Söngvarinn Bon Jovi hefur undanfarin ár verið að leitast eftir því að kaupa félag í NFL-deildinni en talið er að hann hafi augastað á Tennessee Titans.
Þetta kemur fram á CBS Sports en Bon Jovi reyndi á sínum tíma að kaupa Buffalo Bills án árangurs en liðið er staðsett í tónlistarborginni Nashville í Bandaríkjunum.
Tennessee Titans hefur verið í töluverðum vandræðum undanfarin ár en liðið hefur aðeins einu sinni í sögu félagsins komist í Superbowl.
Eru fimmtán ár síðan liðið lék í Superbowl en stuðningsmenn liðsins vonast til þess að bjartari tímar séu framundan með Marcus Mariota í leikstjórnendastöðunni.
Bon Jovi með augastað á liði í NFL-deildinni
Kristinn Páll Teitsson skrifar
