Augnapot kostaði 42 milljónir | Myndband Tómas Þór Þórðarson skrifar 10. nóvember 2015 09:00 Aqib Talib getur stundum farið fram úr sér þó góður leikmaður sé. vísir/getty Aqib Talib, bakvörður Denver Broncos í NFL-deildinni í amerískum fótbolta, gerði einn heimskulegasta hlut sem sést hefur í íþróttaheiminum á þessu ári á sunnudaginn. Þegar Denver mátti alls ekki við því að fá á sig víti undir lok leiksins gegn Indianapolis Colts í sjónvarpsleik helgarinnar á Stöð 2 Sport á sunnudaginn tók Talib upp á því að pota í augað á mótherja sínum. Denver kom inn í leikinn sem eitt af fjórum ósigruðum liðum deildarinnar, en með hjálp Talib tókst Indianapolis að verða fyrsta liðið til að fella Peyton Manning og félaga. Vonn Miller, samherji Talibs, og Dwayne Allen, leikmaður Colts, áttu í smá orðaskiptum eins og gerist og gengur í NFL. Talib ákvað þó að blanda sér í leikinn og pota þéttingsfast í augað á Allen. Fyrir það fékk hann auðvitað stórt víti sem fór langt með að tryggja Colts sigurinn. Ótrúlegt en satt var Talib þó ekki sparkað út úr húsinu. Aganefnd NFL er búin að ákveða að Talib fær eins leiks bann fyrir augnapotið og því verður hann sektaður um laun fyrir einn leik. Frá þessu greinir ESPN. Augnapotið kostar hann því 42 milljónir króna sem er sú upphæð sem hann fær fyrir hvern leik miðað við 654 milljóna króna grunnlaun. Talib er nefnilega einn besti varnarmaður deildarinnar og á risasamningi hjá Denver Broncos. „Þeir hafa fullan rétt á að refsa mér og mér finnst ég eiga skilið þessa refsingu. Ég ætlaði ekki að pota í augað á honum eins og þið sjáið. Þetta var óviljaverk,“ sagði Talib við fréttamenn inn í búningsklefa eftir leikinn. Óviljaverk? Hér má sjá það helsta úr leiknum en atvikið sem um ræðir kemur eftir fjórar mínútur. NFL Tengdar fréttir Kærði NFL-stjörnu fyrir að stela fána Einn besti leikmaður NFL-deildarinnar reif niður fána andstæðinganna í gær og lét sig hverfa með fánann. 9. nóvember 2015 23:15 Peyton kvaddi gamla heimavöllinn með tapi Það eru enn þrjú ósigruð lið í NFL-deildinni eftir leiki helgarinnar. 9. nóvember 2015 11:00 Mest lesið Tillögu Aþenu vantaði þrjú prósent til að vera tekin fyrir: Gengu út af KKÍ þinginu Körfubolti Hafþór Júlíus keppir á móti í Síberíu Sport Sjónvarpsbannið í enska boltanum pirrar prinsinn Enski boltinn Stórefast um framtíð íslenska körfuboltans ef ekkert verði gert Körfubolti Sjáðu Körfuknattleiksþingið í beinni Körfubolti Englendingar gætu verið með sjö lið í Meistaradeildinni á næstu leiktíð Enski boltinn Greint frá ósæmilegri hegðun í aðdraganda þings KKÍ Körfubolti Skoraði Messi þá ólöglegt mark í úrslitaleik HM í Katar? Fótbolti „Hefur verið draumur minn síðan ég var lítill“ Handbolti Liðsfélaga landsliðsfyrirliðans var ekki hleypt inn í landið Fótbolti Fleiri fréttir Chelsea vann enska deildabikarinn á sjálfsmarki Lífsnauðsynlegur sigur hjá Íslendingaliði Düsseldorf Snorri Steinn um Hauk: Mér finnst hann hafa valið rétt Tillögu Aþenu vantaði þrjú prósent til að vera tekin fyrir: Gengu út af KKÍ þinginu Guardiola: „Ég hlusta á allt sem fólk segir um mig, passið ykkur“ Sjónvarpsbannið í enska boltanum pirrar prinsinn „Viljum klára það eins fljótt og hægt er“ Sjáðu Körfuknattleiksþingið í beinni Aron verður heldur ekki með í dag Justin Thomas jafnaði vallarmetið á öðrum degi Players Skoraði Messi þá ólöglegt mark í úrslitaleik HM í Katar? Stórefast um framtíð íslenska körfuboltans ef ekkert verði gert Guðrún Karítas bætti tvö met tvisvar á sama kvöldinu Liðsfélaga landsliðsfyrirliðans var ekki hleypt inn í landið McLaren með tvo fremstu menn á ráspól í fyrstu keppni ársins Hafþór Júlíus keppir á móti í Síberíu „Hefur verið draumur minn síðan ég var lítill“ Dagskráin: Fótbolti, hestar og NBA í dag og kvöld en formúla í nótt Englendingar gætu verið með sjö lið í Meistaradeildinni á næstu leiktíð „Að fá að gera þetta alla daga er draumur“ Uppgjör: ÍR-Höttur 84-83 | ÍR-ingar björguðu sér á síðustu stundu Víkingskonur síðasta liðið í undanúrslitin „Ég er ánægður en á sama tíma er ég brjálaður“ „Vorum með bakið upp við vegg og urðum að vinna“ Neymar snýr ekki aftur í brasilíska landsliðið Uppgjörið: Keflavík-Stjarnan 107-98 | Keflvíkingar eiga enn von Eyþór afgreiddi gömlu félagana í KR með sigurmarki í blálokin Sara Björk og félagar hoppuðu upp í þriðja sætið Liverpool liðin fengu stóru mánaðarverðlaunin í enska Síðustu miðarnir ruku út og uppselt í Laugardalshöllina á morgun Sjá meira
Aqib Talib, bakvörður Denver Broncos í NFL-deildinni í amerískum fótbolta, gerði einn heimskulegasta hlut sem sést hefur í íþróttaheiminum á þessu ári á sunnudaginn. Þegar Denver mátti alls ekki við því að fá á sig víti undir lok leiksins gegn Indianapolis Colts í sjónvarpsleik helgarinnar á Stöð 2 Sport á sunnudaginn tók Talib upp á því að pota í augað á mótherja sínum. Denver kom inn í leikinn sem eitt af fjórum ósigruðum liðum deildarinnar, en með hjálp Talib tókst Indianapolis að verða fyrsta liðið til að fella Peyton Manning og félaga. Vonn Miller, samherji Talibs, og Dwayne Allen, leikmaður Colts, áttu í smá orðaskiptum eins og gerist og gengur í NFL. Talib ákvað þó að blanda sér í leikinn og pota þéttingsfast í augað á Allen. Fyrir það fékk hann auðvitað stórt víti sem fór langt með að tryggja Colts sigurinn. Ótrúlegt en satt var Talib þó ekki sparkað út úr húsinu. Aganefnd NFL er búin að ákveða að Talib fær eins leiks bann fyrir augnapotið og því verður hann sektaður um laun fyrir einn leik. Frá þessu greinir ESPN. Augnapotið kostar hann því 42 milljónir króna sem er sú upphæð sem hann fær fyrir hvern leik miðað við 654 milljóna króna grunnlaun. Talib er nefnilega einn besti varnarmaður deildarinnar og á risasamningi hjá Denver Broncos. „Þeir hafa fullan rétt á að refsa mér og mér finnst ég eiga skilið þessa refsingu. Ég ætlaði ekki að pota í augað á honum eins og þið sjáið. Þetta var óviljaverk,“ sagði Talib við fréttamenn inn í búningsklefa eftir leikinn. Óviljaverk? Hér má sjá það helsta úr leiknum en atvikið sem um ræðir kemur eftir fjórar mínútur.
NFL Tengdar fréttir Kærði NFL-stjörnu fyrir að stela fána Einn besti leikmaður NFL-deildarinnar reif niður fána andstæðinganna í gær og lét sig hverfa með fánann. 9. nóvember 2015 23:15 Peyton kvaddi gamla heimavöllinn með tapi Það eru enn þrjú ósigruð lið í NFL-deildinni eftir leiki helgarinnar. 9. nóvember 2015 11:00 Mest lesið Tillögu Aþenu vantaði þrjú prósent til að vera tekin fyrir: Gengu út af KKÍ þinginu Körfubolti Hafþór Júlíus keppir á móti í Síberíu Sport Sjónvarpsbannið í enska boltanum pirrar prinsinn Enski boltinn Stórefast um framtíð íslenska körfuboltans ef ekkert verði gert Körfubolti Sjáðu Körfuknattleiksþingið í beinni Körfubolti Englendingar gætu verið með sjö lið í Meistaradeildinni á næstu leiktíð Enski boltinn Greint frá ósæmilegri hegðun í aðdraganda þings KKÍ Körfubolti Skoraði Messi þá ólöglegt mark í úrslitaleik HM í Katar? Fótbolti „Hefur verið draumur minn síðan ég var lítill“ Handbolti Liðsfélaga landsliðsfyrirliðans var ekki hleypt inn í landið Fótbolti Fleiri fréttir Chelsea vann enska deildabikarinn á sjálfsmarki Lífsnauðsynlegur sigur hjá Íslendingaliði Düsseldorf Snorri Steinn um Hauk: Mér finnst hann hafa valið rétt Tillögu Aþenu vantaði þrjú prósent til að vera tekin fyrir: Gengu út af KKÍ þinginu Guardiola: „Ég hlusta á allt sem fólk segir um mig, passið ykkur“ Sjónvarpsbannið í enska boltanum pirrar prinsinn „Viljum klára það eins fljótt og hægt er“ Sjáðu Körfuknattleiksþingið í beinni Aron verður heldur ekki með í dag Justin Thomas jafnaði vallarmetið á öðrum degi Players Skoraði Messi þá ólöglegt mark í úrslitaleik HM í Katar? Stórefast um framtíð íslenska körfuboltans ef ekkert verði gert Guðrún Karítas bætti tvö met tvisvar á sama kvöldinu Liðsfélaga landsliðsfyrirliðans var ekki hleypt inn í landið McLaren með tvo fremstu menn á ráspól í fyrstu keppni ársins Hafþór Júlíus keppir á móti í Síberíu „Hefur verið draumur minn síðan ég var lítill“ Dagskráin: Fótbolti, hestar og NBA í dag og kvöld en formúla í nótt Englendingar gætu verið með sjö lið í Meistaradeildinni á næstu leiktíð „Að fá að gera þetta alla daga er draumur“ Uppgjör: ÍR-Höttur 84-83 | ÍR-ingar björguðu sér á síðustu stundu Víkingskonur síðasta liðið í undanúrslitin „Ég er ánægður en á sama tíma er ég brjálaður“ „Vorum með bakið upp við vegg og urðum að vinna“ Neymar snýr ekki aftur í brasilíska landsliðið Uppgjörið: Keflavík-Stjarnan 107-98 | Keflvíkingar eiga enn von Eyþór afgreiddi gömlu félagana í KR með sigurmarki í blálokin Sara Björk og félagar hoppuðu upp í þriðja sætið Liverpool liðin fengu stóru mánaðarverðlaunin í enska Síðustu miðarnir ruku út og uppselt í Laugardalshöllina á morgun Sjá meira
Kærði NFL-stjörnu fyrir að stela fána Einn besti leikmaður NFL-deildarinnar reif niður fána andstæðinganna í gær og lét sig hverfa með fánann. 9. nóvember 2015 23:15
Peyton kvaddi gamla heimavöllinn með tapi Það eru enn þrjú ósigruð lið í NFL-deildinni eftir leiki helgarinnar. 9. nóvember 2015 11:00