Eru bankarnir of stórir? Sæunn Gísladóttir skrifar 16. nóvember 2015 14:46 Ásgeir Jónsson dósent í hagfræði við Háskóla Íslands mun kryfja málið á hádegisverðarfundinum. Vísir/ÞÞ Undanfarin ár hefur umræða um samhliða rekstur fjárfestingabanka- og viðskiptabankastarfsemi verið viðvarandi í samfélaginu. Sennilega má þó marka nýtt upphaf hennar eftir bankahrunið þegar þáverandi efnahags og viðskiptaráðherra ræddi í fyrsta sinn, árið 2011, opinberlega um aðskilnaðinn í sambandi við breytingar á starfsheimildum innlánsstofnana. Þingmál þessa efnis hafa þónokkrum sinnum birst á vettvangi Alþingis í einni eða annarri mynd en hafa þó aldrei náð fram að ganga. Í september sl. lögðu svo átta þingmenn úr röðum stjórnarandstöðunnar fram tillögu til þingsályktunar um aðskilnað fjárfestingabanka- og viðskiptabankastarfsemi og er þetta málefni því enn einu sinni komið upp á borð Alþingis. Til að ræða þetta áhugaverða mál hefur Félag viðskiptafræðinga og hagfræðinga fengið Ásgeir Jónsson, dósent í hagfræði við Háskóla Íslands og efnahagsráðgjafa Virðingar, til liðs við sig til að kryfja málið á hádegisverðarfundi þann 17.nóvember nk. á Fosshóteli Reykjavík. Ásgeir mun hefja fundinn á erindi um bankakerfið, m.a. um kosti og galla aðskilnaðar á viðskipta- og fjárfestingarbankastarfsemi. Að erindinu loknu verða pallborðsumræður þar sem aðilar úr viðskiptalífinu og stjórnmálum munu bregðast við framsögu Ásgeirs og taka á efni fundarins frá ólíkum sjónarhólum. Leitast verður við að gefa fundargestum góða innsýn í efnið ásamt því að svara stóru spurningunni um það hvort aðskilja ætti viðskipta- og fjárfestingabankastarfsemi.Dagskrá fundarins:Guðrún Ragnarsdóttir, meðeigandi og ráðgjafi hjá Strategíu, opnar og stýrir fundinum og pallborðsumræðum.Er skilnaður til bóta? - Ásgeir Jónsson, dósent í hagfræði við Háskóla Íslands og efnahagsráðgjafi Virðingar, heldur erindi um bankakerfið. Pallborðsumræður:Tryggvi Pálsson – Stjórnarformaður LandsbankansFrosti Sigurjónsson – Formaður efnahags- og viðskiptanefndar AlþingisDr.Þóranna Jónsdóttir – Deildarforseti viðskiptadeildar HRHannes F. Hrólfsson - Forstjóri Virðingar Spurningar úr sal Fundurinn fer fram á Fosshótel Reykjavík, þriðjudaginn 17. nóvember, milli 12:00-13:05. Hér má skrá sig á fundinn. Alþingi Mest lesið Telja viðgerð geta tekið allt að ár Viðskipti innlent Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Viðskipti innlent Græða á tá og fingri á svikum og prettum Viðskipti erlent Samþykktu stærðarinnar launapakka Musks Viðskipti erlent Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Viðskipti innlent Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Viðskipti innlent Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Viðskipti innlent Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Viðskipti innlent Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Viðskipti innlent Steinunn frá UNICEF til Festu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Gengi Alvotech aldrei lægra Sjá meira
Undanfarin ár hefur umræða um samhliða rekstur fjárfestingabanka- og viðskiptabankastarfsemi verið viðvarandi í samfélaginu. Sennilega má þó marka nýtt upphaf hennar eftir bankahrunið þegar þáverandi efnahags og viðskiptaráðherra ræddi í fyrsta sinn, árið 2011, opinberlega um aðskilnaðinn í sambandi við breytingar á starfsheimildum innlánsstofnana. Þingmál þessa efnis hafa þónokkrum sinnum birst á vettvangi Alþingis í einni eða annarri mynd en hafa þó aldrei náð fram að ganga. Í september sl. lögðu svo átta þingmenn úr röðum stjórnarandstöðunnar fram tillögu til þingsályktunar um aðskilnað fjárfestingabanka- og viðskiptabankastarfsemi og er þetta málefni því enn einu sinni komið upp á borð Alþingis. Til að ræða þetta áhugaverða mál hefur Félag viðskiptafræðinga og hagfræðinga fengið Ásgeir Jónsson, dósent í hagfræði við Háskóla Íslands og efnahagsráðgjafa Virðingar, til liðs við sig til að kryfja málið á hádegisverðarfundi þann 17.nóvember nk. á Fosshóteli Reykjavík. Ásgeir mun hefja fundinn á erindi um bankakerfið, m.a. um kosti og galla aðskilnaðar á viðskipta- og fjárfestingarbankastarfsemi. Að erindinu loknu verða pallborðsumræður þar sem aðilar úr viðskiptalífinu og stjórnmálum munu bregðast við framsögu Ásgeirs og taka á efni fundarins frá ólíkum sjónarhólum. Leitast verður við að gefa fundargestum góða innsýn í efnið ásamt því að svara stóru spurningunni um það hvort aðskilja ætti viðskipta- og fjárfestingabankastarfsemi.Dagskrá fundarins:Guðrún Ragnarsdóttir, meðeigandi og ráðgjafi hjá Strategíu, opnar og stýrir fundinum og pallborðsumræðum.Er skilnaður til bóta? - Ásgeir Jónsson, dósent í hagfræði við Háskóla Íslands og efnahagsráðgjafi Virðingar, heldur erindi um bankakerfið. Pallborðsumræður:Tryggvi Pálsson – Stjórnarformaður LandsbankansFrosti Sigurjónsson – Formaður efnahags- og viðskiptanefndar AlþingisDr.Þóranna Jónsdóttir – Deildarforseti viðskiptadeildar HRHannes F. Hrólfsson - Forstjóri Virðingar Spurningar úr sal Fundurinn fer fram á Fosshótel Reykjavík, þriðjudaginn 17. nóvember, milli 12:00-13:05. Hér má skrá sig á fundinn.
Alþingi Mest lesið Telja viðgerð geta tekið allt að ár Viðskipti innlent Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Viðskipti innlent Græða á tá og fingri á svikum og prettum Viðskipti erlent Samþykktu stærðarinnar launapakka Musks Viðskipti erlent Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Viðskipti innlent Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Viðskipti innlent Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Viðskipti innlent Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Viðskipti innlent Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Viðskipti innlent Steinunn frá UNICEF til Festu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Gengi Alvotech aldrei lægra Sjá meira