henderson Síðasti séns á að vinna milljónir Missum Hondúras upp fyrir okkur en höldum sama sæti á FIFA listanum Missir af leik á EM vegna höfuðmeiðsla Messi í stuði í nótt og nældi sér í enn eitt metið Sjá meira
Ísland gæti lent í riðli með Englandi, Ítalíu og Danmörku á EM Það styttist óðum í það þegar kemur í ljós með hvaða þremur þjóðum Ísland lendir í riðli í úrslitakeppni Evrópumótsins í Frakkalandi næsta sumar. 17. nóvember 2015 14:30
Aron Einar verður ekki með gegn Slóvakíu Landsliðsfyrirliðinn gat ekki æft í dag og verður ekki með í vináttuleiknum annað kvöld. 16. nóvember 2015 13:57
Heimir: Vildi mæta sterkasta liði Slóvaka Hvorki Marek Hamsik né Martin Skrtel verða með slóvakíska landsliðinu í vináttuleiknum gegn Íslandi annað kvöld. 16. nóvember 2015 10:30
Heimir: Hef engar áhyggjur af þessum tapleikjum Landsliðsþjálfarinn segir það verið skrítið að fá strákana upp á tærnar fyrir vináttuleiki þegar þeir eru nú þegar komnir á EM. 17. nóvember 2015 11:30
Tvær hliðar íslenska karlalandsliðsins Íslenska karlalandsliðið í fótbolta hefur ekki unnið leik síðan liðið komst á EM og slök frammistaða í seinni hálfleik síðustu leikja á mikinn þátt í því. 17. nóvember 2015 06:00