Mæðgur fögnuðu báðar níu ára afmæli á óveðursdag: „Það eru ágætis líkur á þessu“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 7. desember 2015 15:30 Tölfræðingurinn Sigrún Helga Lund og dóttir hennar fögnuðu báðar níu ára afmæli á einstökum óveðursdögum. Samsett Hverjar eru líkurnar á því að mæðgur haldi upp á níu ára afmælisdaga sína á sömu dögum og einhver klikkuðustu óveður í manna minnum gengu yfir Ísland? Töluvert meiri en maður myndi halda samkvæmt Sigrúnu Helgu Lund sem ætti að vita það, hún er jú með doktorsgráðu í tölfræði. Hún og dóttir hennar urðu báðar níu ára á einstökum óviðrisdögum. Sigrún Helga hélt upp á níu ára afmæli sitt þann 3. febrúar 1991 þegar eitt versta óveður sem skollið hefur á Ísland reið yfir landið líkt og Vísir hefur rifjað upp. Svo skemmtilega vill til að dóttir Sigrúnar Helgu á níu ára afmæli í dag, deginum sem reiknað er með að versta óveður síðan hið fræga óveður frá 1991 muni skella á Íslandi.Forsíða DV daginn eftir óveðrið 1991„Það eru alveg ágætis líkur á að þetta gerist. Ég hef nú reyndar ekki pælt mikið í þessu en það má segja að þetta sé sambærilegt við að tvær manneskjur sem eigi afmæli á sama degi lendi saman í bekk,“ segir Sigrún Helga sem er stödd í Orlando í Bandaríkjunum á ráðstefnu og mun hún því missa af óviðrinu mikla í dag. Hún missti þó ekki af storminum árið 1991 sem er henni enn í fersku minni. „Við ætluðum að hafa pítsur í matinn sem var mjög nýmóðins á þeim tíma. Vandamálið var að það varð rafmagnslaust þannig að við sátum bara uppi með helling af deigi.“En mætti einhver í afmælið?„Það voru mjög hugrakkir foreldar sem sem löbbuðu með krakkana sína í afmælið. Við vorum helst í því að leika okkur með kertaljós og ég man hvað það var mikil hamingja þegar rafmagnið kom á.“ Dóttir Sigrúnar Helgu mun reyndar ekki feta í fótspor móður sinnar og halda upp á afmæli sitt í kvöld á meðan veðrið verður vitlaust. „Nei, hún ætlar bara að hafa það gott heima í kvöld og halda upp á afmælið seinna.“ Ekki óvitlaust enda er fólk eindregið beðið um að halda sig innandyra í kvöld á meðan veðrið verður sem verst en sjá má myndir af óveðrinu 1991 hér fyrir neðan.Þessi bíll fór í flugferð í storminum.Vísir/GVABjörgunarsveitamenn höfðu í nógu að snúast.Vísir/GVAÞök rifnuðu af húsum.Vísir/GVA Veður Tengdar fréttir Það sem þú þarft að vita um veðrið Stefnir í ofsaveður eða fárviðri á landinu öllu í kvöld. 7. desember 2015 07:29 Svona var óveðrið 1991: Sumarbústaður fauk á haf út og tré rifnuðu upp með rótum Von er á snælduvitlausu veðri á landinu öllu síðdegis og langt fram á kvöld. Minnast veðurfræðingar og fleiri óveðurs sem gekk yfir landið 3. febrúar árið 1991. 7. desember 2015 13:15 Von á ofsaveðri sem kemur á áratuga fresti Veðurstofa Íslands spáir ofsaveðri í dag. Á morgun er búist við góðu vetrarveðri. Slysavarnafélagið Landsbjörg biður fólk að vara erlenda ferðamenn við veðrinu. 7. desember 2015 07:00 Ríkislögreglustjóri lýsir yfir óvissustigi á landinu vegna veðurs Óvissustig einkennist af atburðarás sem er hafin og ætla má að geti leitt til þess að öryggi fólks og/eða byggðar sé stefnt í hættu. 7. desember 2015 11:23 Hvernig má draga úr hættu á tjóni í fárviðrinu? Mikilvægt er að tryggja lausamuni, moka frá niðurföllum og hlýta tilmælum Almannavarna. 7. desember 2015 13:45 Mest lesið Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Innlent „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Innlent Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Innlent Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Innlent Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Erlent Einn fluttur með þyrlu vegna slyssins Innlent Afsökunarbeiðni og einræðisherra í skiptum fyrir flotastöð? Erlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Innlent „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Erlent Fleiri fréttir Skilur ekkert í afstöðu samtakanna Bjarkargata varð Bjargargötu að falli Tímamótadómur og flugeldahöll björgunarsveitanna Biðin eftir ökuskírteinum senn á enda Tók að sér að skipta búi móður sinnar og hafði tugi milljóna af því Einn fluttur með þyrlu vegna slyssins Óttast að Íslendingar þurfi að halla sér að Evrópusambandinu Veraldarvinir ætla að byggja upp Sunnutorg Sindri og Ísidór sýknaðir í hryðjuverkamálinu Sagðist nýskilinn og þyrfti því að fróa sér á almannafæri Til skoðunar að flytja skóla Hjallastefnunnar í Engjateig Leikskólarnir ekki fyrst og fremst fyrir foreldra Aukið fjármagn til að stytta bið Ræddi við Hegseth og hefur óskaði eftir samtali við Rubio Hagræðingartillögur gagnrýndar og heimsmálin rædd Ná ekki í hundrað milljónir með fækkun í Hæstarétti Dæmdur fyrir kylfuárás í Kringlunni Pallborðið á Vísi: Hvar stendur Ísland gagnvart Trump, tollastríði og breyttri heimsmynd? 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Árekstur á Vesturlandsvegi „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Sorglegt að ekki verði af vinnustaðaleikskólum Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Langflest börn brjóti ekki aftur á öðrum börnum eftir meðferð Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Hugvíkkandi efni geti verið óheppileg fyrir fólk í bata Vel tókst að slökkva eld við Nýbýlaveg Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Anna Kristín Arngrímsdóttir er látin Sjá meira
Hverjar eru líkurnar á því að mæðgur haldi upp á níu ára afmælisdaga sína á sömu dögum og einhver klikkuðustu óveður í manna minnum gengu yfir Ísland? Töluvert meiri en maður myndi halda samkvæmt Sigrúnu Helgu Lund sem ætti að vita það, hún er jú með doktorsgráðu í tölfræði. Hún og dóttir hennar urðu báðar níu ára á einstökum óviðrisdögum. Sigrún Helga hélt upp á níu ára afmæli sitt þann 3. febrúar 1991 þegar eitt versta óveður sem skollið hefur á Ísland reið yfir landið líkt og Vísir hefur rifjað upp. Svo skemmtilega vill til að dóttir Sigrúnar Helgu á níu ára afmæli í dag, deginum sem reiknað er með að versta óveður síðan hið fræga óveður frá 1991 muni skella á Íslandi.Forsíða DV daginn eftir óveðrið 1991„Það eru alveg ágætis líkur á að þetta gerist. Ég hef nú reyndar ekki pælt mikið í þessu en það má segja að þetta sé sambærilegt við að tvær manneskjur sem eigi afmæli á sama degi lendi saman í bekk,“ segir Sigrún Helga sem er stödd í Orlando í Bandaríkjunum á ráðstefnu og mun hún því missa af óviðrinu mikla í dag. Hún missti þó ekki af storminum árið 1991 sem er henni enn í fersku minni. „Við ætluðum að hafa pítsur í matinn sem var mjög nýmóðins á þeim tíma. Vandamálið var að það varð rafmagnslaust þannig að við sátum bara uppi með helling af deigi.“En mætti einhver í afmælið?„Það voru mjög hugrakkir foreldar sem sem löbbuðu með krakkana sína í afmælið. Við vorum helst í því að leika okkur með kertaljós og ég man hvað það var mikil hamingja þegar rafmagnið kom á.“ Dóttir Sigrúnar Helgu mun reyndar ekki feta í fótspor móður sinnar og halda upp á afmæli sitt í kvöld á meðan veðrið verður vitlaust. „Nei, hún ætlar bara að hafa það gott heima í kvöld og halda upp á afmælið seinna.“ Ekki óvitlaust enda er fólk eindregið beðið um að halda sig innandyra í kvöld á meðan veðrið verður sem verst en sjá má myndir af óveðrinu 1991 hér fyrir neðan.Þessi bíll fór í flugferð í storminum.Vísir/GVABjörgunarsveitamenn höfðu í nógu að snúast.Vísir/GVAÞök rifnuðu af húsum.Vísir/GVA
Veður Tengdar fréttir Það sem þú þarft að vita um veðrið Stefnir í ofsaveður eða fárviðri á landinu öllu í kvöld. 7. desember 2015 07:29 Svona var óveðrið 1991: Sumarbústaður fauk á haf út og tré rifnuðu upp með rótum Von er á snælduvitlausu veðri á landinu öllu síðdegis og langt fram á kvöld. Minnast veðurfræðingar og fleiri óveðurs sem gekk yfir landið 3. febrúar árið 1991. 7. desember 2015 13:15 Von á ofsaveðri sem kemur á áratuga fresti Veðurstofa Íslands spáir ofsaveðri í dag. Á morgun er búist við góðu vetrarveðri. Slysavarnafélagið Landsbjörg biður fólk að vara erlenda ferðamenn við veðrinu. 7. desember 2015 07:00 Ríkislögreglustjóri lýsir yfir óvissustigi á landinu vegna veðurs Óvissustig einkennist af atburðarás sem er hafin og ætla má að geti leitt til þess að öryggi fólks og/eða byggðar sé stefnt í hættu. 7. desember 2015 11:23 Hvernig má draga úr hættu á tjóni í fárviðrinu? Mikilvægt er að tryggja lausamuni, moka frá niðurföllum og hlýta tilmælum Almannavarna. 7. desember 2015 13:45 Mest lesið Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Innlent „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Innlent Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Innlent Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Innlent Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Erlent Einn fluttur með þyrlu vegna slyssins Innlent Afsökunarbeiðni og einræðisherra í skiptum fyrir flotastöð? Erlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Innlent „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Erlent Fleiri fréttir Skilur ekkert í afstöðu samtakanna Bjarkargata varð Bjargargötu að falli Tímamótadómur og flugeldahöll björgunarsveitanna Biðin eftir ökuskírteinum senn á enda Tók að sér að skipta búi móður sinnar og hafði tugi milljóna af því Einn fluttur með þyrlu vegna slyssins Óttast að Íslendingar þurfi að halla sér að Evrópusambandinu Veraldarvinir ætla að byggja upp Sunnutorg Sindri og Ísidór sýknaðir í hryðjuverkamálinu Sagðist nýskilinn og þyrfti því að fróa sér á almannafæri Til skoðunar að flytja skóla Hjallastefnunnar í Engjateig Leikskólarnir ekki fyrst og fremst fyrir foreldra Aukið fjármagn til að stytta bið Ræddi við Hegseth og hefur óskaði eftir samtali við Rubio Hagræðingartillögur gagnrýndar og heimsmálin rædd Ná ekki í hundrað milljónir með fækkun í Hæstarétti Dæmdur fyrir kylfuárás í Kringlunni Pallborðið á Vísi: Hvar stendur Ísland gagnvart Trump, tollastríði og breyttri heimsmynd? 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Árekstur á Vesturlandsvegi „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Sorglegt að ekki verði af vinnustaðaleikskólum Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Langflest börn brjóti ekki aftur á öðrum börnum eftir meðferð Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Hugvíkkandi efni geti verið óheppileg fyrir fólk í bata Vel tókst að slökkva eld við Nýbýlaveg Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Anna Kristín Arngrímsdóttir er látin Sjá meira
Það sem þú þarft að vita um veðrið Stefnir í ofsaveður eða fárviðri á landinu öllu í kvöld. 7. desember 2015 07:29
Svona var óveðrið 1991: Sumarbústaður fauk á haf út og tré rifnuðu upp með rótum Von er á snælduvitlausu veðri á landinu öllu síðdegis og langt fram á kvöld. Minnast veðurfræðingar og fleiri óveðurs sem gekk yfir landið 3. febrúar árið 1991. 7. desember 2015 13:15
Von á ofsaveðri sem kemur á áratuga fresti Veðurstofa Íslands spáir ofsaveðri í dag. Á morgun er búist við góðu vetrarveðri. Slysavarnafélagið Landsbjörg biður fólk að vara erlenda ferðamenn við veðrinu. 7. desember 2015 07:00
Ríkislögreglustjóri lýsir yfir óvissustigi á landinu vegna veðurs Óvissustig einkennist af atburðarás sem er hafin og ætla má að geti leitt til þess að öryggi fólks og/eða byggðar sé stefnt í hættu. 7. desember 2015 11:23
Hvernig má draga úr hættu á tjóni í fárviðrinu? Mikilvægt er að tryggja lausamuni, moka frá niðurföllum og hlýta tilmælum Almannavarna. 7. desember 2015 13:45