Búist er við því að síðdegis skelli á mikið óveður um allt land og hefur því verið líkt við óveðrið sem gekk yfir Ísland sunnudaginn 3. febrúar 1991.
Fólk er hvatt til að vera ekki á ferli að óþörfu síðdegis og í kvöld, sækja börn sína snemma í skólana en stofnunum, söfnum, skólum verður lokað snemma og fjölmörgum viðburðum hefur verið aflýst.
Vísir hvetur lesendur sína til að fara að öllu með gát í dag og í kvöld. Verði þeir varir við fréttnæmt myndefni, hvaðan af landinu sem er, eru þeir hvattir til að senda myndir, myndbönd eða ábendingar á ritstjorn@visir.is.
Lesendur hvattir til að senda myndir og myndbönd

Tengdar fréttir

Höfuðborgarsvæðið: Foreldrar sæki börn sín fyrir klukkan 16
Vegna óveðurs sem er spáð á höfuðborgarsvæðinu seinna í dag hefur verið lýst yfir óvissustigi og verklag um röskun á skólastarfi verið virkjað.

Svona var óveðrið 1991: Sumarbústaður fauk á haf út og tré rifnuðu upp með rótum
Von er á snælduvitlausu veðri á landinu öllu síðdegis og langt fram á kvöld. Minnast veðurfræðingar og fleiri óveðurs sem gekk yfir landið 3. febrúar árið 1991.

Dýraeigendur hvattir til að huga að dýrum sínum í óveðrinu
Dýrum á útigangi skal koma í hús ef mögulegt er, eða að öðrum kosti í skjól eftir fremsta megn.

Hvernig má draga úr hættu á tjóni í fárviðrinu?
Mikilvægt er að tryggja lausamuni, moka frá niðurföllum og hlýta tilmælum Almannavarna.