Körfubolti

Fisher klagaði í lögguna og NBA-deildina

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Barnes og Fisher er þeir léku saman með Lakers.
Barnes og Fisher er þeir léku saman með Lakers. vísir/epa
Matt Barnes er ekki ánægður með það hvernig Derek Fisher höndlaði deilu þeirra vegna fyrrverandi eiginkonu Barnes.

Málið er þannig vaxið að Barnes frétti að Fisher væri að slá sér upp með fyrrum eiginkonu hans. Hann keyrði um langan veg heim til hennar þar sem hún var með gleðskap. Hann reifst við Fisher og þeir slógust síðan. Lögreglan var kölluð á svæðið.

„Við erum tveir fullorðnir menn og eigum að geta leyst málin sem slíkir. Hann vildi aftur á móti hlaupa til löggunnar og klaga í hana sem og NBA-deildina," sagði Barnes ósáttur en hann er leikmaður Memphis Grizzlies en Fisher þjálfari NY Knicks. NBA-deildin er að skoða málið og ekki enn ljóst hvort hún bregst við af einhverju leyti.

Barnes vill ekki meina að hann hafi verið afbrýðissamur og þess vegna rokið í Fisher. Hann segir syni sína hafa sent sér sms þar sem þeir hafi haft áhyggjur af því að mamma þeirra væri með öðrum manni.

Það er mikið búið að gera grín að Barnes eftir þetta og áhorfendur andstæðinga Memphis syngja iðulega nafn Fisher er Barnes mætir í heimsókn.

Barnes og Fisher léku saman með LA Lakers frá 2010 til 2012. Lið þeirra mætast þann 16. janúar næstkomandi.

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×