Hættustig almannavarna er skilgreint svo: „Ef hættumat leiðir í ljós að hætta fer vaxandi verður að grípa til tafarlausra ráðstafana til að tryggja sem best öryggi þeirra sem á svæðinu búa/dvelja. Slíkt er gert með því að efla viðbúnað neyðar- og öryggisþjónustunnar á viðkomandi svæði, ásamt því að grípa til fyrirbyggjandi aðgerða s.s. rýmingar, brottflutnings eða lokunar svæða. Einnig eru leiðbeiningar og viðvaranir einkennandi fyrir þetta stig.”
Á vefsíðu almannavarna eru tekin eftirfarandi dæmi um hættustig:
- Þegar hefja þarf eftirgrennslan eftir mönnum sem óttast er um.
- Þegar tilraunir til að ná sambandi við skip, loftfar eða menn hafa ekki borið árangur.
- Þegar upplýsingar hafa borist sem gefa til kynna að sjóhæfni skips sé takmörkuð, flughæfni loftfars skert og menn í vanda staddir, þó ekki svo alvarlegar að líkur séu á neyðarástandi.
- Ef heilsu og öryggi manna, umhverfis eða byggðar er ógnað af náttúru- eða mannavöldum þó ekki svo alvarlegar að um neyðarástand sé að ræða.
- Ef auka þarf viðbúnað og sóttvarnarráðstafanir vegna yfirvofandi farsóttar.