Opnari samfélagsumræða vegna árásarinnar í Útey Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 29. nóvember 2015 20:43 Samfélagsumræðan er opnari í Noregi eftir hryðjuverkaárásirnar í Útey og fleiri nýta sér rétt sinn til að tjá sig. Þetta segir ein þeirra sem lifði árásirnar af en nú rúmum fjórum árum eftir þær er hún varaborgarstjóri í Osló. Khamshajiny Gunaratnam, eða Khamzy, er varaborgarstjóri Oslóar. Hún kom hingað til lands til að afhenda Reykvíkingum formlega Oslóartréð i í dag. Áður en hún gerði það kom hún við í minningarlundi um fórnarlömb hryðjuverkaárásarinnar í Útey við Norræna húsið. Sjálf var hún stödd í Útey 22. júlí 2011, þá 23 ára, þegar Breivik myrti þar fjölda ungmenna sem voru í sumarbúðum ungliðahreyfingar verkamannaflokksins í eyjunni. Hún segir minningarlundi eins og þann sem er við Norræna húsið skipta máli. „Þetta er mjög hjartnæmt, þetta er tákn um tengslin á milli Noregs og Íslands, á milli Oslóar og Reykjavíkur. Þetta var hryðjuverkaárás sem varð 77 manns að bana og trén hérna eru tákn fyrir hvert mannslíf,“ segir Khamzy. „Ég fór að starfa í stjórnmálum eftir þetta og það er mikilvægt fyrir okkur að sýna að það eru mannslíf í húfi að við fáum betra samfélag þar sem enginn fellur frá.“ Hún segir áhrif voðaverkanna sjást hvað best á samfélagsumræðunni í Noregi sem sé opnari nú en áður. „Ég held að fleiri nýti sér tjáningarfrelsið, fleiri taka þátt í samfélaginu og þetta er mikilvægt og gott merki og ég er ótrúlega stolt af norska samfélaginu.“ Khamzy segir marga af þeim sem voru í Útey taka þátt í stjórnmálum í dag. „Við viljum gera breytingar, við viljum skipta máli. Stjórnmálin eru mikilvægari en nokkru sinni fyrr.“ Þá segir hún reglulegar fréttir sem berast af Breivik úr fangelsinu hafa lítil áhrif á sig í dag. „Ég hef mikla trú á tjáningarfrelsinu, ég trúi ekki á ritskoðun. Breivik er í fangelsi, við erum úti og við höfum frelsið og það er mikilvægara fyrir mig.“ Hryðjuverk í Útey Noregur Mest lesið Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Innlent Fleiri fréttir Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Sjá meira
Samfélagsumræðan er opnari í Noregi eftir hryðjuverkaárásirnar í Útey og fleiri nýta sér rétt sinn til að tjá sig. Þetta segir ein þeirra sem lifði árásirnar af en nú rúmum fjórum árum eftir þær er hún varaborgarstjóri í Osló. Khamshajiny Gunaratnam, eða Khamzy, er varaborgarstjóri Oslóar. Hún kom hingað til lands til að afhenda Reykvíkingum formlega Oslóartréð i í dag. Áður en hún gerði það kom hún við í minningarlundi um fórnarlömb hryðjuverkaárásarinnar í Útey við Norræna húsið. Sjálf var hún stödd í Útey 22. júlí 2011, þá 23 ára, þegar Breivik myrti þar fjölda ungmenna sem voru í sumarbúðum ungliðahreyfingar verkamannaflokksins í eyjunni. Hún segir minningarlundi eins og þann sem er við Norræna húsið skipta máli. „Þetta er mjög hjartnæmt, þetta er tákn um tengslin á milli Noregs og Íslands, á milli Oslóar og Reykjavíkur. Þetta var hryðjuverkaárás sem varð 77 manns að bana og trén hérna eru tákn fyrir hvert mannslíf,“ segir Khamzy. „Ég fór að starfa í stjórnmálum eftir þetta og það er mikilvægt fyrir okkur að sýna að það eru mannslíf í húfi að við fáum betra samfélag þar sem enginn fellur frá.“ Hún segir áhrif voðaverkanna sjást hvað best á samfélagsumræðunni í Noregi sem sé opnari nú en áður. „Ég held að fleiri nýti sér tjáningarfrelsið, fleiri taka þátt í samfélaginu og þetta er mikilvægt og gott merki og ég er ótrúlega stolt af norska samfélaginu.“ Khamzy segir marga af þeim sem voru í Útey taka þátt í stjórnmálum í dag. „Við viljum gera breytingar, við viljum skipta máli. Stjórnmálin eru mikilvægari en nokkru sinni fyrr.“ Þá segir hún reglulegar fréttir sem berast af Breivik úr fangelsinu hafa lítil áhrif á sig í dag. „Ég hef mikla trú á tjáningarfrelsinu, ég trúi ekki á ritskoðun. Breivik er í fangelsi, við erum úti og við höfum frelsið og það er mikilvægara fyrir mig.“
Hryðjuverk í Útey Noregur Mest lesið Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Innlent Fleiri fréttir Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Sjá meira