Heimir: Tekur tíma fyrir nýja menn að komast inn í skipulagið Tómas Þór Þórðarson skrifar 16. nóvember 2015 15:15 Arnór Ingvi Traustason var í byrjunarliðinu gegn Póllandi í sínum fyrsta landsleik. vísir/adam jasztrebowski „Ef hægt er að marka einhverja greiningu verður þetta öðruvísi leikur,“ segir Heimir Hallgrímsson, annar landsliðsþjálfara Íslands í fótbolta, um leikinn gegn Slóvakíu annað kvöld. Íslenska liðið er statt í Zilina þar sem það mætir heimamönnum í vináttuleik, fjórum dögum eftir að tapa fyrir Póllandi, 4-2, í Varsjá.Sjá einnig:Aron Einar verður ekki með gegn Slóvakíu Slóvakar, eins og Pólland og Ísland, slógu í gegn í undankeppninni og komust beint á EM í Frakklandi. Þeirra helstu stjörnur verða þó ekki með á morgun. Bæði Marek Hamsik og Martin Skrtel verða fjarri góðu gamni. „Slóvakar leggja meira upp úr sterkum varnarleik og skyndisóknum. Það verður erfiðara að opna þá heldur en Pólverjana sem okkur tókst að opna mjög oft. Þar fengum við mörg fín og opin færin,“ segir Heimir.Lars Lagerbäck og Heimir Hallgrímsson eru að reyna að stækka íslenska hópinn.vísir/adam jasztrebowskiFórnarkostnaður Landsliðsþjálfarinn fagnar því að fá leiki við svona sterk lið, en það gerir mikið fyrir nýju mennina og þá sem hafa spilað minna að fá sénsinn gegn svona sterkum þjóðum. „Við erum að spila á móti þjóðum sem slógu í gegn í undankeppninni. Það er þvílíkt fár í Póllandi og Slóvakar voru nánast búnir að tryggja sér sæti á EM eftir sex leiki sem þeir unnu alla. Það er kærkomið að fá svona æfingaleiki til að prófa nýja menn. Við erum samt ekkert að setja ellefu nýliða inn í einu á móti svona liðum,“ segir Heimir.Sjá einnig:Einnar mínútu þögn á æfingu strákanna vegna hryðjuverkanna í París Fyrri hálfleikurinn gegn Póllandi var góður en eftir hann var íslenska liðið 1-0 yfir. Í seinni hálfleik fengu fleiri að spila sem hafa lítið komið við sögu og fór þá að slitna á milli í íslenska liðinu. „Þetta er bara fórnarkostnaður fyrir að gefa mönnum tækifæri. Það hoppar enginn tilbúinn inn í sinn fyrsta landsleik en einhverntíma verða menn að fá tækifæri og við teljum að þetta sé rétti tíminn,“ segir Heimir. „Það tekur tíma fyrir nýja menn að koma inn í skiplagið hjá okkur. Hluti af tilgangnum með þessum leikjum er einmitt að fá fleiri inn í þetta og stækka hópinn þannig að við töpum ekki leikjum ef við missum einn eða tvo leikmenn út,“ segir Heimir Hallgrímsson. EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Heimir: Vildi mæta sterkasta liði Slóvaka Hvorki Marek Hamsik né Martin Skrtel verða með slóvakíska landsliðinu í vináttuleiknum gegn Íslandi annað kvöld. 16. nóvember 2015 10:30 Kolbeinn: Ætlum okkur eins langt og hægt er á EM Framherjinn fór út af meiddur gegn Póllandi en verður líklega með gegn Slóvakíu á morgun. 16. nóvember 2015 11:00 Mest lesið Bjórinn gefins og Reykjavíkurborg standi í vegi fyrir Víkingum Fótbolti Landsliðskonan á von á barni Fótbolti Lögreglan hafi mætt og stöðvað bjórsölu: „Væntanlega til að bjarga mannslífum“ Fótbolti Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Enski boltinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Formúla 1 „Þetta er næstum því of gott til þess að vera satt“ Sport „Það er spurning fyrir stjórnina“ Sport Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Íslenski boltinn Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið Handbolti Þriðja tapið í röð hjá Jóni og félögum Körfubolti Fleiri fréttir Landsliðskonan á von á barni Bjórinn gefins og Reykjavíkurborg standi í vegi fyrir Víkingum Lögreglan hafi mætt og stöðvað bjórsölu: „Væntanlega til að bjarga mannslífum“ Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Napoli á toppinn eftir sigur í toppslag „Framtíðin er björt hérna á Skaganum“ „Förum eitt skref til baka en tökum svo tvö fram á við“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Andri Lucas tryggði Blackburn þrjú stig í endurkomusigri Sunderland kom til baka gegn Chelsea og dramatík í Newcastle FH - Fram: 3-4 | Þrenna Sigurðar Bjarts dugði skammt Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Mikael kom Djurgården á bragðið í stórsigri Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Leikurinn mikilvægi verður í Akraneshöllinni Sjáðu mörkin í verstu byrjun Hamranna í hálfa öld Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? Messi skoraði tvö eftir að hafa fengið enn einn gullskóinn Afar stolt eftir tapið gegn Íslandi „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Freyr á erfitt með að lýsa ógleymanlegu kvöldi Leeds afgreiddi West Ham Uppgjörið: N-Írland - Ísland 0-2 | Varnarjaxlarnir tryggðu sigur Belgarnir hennar Betu fengu skell Byrjunarlið Íslands: Ein breyting frá lokaleiknum á EM en ekkert óvænt Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Lárus Orri framlengir á Skaganum Sænska ungstirnið klárt í El Clásico vegna meiðsla Raphinha Sjá meira
„Ef hægt er að marka einhverja greiningu verður þetta öðruvísi leikur,“ segir Heimir Hallgrímsson, annar landsliðsþjálfara Íslands í fótbolta, um leikinn gegn Slóvakíu annað kvöld. Íslenska liðið er statt í Zilina þar sem það mætir heimamönnum í vináttuleik, fjórum dögum eftir að tapa fyrir Póllandi, 4-2, í Varsjá.Sjá einnig:Aron Einar verður ekki með gegn Slóvakíu Slóvakar, eins og Pólland og Ísland, slógu í gegn í undankeppninni og komust beint á EM í Frakklandi. Þeirra helstu stjörnur verða þó ekki með á morgun. Bæði Marek Hamsik og Martin Skrtel verða fjarri góðu gamni. „Slóvakar leggja meira upp úr sterkum varnarleik og skyndisóknum. Það verður erfiðara að opna þá heldur en Pólverjana sem okkur tókst að opna mjög oft. Þar fengum við mörg fín og opin færin,“ segir Heimir.Lars Lagerbäck og Heimir Hallgrímsson eru að reyna að stækka íslenska hópinn.vísir/adam jasztrebowskiFórnarkostnaður Landsliðsþjálfarinn fagnar því að fá leiki við svona sterk lið, en það gerir mikið fyrir nýju mennina og þá sem hafa spilað minna að fá sénsinn gegn svona sterkum þjóðum. „Við erum að spila á móti þjóðum sem slógu í gegn í undankeppninni. Það er þvílíkt fár í Póllandi og Slóvakar voru nánast búnir að tryggja sér sæti á EM eftir sex leiki sem þeir unnu alla. Það er kærkomið að fá svona æfingaleiki til að prófa nýja menn. Við erum samt ekkert að setja ellefu nýliða inn í einu á móti svona liðum,“ segir Heimir.Sjá einnig:Einnar mínútu þögn á æfingu strákanna vegna hryðjuverkanna í París Fyrri hálfleikurinn gegn Póllandi var góður en eftir hann var íslenska liðið 1-0 yfir. Í seinni hálfleik fengu fleiri að spila sem hafa lítið komið við sögu og fór þá að slitna á milli í íslenska liðinu. „Þetta er bara fórnarkostnaður fyrir að gefa mönnum tækifæri. Það hoppar enginn tilbúinn inn í sinn fyrsta landsleik en einhverntíma verða menn að fá tækifæri og við teljum að þetta sé rétti tíminn,“ segir Heimir. „Það tekur tíma fyrir nýja menn að koma inn í skiplagið hjá okkur. Hluti af tilgangnum með þessum leikjum er einmitt að fá fleiri inn í þetta og stækka hópinn þannig að við töpum ekki leikjum ef við missum einn eða tvo leikmenn út,“ segir Heimir Hallgrímsson.
EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Heimir: Vildi mæta sterkasta liði Slóvaka Hvorki Marek Hamsik né Martin Skrtel verða með slóvakíska landsliðinu í vináttuleiknum gegn Íslandi annað kvöld. 16. nóvember 2015 10:30 Kolbeinn: Ætlum okkur eins langt og hægt er á EM Framherjinn fór út af meiddur gegn Póllandi en verður líklega með gegn Slóvakíu á morgun. 16. nóvember 2015 11:00 Mest lesið Bjórinn gefins og Reykjavíkurborg standi í vegi fyrir Víkingum Fótbolti Landsliðskonan á von á barni Fótbolti Lögreglan hafi mætt og stöðvað bjórsölu: „Væntanlega til að bjarga mannslífum“ Fótbolti Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Enski boltinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Formúla 1 „Þetta er næstum því of gott til þess að vera satt“ Sport „Það er spurning fyrir stjórnina“ Sport Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Íslenski boltinn Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið Handbolti Þriðja tapið í röð hjá Jóni og félögum Körfubolti Fleiri fréttir Landsliðskonan á von á barni Bjórinn gefins og Reykjavíkurborg standi í vegi fyrir Víkingum Lögreglan hafi mætt og stöðvað bjórsölu: „Væntanlega til að bjarga mannslífum“ Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Napoli á toppinn eftir sigur í toppslag „Framtíðin er björt hérna á Skaganum“ „Förum eitt skref til baka en tökum svo tvö fram á við“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Andri Lucas tryggði Blackburn þrjú stig í endurkomusigri Sunderland kom til baka gegn Chelsea og dramatík í Newcastle FH - Fram: 3-4 | Þrenna Sigurðar Bjarts dugði skammt Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Mikael kom Djurgården á bragðið í stórsigri Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Leikurinn mikilvægi verður í Akraneshöllinni Sjáðu mörkin í verstu byrjun Hamranna í hálfa öld Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? Messi skoraði tvö eftir að hafa fengið enn einn gullskóinn Afar stolt eftir tapið gegn Íslandi „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Freyr á erfitt með að lýsa ógleymanlegu kvöldi Leeds afgreiddi West Ham Uppgjörið: N-Írland - Ísland 0-2 | Varnarjaxlarnir tryggðu sigur Belgarnir hennar Betu fengu skell Byrjunarlið Íslands: Ein breyting frá lokaleiknum á EM en ekkert óvænt Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Lárus Orri framlengir á Skaganum Sænska ungstirnið klárt í El Clásico vegna meiðsla Raphinha Sjá meira
Heimir: Vildi mæta sterkasta liði Slóvaka Hvorki Marek Hamsik né Martin Skrtel verða með slóvakíska landsliðinu í vináttuleiknum gegn Íslandi annað kvöld. 16. nóvember 2015 10:30
Kolbeinn: Ætlum okkur eins langt og hægt er á EM Framherjinn fór út af meiddur gegn Póllandi en verður líklega með gegn Slóvakíu á morgun. 16. nóvember 2015 11:00