Ætluðu að skella sér út að borða Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 13. nóvember 2015 23:39 Róbert spilar handbolta með Paris Saint-Germain. Hann og Svala búa ásamt börnum sínum í París. „Ég er búin að bíða eftir því síðasta klukkutímann að vinir mínir sem voru í 11. hverfi komi heim. Ég var rétt í þessu að fá staðfestingu frá þeim síðasta. Þau eru öll komin heim en einn þeirra var 20 metra frá skotárásinni á veitingastaðnum,“ segir Svala Sigurðardóttir en hún og maður hennar, Róbert Gunnarsson handboltamaður, búa í París.Vísir færir stöðugt fréttir af ástandinu í París, sjá hér.Litlu munaði að Svala og Róbert hefðu farið út að borða á umræddum veitingastað þar sem að minnsta kosti ellefu létust í skotárás. „Ég var í bænum og hef lengi langað að fara út að borða á þessum stað. Ég var að spá í að hringja í Robba og biðja hann um að hitta mig en svo nennti ég því ekki,“ segir Svala en öll fjölskyldan var heima á meðan árásirnar voru gerðar. „Robbi var að spá í að skella sér á leikinn og við höfum farið á tónleikastaðinn. Þetta eru staðir sem venjulegt fólk fer á. Við erum ekki að tala um trúarlega staði eða staði sem frægt fólk stundar. Ég hefði getað verið á öllum þessum stöðum.“ Svala og Róbert búa ásamt þremur börnum sínum í 16. hverfi Parísar. Þau hafa búið í París í þrjú ár en Róbert spilar með handboltaliðinu Paris Saint-Germain. Í hverfinu þeirra er fjöldi sendiráða. „Maður hefði alveg eins gert ráð fyrir að árásir yrðu gerðar á þetta hverfi. En það er ekki hálfur maður úti á götu núna enda er útgöngubann.“ Svala segir tvo vini vinkonu hennar vera á tónleikastaðnum þar sem gíslaaftaka fer fram. „Það næst ekki í þá. Þetta er eins og að vera staddur í hræðilegri kvikmynd þar sem maður er þátttakandi.“ Hryðjuverk í París Mest lesið Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Gróður farinn að grænka fyrir norðan Innlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Fleiri fréttir Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmangsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Sjá meira
„Ég er búin að bíða eftir því síðasta klukkutímann að vinir mínir sem voru í 11. hverfi komi heim. Ég var rétt í þessu að fá staðfestingu frá þeim síðasta. Þau eru öll komin heim en einn þeirra var 20 metra frá skotárásinni á veitingastaðnum,“ segir Svala Sigurðardóttir en hún og maður hennar, Róbert Gunnarsson handboltamaður, búa í París.Vísir færir stöðugt fréttir af ástandinu í París, sjá hér.Litlu munaði að Svala og Róbert hefðu farið út að borða á umræddum veitingastað þar sem að minnsta kosti ellefu létust í skotárás. „Ég var í bænum og hef lengi langað að fara út að borða á þessum stað. Ég var að spá í að hringja í Robba og biðja hann um að hitta mig en svo nennti ég því ekki,“ segir Svala en öll fjölskyldan var heima á meðan árásirnar voru gerðar. „Robbi var að spá í að skella sér á leikinn og við höfum farið á tónleikastaðinn. Þetta eru staðir sem venjulegt fólk fer á. Við erum ekki að tala um trúarlega staði eða staði sem frægt fólk stundar. Ég hefði getað verið á öllum þessum stöðum.“ Svala og Róbert búa ásamt þremur börnum sínum í 16. hverfi Parísar. Þau hafa búið í París í þrjú ár en Róbert spilar með handboltaliðinu Paris Saint-Germain. Í hverfinu þeirra er fjöldi sendiráða. „Maður hefði alveg eins gert ráð fyrir að árásir yrðu gerðar á þetta hverfi. En það er ekki hálfur maður úti á götu núna enda er útgöngubann.“ Svala segir tvo vini vinkonu hennar vera á tónleikastaðnum þar sem gíslaaftaka fer fram. „Það næst ekki í þá. Þetta er eins og að vera staddur í hræðilegri kvikmynd þar sem maður er þátttakandi.“
Hryðjuverk í París Mest lesið Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Gróður farinn að grænka fyrir norðan Innlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Fleiri fréttir Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmangsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Sjá meira