Þessi átta koma til greina sem maður ársins hjá TIME Atli Ísleifsson skrifar 8. desember 2015 09:51 Tímaritið hefur útnefnt mann ársins frá árinu 1927. Vísir/Getty Bandaríska tímaritið TIME hefur birt lista yfir þá átta sem koma til greina sem maður ársins fyrir árið í ár. Listinn var kynntur í þættinum Today Show á NBC í gærmorgun. Þeir sem til greina koma í ár eru eftirfarandi:Abu Bakr Al-Baghdadi, leiðtogi ISIS samtakanna sem hefur fengið þúsundir manna til liðs við samtökin og berjast fyrir kalífadæmi í Írak og Sýrlandi, auk þess að framkvæma árásir í löndum á borð við Túnis og Frakklandi.Black Lives Matter-aðgerðasinnar, sem hafa mótmælt óréttlæti í garð svartra í Bandaríkjunum og sér í lagi þá meðferð sem þeir verða fyrir af hendi lögreglufólks.Caitlyn Jenner, transkonan sem framkallaði mikla umræðu um kynvitund og jafnréttismál hinsegin fólks.Travis Kalanick, forstjóri leigubílaþjónustunnar Uber, sem hefur gjörbreytt leigubílamarkaðnum víða um heim. Uppgangur Uber hefur einnig leitt til umræðu um galla deilihagkerfisins.Angela Merkel Þýskalandskanslari sem hefur verið áberandi í ýmsum málum á árinu, þeirra á meðal erfiðleika evrusvæðisins og hvernig Evrópa hefur brugðist við flóttamannavandanum.Vladimir Putin Rússlandsforseti sem hefur storkað Vesturlöndum, sem hafa sett viðskiptaþvinganir á landið vegna ástandsins í Úkraínu, og gegnir nú mikilvægu en varasömu hlutverki í baráttunni gegn ISIS.Hassan Rouhani Íransforseti sem hefur reynt bæta samskipi Írans við önnur ríki eftir áralangar viðskiptaþvinganir og með því að tryggja gerð samkomulags við Vesturveldin um kjarnorkuáætlun landsins.Donald Trump, auðjöfurinn sem sækist nú eftir því að verða forsetaframbjóðandi Repúblikana. Popúlísk orðræða hans hefur leitt til að hann mælist með mest fylgi á meðal Repúblikana og leitt til mikillar umræðu um framtíð Repúblikanaflokksins. Tímaritið hefur útnefnt mann ársins frá árinu 1927 þegar flugmaðurinn Charles Lindbergh hlaut útnefninguna eftir að hafa flogið einn yfir Atlantshafið fyrstur manna. Baráttumenn gegn útbreiðslu ebólaveirunnar hlutu útnefninguna á síðasta ári. Greint verður frá hver hlýtur útnefninguna á morgun. Donald Trump Fréttir ársins 2015 Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent Konan er fundin Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent Fleiri fréttir Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Sjá meira
Bandaríska tímaritið TIME hefur birt lista yfir þá átta sem koma til greina sem maður ársins fyrir árið í ár. Listinn var kynntur í þættinum Today Show á NBC í gærmorgun. Þeir sem til greina koma í ár eru eftirfarandi:Abu Bakr Al-Baghdadi, leiðtogi ISIS samtakanna sem hefur fengið þúsundir manna til liðs við samtökin og berjast fyrir kalífadæmi í Írak og Sýrlandi, auk þess að framkvæma árásir í löndum á borð við Túnis og Frakklandi.Black Lives Matter-aðgerðasinnar, sem hafa mótmælt óréttlæti í garð svartra í Bandaríkjunum og sér í lagi þá meðferð sem þeir verða fyrir af hendi lögreglufólks.Caitlyn Jenner, transkonan sem framkallaði mikla umræðu um kynvitund og jafnréttismál hinsegin fólks.Travis Kalanick, forstjóri leigubílaþjónustunnar Uber, sem hefur gjörbreytt leigubílamarkaðnum víða um heim. Uppgangur Uber hefur einnig leitt til umræðu um galla deilihagkerfisins.Angela Merkel Þýskalandskanslari sem hefur verið áberandi í ýmsum málum á árinu, þeirra á meðal erfiðleika evrusvæðisins og hvernig Evrópa hefur brugðist við flóttamannavandanum.Vladimir Putin Rússlandsforseti sem hefur storkað Vesturlöndum, sem hafa sett viðskiptaþvinganir á landið vegna ástandsins í Úkraínu, og gegnir nú mikilvægu en varasömu hlutverki í baráttunni gegn ISIS.Hassan Rouhani Íransforseti sem hefur reynt bæta samskipi Írans við önnur ríki eftir áralangar viðskiptaþvinganir og með því að tryggja gerð samkomulags við Vesturveldin um kjarnorkuáætlun landsins.Donald Trump, auðjöfurinn sem sækist nú eftir því að verða forsetaframbjóðandi Repúblikana. Popúlísk orðræða hans hefur leitt til að hann mælist með mest fylgi á meðal Repúblikana og leitt til mikillar umræðu um framtíð Repúblikanaflokksins. Tímaritið hefur útnefnt mann ársins frá árinu 1927 þegar flugmaðurinn Charles Lindbergh hlaut útnefninguna eftir að hafa flogið einn yfir Atlantshafið fyrstur manna. Baráttumenn gegn útbreiðslu ebólaveirunnar hlutu útnefninguna á síðasta ári. Greint verður frá hver hlýtur útnefninguna á morgun.
Donald Trump Fréttir ársins 2015 Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent Konan er fundin Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent Fleiri fréttir Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Sjá meira