Suh þykir vera einn grófasti leikmaður deildarinnar en góður varnarmaður er hann einnig. Hann var leikmaður Detroit Lions en fékk risasamning við Dolphins og fór þangað fyrir tímabilið.
Það hefur ekki gengið nógu vel hjá Miami í vetur og Suh reyndi að rífa menn upp fyrir leikinn gegn NY Jets í gær með ræðu.
„Suh á að hafa sagt við félaga sína að hann yrði hjá félaginu næstu fimm árin en það væri engin trygging að félagar hans yrðu það líka. Aðeins örfáir þeirra væru nógu góðir til þess að spila með honum," sagði hinn virti NFL-blaðamaður Ian Rapoport.
Suh var allt annað en ánægður með þessa frétt hjá Rapoport og kallaði hann heimskan á Instagram í gærkvöldi.
Ræðan skilaði annars engu því Höfrungarnir steinlágu í leiknum.