Pólland fór illa með Ísland í vináttulandsleik þjóðanna í kvöld. Strákarnir okkar voru með forystuna í hálfleik en töpuðu að lokum, 4-2.
Gylfi Þór Sigurðsson og Alfreð Finnbogason skoruðu mörk Íslands í leiknum en Kamil Grosicki, Bartosz Kapustka og Robert Lewandowski sem skoraði tvö sáu um markaskorun Pólverja.
Þetta var fyrsti æfingaleikur strákanna okkar fyrir EM í Frakklandi næsta sumar en næsti leikur verður gegn Slóvakíu ytra á þriðjudaginn.
Adam Jastrzebowski var okkar maður í Varsjá í kvöld og hann tók meðfylgjandi myndir.
Erfitt kvöld í Varsjá | Myndir

Tengdar fréttir

Sjáðu magnaða vítaspyrnu Gylfa
Gylfi Þór Sigurðsson skoraði frábært mark úr vítaspyrnu í vináttulandsleiknum í Póllandi.

Umfjöllun: Pólland - Ísland 4-2 | Hrun í síðari hálfleik
Ísland tapaði 4-2 gegn Póllandi í vináttulandsleik, en leikið var í Varsjá í Póllandi í kvöld. Ísland leiddi 1-0 í hálfleik, en í síðari hálfleik fengu okkar menn fjögur mörk á sig.