Þúsundir mótmæltu á götum Parísar Sveinn Arnarsson skrifar 30. nóvember 2015 07:00 Hundruðum skópara var raðað á Lýðræðistorgið í París í gær. Loftslagsganga í borginni var bönnuð vegna ótryggs ástands. Lögregla í París þurfti að grípa til táragass gegn mótmælendum á Lýðræðistorginu þar í gær. Þeir sem söfnuðust þar saman mótmæltu því að skipulögð loftslagsganga í borginni var bönnuð vegna óvissu í öryggismálum. Ganga átti um götur Parísar, líkt og annars staðar í heiminum, til að skora á þjóðarleiðtoga heimsins að samþykkja tillögur gegn losun gróðurhúsalofttegunda. Yfirlýst neyðarástand er enn í gildi í borginni eftir ódæðin þann 13. nóvember síðastliðinn. Þar létu 130 lífið og tugir særðust. Það var af þeim sökum að borgaryfirvöld í París ákváðu að banna loftslagsgönguna. Áður en gangan var bönnuð hópuðust þúsundir manna á Lýðræðistorgið en þar átti gangan að hefjast. Skildu margir þátttakendur eftir skópar á torginu til þess að sýna málstaðnum stuðning og sem tákn um ófarna kröfugöngu. Þó nokkur fjöldi einstaklinga lét sér það ekki nægja heldur ákvað að ganga og sló þá í brýnu milli lögreglunnar í borginni og mótmælenda. Um 2.000 skipulagðar göngur voru haldnar um allan heim í gær. Krafa var sett fram í göngunni um að íslensk stjórnvöld myndu skuldbinda sig til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda um 40 prósent á næstu árum. 21. loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna hefst í borginni í dag og stendur til 11. desember. Miklar væntingar eru gerðar til ráðstefnunnar og vonir bundnar við að hún festi í sessi baráttu gegn hlýnun jarðar. Þúsundir eru mættar til Parísar í þeim erindagjörðum að þrýsta á alþjóðasamfélagið að berjast gegn loftslagsbreytingum í heiminum. Loftslagsmál Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbriðgum“ Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Erlent Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard Erlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Innlent Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Erlent Fleiri fréttir Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbriðgum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjá meira
Lögregla í París þurfti að grípa til táragass gegn mótmælendum á Lýðræðistorginu þar í gær. Þeir sem söfnuðust þar saman mótmæltu því að skipulögð loftslagsganga í borginni var bönnuð vegna óvissu í öryggismálum. Ganga átti um götur Parísar, líkt og annars staðar í heiminum, til að skora á þjóðarleiðtoga heimsins að samþykkja tillögur gegn losun gróðurhúsalofttegunda. Yfirlýst neyðarástand er enn í gildi í borginni eftir ódæðin þann 13. nóvember síðastliðinn. Þar létu 130 lífið og tugir særðust. Það var af þeim sökum að borgaryfirvöld í París ákváðu að banna loftslagsgönguna. Áður en gangan var bönnuð hópuðust þúsundir manna á Lýðræðistorgið en þar átti gangan að hefjast. Skildu margir þátttakendur eftir skópar á torginu til þess að sýna málstaðnum stuðning og sem tákn um ófarna kröfugöngu. Þó nokkur fjöldi einstaklinga lét sér það ekki nægja heldur ákvað að ganga og sló þá í brýnu milli lögreglunnar í borginni og mótmælenda. Um 2.000 skipulagðar göngur voru haldnar um allan heim í gær. Krafa var sett fram í göngunni um að íslensk stjórnvöld myndu skuldbinda sig til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda um 40 prósent á næstu árum. 21. loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna hefst í borginni í dag og stendur til 11. desember. Miklar væntingar eru gerðar til ráðstefnunnar og vonir bundnar við að hún festi í sessi baráttu gegn hlýnun jarðar. Þúsundir eru mættar til Parísar í þeim erindagjörðum að þrýsta á alþjóðasamfélagið að berjast gegn loftslagsbreytingum í heiminum.
Loftslagsmál Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbriðgum“ Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Erlent Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard Erlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Innlent Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Erlent Fleiri fréttir Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbriðgum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjá meira