Dularfullir náttfarar Jón Sigurður Eyjólfsson skrifar 8. desember 2015 07:00 Um niðdimma nótt mæti ég sama fólkinu, nánast á sama stað, þar sem ég staulast til vinnu. Þetta er svo árla dags að það vottar ekki fyrir bílaumferð og þeir fáu sem eru á ferli virka mystískir. Mest þykir mér um konu eina sem er nokkuð mikil á velli og hefðarleg í fasi. Það er reisn yfir henni en þó er göngulag hennar sérkennilegt þar sem lappir hennar virðast ganga til sitt hvorrar hliðar en samt fikrast hún beint áfram. Eins verður á vegi mínum maður sem er ávallt klæddur í stuttbuxur og sandala. Þetta kemur mér spánskt fyrir sjónir því þó Malaga sé við Costa del Sol eru morgnarnir svo naprir að ég kvefast lítillega meðan sá berleggjaði skundar hjá. Svo mæti ég tveimur konum með fimm mínútna millibili. Þær eru svo nauðalíkar að líklegast væru þær alveg eins ef ekki væri á þeim áratugar aldursmunur. Það má því segja að það séu tíu ár og fimm mínútur á milli þeirra. Allt er þetta fólk eins og góðkunningjar mínir. Ef ég rekst á það við aðrar aðstæður viðrast ég allur upp rétt eins og lítill krakki sem sér jólasvein eða unglingur sem sér Justin Bieber á nærbuxunum í Fjaðrárgljúfri. Ég hef aldrei yrt á þetta fólk þó að forvitnin eggi mig vissulega til þess. Það væri bara svo skrítið að stoppa fólkið af eina nóttina eftir að hafa látið það líða hjá afskiptalaust í þúsund og eina nótt. Sumir rekast á enn undarlegra fólk. Ég veit til dæmis um konu mikla sem vinnur í Malaga, er öll hin hefðarlegasta og hefur afskaplega sérstakt göngulag. Á leið til vinnu rekst hún á útlending sem virkar ósköp eðlilegur en hann leggur fólk á minnið sem hann mætir og skrifar síðan um það í útlenskt blað. Það sést nefnilega ekki utan á fólki hversu undarlegt það er. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Sigurður Eyjólfsson Mest lesið Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson Skoðun Fúsk eða laumuspil? Eva Hauksdóttir Skoðun
Um niðdimma nótt mæti ég sama fólkinu, nánast á sama stað, þar sem ég staulast til vinnu. Þetta er svo árla dags að það vottar ekki fyrir bílaumferð og þeir fáu sem eru á ferli virka mystískir. Mest þykir mér um konu eina sem er nokkuð mikil á velli og hefðarleg í fasi. Það er reisn yfir henni en þó er göngulag hennar sérkennilegt þar sem lappir hennar virðast ganga til sitt hvorrar hliðar en samt fikrast hún beint áfram. Eins verður á vegi mínum maður sem er ávallt klæddur í stuttbuxur og sandala. Þetta kemur mér spánskt fyrir sjónir því þó Malaga sé við Costa del Sol eru morgnarnir svo naprir að ég kvefast lítillega meðan sá berleggjaði skundar hjá. Svo mæti ég tveimur konum með fimm mínútna millibili. Þær eru svo nauðalíkar að líklegast væru þær alveg eins ef ekki væri á þeim áratugar aldursmunur. Það má því segja að það séu tíu ár og fimm mínútur á milli þeirra. Allt er þetta fólk eins og góðkunningjar mínir. Ef ég rekst á það við aðrar aðstæður viðrast ég allur upp rétt eins og lítill krakki sem sér jólasvein eða unglingur sem sér Justin Bieber á nærbuxunum í Fjaðrárgljúfri. Ég hef aldrei yrt á þetta fólk þó að forvitnin eggi mig vissulega til þess. Það væri bara svo skrítið að stoppa fólkið af eina nóttina eftir að hafa látið það líða hjá afskiptalaust í þúsund og eina nótt. Sumir rekast á enn undarlegra fólk. Ég veit til dæmis um konu mikla sem vinnur í Malaga, er öll hin hefðarlegasta og hefur afskaplega sérstakt göngulag. Á leið til vinnu rekst hún á útlending sem virkar ósköp eðlilegur en hann leggur fólk á minnið sem hann mætir og skrifar síðan um það í útlenskt blað. Það sést nefnilega ekki utan á fólki hversu undarlegt það er.