Búist er við því að síðdegis skelli á mikið óveður um allt land og hefur því verið líkt við óveðrið sem gekk yfir Ísland sunnudaginn 3. febrúar 1991.
Fólk er hvatt til að vera ekki á ferli að óþörfu síðdegis og í kvöld, sækja börn sína snemma í skólana en stofnunum, söfnum, skólum verður lokað snemma og fjölmörgum viðburðum hefur verið aflýst.
Vísir hvetur lesendur sína til að fara að öllu með gát í dag og í kvöld. Verði þeir varir við fréttnæmt myndefni, hvaðan af landinu sem er, eru þeir hvattir til að senda myndir, myndbönd eða ábendingar á ritstjorn@visir.is.
