Antonio Brown, leikmaður Pittsburgh Steelers, er ekki bara besti útherji NFL-deildarinnar heldur er hann líka mikill skemmtikraftur.
Honum dettur oft ýmislegt sniðugt í hug en uppátæki hans gegn Indianapolis í nótt var stórkostlegt.
Þá ákvað hann að stökkva á stöngina í endamarkinu og það á talsverðum hraða. Þess má geta að leikmenn í NFL-deildinni spila með punghlífar og hlífin hjá Brown fékk að vinna fyrir kaupinu sínu í þessu fagni.
Það var veisla hjá Pittsburgh Steelers og Brown í þessum leik sem vannst 45-10.
Fagnið magnaða má sjá hér.
Fagn ársins í NFL-deildinni | Myndband

Tengdar fréttir

Carolina getur ekki tapað
Ótrúlegt gengi Carolina Panthers í NFL-deildinni hélt áfram í nótt á meðan New England Patriots tapaði öðrum leik sínum í röð.