Innlent

Sprungnar rúður og fjúkandi þakplötur í höfuðborginni

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Á sjöunda hundrað björgunarsveitarmanna eru á vaktinni í kvöld.
Á sjöunda hundrað björgunarsveitarmanna eru á vaktinni í kvöld. Vísir/Ernir
Um 200 manns eru við björgunarstörf á höfuðborgarsvæðinu en útköll eru farin að berast. Tilkynnt hefur verið um sprungnar rúður og fjúkandi þakplötur. Þá munu bátar við smábátahöfnina í Ægisgarði eiga erfitt uppdráttar.

Ólöf Snæhólm Baldursdóttir, upplýsingafulltrúi Slysavarnafélagsins Landsbjargar, segir að yfir 650 manns séu við störf eða klárir í slaginn um land allt. Þar af eru um 200 manns á höfuðborgarsvæðinu. Tilkynnt hefur verið um vandamál með þakplötur í Vatnsendaskóla, Sjálandsskóla og íþróttahúsi Norðlingaskóla.

Þá hefur borist tilkynning um vandræði með þakglugga á fjölbýlishúsi í Veghúsum í Grafarvogi. Björgunarsveitarmenn eru á leiðinni á vettvang.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×