Loftslagsgangan þrýstir á um róttækar aðgerðir í loftlagsmálum Heimir Már Pétursson skrifar 29. nóvember 2015 20:15 Fjölmörg samtök sem stóðu fyrir loftlagsgöngu í Reykjavík í dag þrýsta á að íslensk stjórnvöld gangi lengra í loftslagsmálum en gert er ráð fyrir í því umboði sem samninganefnd Íslands fer með á loftlagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í París. Fólk kom saman í fimmtán hundruð borgum heimsins í dag til að brýna þjóðarleiðtoga heimsins sem hittast í París á morgun til aðgerða í loftslagsmálum og Reykjavík var þar engin undantekning. Það var táknrænt að fólk safnaðist saman við söluturninn Drekann í Þingholtunum, eða á drekasvæðinu eins og skipuleggjendur göngunnar kölluðu það. þaðan var gengið upp Kárastíg og niður Skólavörðustíg að Lækjartorgi. Hópurinn vill að íslenska sendinefndin gangi lengra en gert er ráð fyrir í markmiðum íslensku sendinefndarinnar, að sögn Hildar Knútsdóttur verkefnisstjóra hjá Náttúruverndarsamtökum Íslands. „Það eru þrjár megin kröfur. Að Ísland dragi úr losun um 40 prósent fyrir 2030 og að Ísland stefni að kolefnisleysi fyrir 2050. Síðan að ekki verði leitað að olíu á Drekasvæðinuog við höldum á svörtum dreka til að minna á það. Vegna þess að það samræmist ekki að draga úr losun og ætla svo að leita að meiri olíu til að brenna,“ segir Hildur. Meiri vonir séu bundnar við Parísar ráðstefnuna en Kaupmannahafnarráðstefnunnar fyrir sex árum. „Já, það má náttúrlega ekki tapa voninni vegna þess að þá fyrst er baráttan töpuð. Það er rosalega margt búið að gerast. Það voru allir mjög svektir eftir ráðstefnuna í Kaupmannahöfn og héldu að þetta væri bara búið. En núna virðist alla vega vera kominn vilji til að ná samningum,“ segir Hildur. Ein afdrifaríkustu áhrif hlýnunar jarðar hér á landi er súrnun sjávar sem getur haft gríðarlega skaðleg áhrif á allt lífríkið. Hrönn Egilsdóttir doktorsnemi er sérfræðingur í þeim málum. Þegar hún ávarpaði fundinn á Lækjartorgi sagði hún litla sögu sem hófst með jarðeldsneytisveislu sem byrjaði í heiminum upp úr 1950. „Á endanum sammæltust flestir í veilsunni um að jarðeldsneytis partýið hefði verið fínt framan afen væri orðið ömurlegt. Það var nefninlega verið að tala um nýtt partý. Partý þar sem hollari orkugjafar væru á boðstólnum. Sólarepli, vindorkustangir, vatnsorkustyrkir. Þetta hljómaði æðislega,“ sagði Hrönn Egilsdóttir.Ernir Eyjólfsson, ljósmyndari Fréttablaðsins og Vísis, fór í gönguna og tók þessar myndir af þeim sem þar voru. Loftslagsmál Mest lesið Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Innlent Ákærður fyrir fjórar nauðganir Erlent Fleiri fréttir Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Sjá meira
Fjölmörg samtök sem stóðu fyrir loftlagsgöngu í Reykjavík í dag þrýsta á að íslensk stjórnvöld gangi lengra í loftslagsmálum en gert er ráð fyrir í því umboði sem samninganefnd Íslands fer með á loftlagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í París. Fólk kom saman í fimmtán hundruð borgum heimsins í dag til að brýna þjóðarleiðtoga heimsins sem hittast í París á morgun til aðgerða í loftslagsmálum og Reykjavík var þar engin undantekning. Það var táknrænt að fólk safnaðist saman við söluturninn Drekann í Þingholtunum, eða á drekasvæðinu eins og skipuleggjendur göngunnar kölluðu það. þaðan var gengið upp Kárastíg og niður Skólavörðustíg að Lækjartorgi. Hópurinn vill að íslenska sendinefndin gangi lengra en gert er ráð fyrir í markmiðum íslensku sendinefndarinnar, að sögn Hildar Knútsdóttur verkefnisstjóra hjá Náttúruverndarsamtökum Íslands. „Það eru þrjár megin kröfur. Að Ísland dragi úr losun um 40 prósent fyrir 2030 og að Ísland stefni að kolefnisleysi fyrir 2050. Síðan að ekki verði leitað að olíu á Drekasvæðinuog við höldum á svörtum dreka til að minna á það. Vegna þess að það samræmist ekki að draga úr losun og ætla svo að leita að meiri olíu til að brenna,“ segir Hildur. Meiri vonir séu bundnar við Parísar ráðstefnuna en Kaupmannahafnarráðstefnunnar fyrir sex árum. „Já, það má náttúrlega ekki tapa voninni vegna þess að þá fyrst er baráttan töpuð. Það er rosalega margt búið að gerast. Það voru allir mjög svektir eftir ráðstefnuna í Kaupmannahöfn og héldu að þetta væri bara búið. En núna virðist alla vega vera kominn vilji til að ná samningum,“ segir Hildur. Ein afdrifaríkustu áhrif hlýnunar jarðar hér á landi er súrnun sjávar sem getur haft gríðarlega skaðleg áhrif á allt lífríkið. Hrönn Egilsdóttir doktorsnemi er sérfræðingur í þeim málum. Þegar hún ávarpaði fundinn á Lækjartorgi sagði hún litla sögu sem hófst með jarðeldsneytisveislu sem byrjaði í heiminum upp úr 1950. „Á endanum sammæltust flestir í veilsunni um að jarðeldsneytis partýið hefði verið fínt framan afen væri orðið ömurlegt. Það var nefninlega verið að tala um nýtt partý. Partý þar sem hollari orkugjafar væru á boðstólnum. Sólarepli, vindorkustangir, vatnsorkustyrkir. Þetta hljómaði æðislega,“ sagði Hrönn Egilsdóttir.Ernir Eyjólfsson, ljósmyndari Fréttablaðsins og Vísis, fór í gönguna og tók þessar myndir af þeim sem þar voru.
Loftslagsmál Mest lesið Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Innlent Ákærður fyrir fjórar nauðganir Erlent Fleiri fréttir Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Sjá meira