Dagur Sigurðsson, landsliðsþjálfari Þýskalands, er búinn að afskrifa tvö af lykilmönnum þýska landsliðsins fyrir EM í janúar.
Það eru skyttan Paul Drux og línutröllið Patrick Wiencek. Báðir eru alvarlega meiddir og verða ekki klárir í slaginn í janúar.
Aftur á móti eru líkur á því að Henrik Pekeler verði orðinn góður fyrir mót.
„Drux kemur ekki til baka fyrr en í febrúar eða mars. Pekeler ætti þó að hafa náð sér," sagði Dagur en það verður söknuður af þessum sterku leikmönnum.
Án þessara manna náði Þýskaland samt að vinna fjögurra þjóða æfingamót um síðustu helgi.
Dagur án tveggja sterkra á EM
Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Mest lesið

„Getum gengið stoltar frá borði“
Handbolti

Aron og Bjarki Már gerðu sitt í París
Handbolti

Magnaður Sigvaldi sökkti Magdeburg
Handbolti

Hamrarnir héldu Refunum í fallsæti
Enski boltinn



„Settum í sjötta gír í seinni hálfleik“
Handbolti

Bologna kom til baka gegn AC Milan
Fótbolti

