Sagði að konur ættu ekki heima í karlafótbolta og var refsað með að dæma stelpuleik Tómas Þór Þórðarson skrifar 9. desember 2015 09:30 Kerem Demirbay fékk rautt spjald og talaði af sér. vísir/getty/afp/f95 Kerem Demirbay, leikmaður Fortuna Düsseldorf í þýsku 2. deildinni í fótbolta, var látinn dæma leik hjá ungum stelpum hjá félaginu sem refsingu fyrir að móðga kvendómara í leik í nóvember. The Guardian greinir frá. Demirbay var rekinn af velli í leik FSV Frankfurt og Fortuna Düsseldorf, en leikmaðurinn er á láni frá Hamburg. Dómari leiksins var kvenmaður að nafni Bibiana Steinhaus sem er einn albesti kvennadómari heims. Bibiana mætti til Íslands haustið 2013 og dæmdi fyrsta leik Freys Alexanderssonar með íslenska landsliðið þegar stelpurnar okkar töpuðu fyrir Sviss.So geht Fortuna damit um, wenn ein junger Spieler einen Fehler macht! @Kerem_Demirbay#f95https://t.co/eW3DtOxLDVpic.twitter.com/CoSrYuFAUi — Fortuna Düsseldorf (@f95) December 5, 2015 Demirbay var ekki sáttur við reisupassann og sagði við Steinhaus: „Konur eiga ekki heima í karlafótbolta.“ Þetta sjónarmið féll illa í kramið hjá þýska knattspyrnusambandinu sem úrskurðaði hann í þriggja leikja bann og bætti við tveimur leikjum á skilorði. Demirbay baðst afsökunar eftir atvikið og sagði: „Þessi ummæli endurspegla ekki skoðun mína á konum.“ Forráðamönnum Düsseldorf fannst þetta þó ekki nóg og ákvað að „refsa“ leikmanninum með að dæma leik hjá ungum stelpum hjá félaginu. Þar mætti Demirbay í sparigallanum og brosti fyrir myndavélarnar. „Þetta er það sem gerist þegar ungir leikmenn gera mistök,“ stóð svo við eina myndina sem Fortuna Düsseldorf birti af stelpuleiknum á Twitter-síðu sinni.Kerem Demirbay dæmir í sparigallanum.twitter/f95Kerem Demirbay hefur ekkert á móti konum segir hann.twitter/f95 Þýski boltinn Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Fótbolti Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Enski boltinn Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag Fótbolti Dagskráin í dag: Meistaradeildin heldur áfram Sport „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu Sjá meira
Kerem Demirbay, leikmaður Fortuna Düsseldorf í þýsku 2. deildinni í fótbolta, var látinn dæma leik hjá ungum stelpum hjá félaginu sem refsingu fyrir að móðga kvendómara í leik í nóvember. The Guardian greinir frá. Demirbay var rekinn af velli í leik FSV Frankfurt og Fortuna Düsseldorf, en leikmaðurinn er á láni frá Hamburg. Dómari leiksins var kvenmaður að nafni Bibiana Steinhaus sem er einn albesti kvennadómari heims. Bibiana mætti til Íslands haustið 2013 og dæmdi fyrsta leik Freys Alexanderssonar með íslenska landsliðið þegar stelpurnar okkar töpuðu fyrir Sviss.So geht Fortuna damit um, wenn ein junger Spieler einen Fehler macht! @Kerem_Demirbay#f95https://t.co/eW3DtOxLDVpic.twitter.com/CoSrYuFAUi — Fortuna Düsseldorf (@f95) December 5, 2015 Demirbay var ekki sáttur við reisupassann og sagði við Steinhaus: „Konur eiga ekki heima í karlafótbolta.“ Þetta sjónarmið féll illa í kramið hjá þýska knattspyrnusambandinu sem úrskurðaði hann í þriggja leikja bann og bætti við tveimur leikjum á skilorði. Demirbay baðst afsökunar eftir atvikið og sagði: „Þessi ummæli endurspegla ekki skoðun mína á konum.“ Forráðamönnum Düsseldorf fannst þetta þó ekki nóg og ákvað að „refsa“ leikmanninum með að dæma leik hjá ungum stelpum hjá félaginu. Þar mætti Demirbay í sparigallanum og brosti fyrir myndavélarnar. „Þetta er það sem gerist þegar ungir leikmenn gera mistök,“ stóð svo við eina myndina sem Fortuna Düsseldorf birti af stelpuleiknum á Twitter-síðu sinni.Kerem Demirbay dæmir í sparigallanum.twitter/f95Kerem Demirbay hefur ekkert á móti konum segir hann.twitter/f95
Þýski boltinn Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Fótbolti Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Enski boltinn Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag Fótbolti Dagskráin í dag: Meistaradeildin heldur áfram Sport „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu Sjá meira