Þjóðverjar senda hermenn í stríð Guðsteinn Bjarnason skrifar 5. desember 2015 07:00 Angela Merkel kanslari og Ursula von der Leyen, varnarmálaráðherra þýsku stjórnarinnar. vísir/epa Þýska þingið samþykkti í gær að senda þýska hermenn til að taka þátt í hernaði á hendur „Íslamska ríkinu” svonefnda í Sýrlandi. Að vísu eiga hermennirnir ekki að taka þátt í bardögum, heldur vera franska hernum til aðstoðar. Alls greiddu 445 þingmenn atkvæði með aðgerðunum en 146 voru á móti. „Mér sýnist að það þurfi fjári góð rök ef maður greiðir atkvæði gegn þessu andspænis þessari grimmilegu mannfyrirlitningu,“ sagði Norbert Röttgen, sem er formaður utanríkismálanefndar þýska þjóðþingsins. Hann sagði nauðsynlegt að Evrópuríki átti sig á því að hryðjuverk og styrjaldir í Mið-Austurlöndum ógni öryggi þeirra sjálfra: „Árum saman höfum við látið þennan heimshluta eiga sig.“ Þýskir hermenn hafa á seinni árum tekið þátt í hernaði meðal annars í Afganistan, Írak og Malí, en annars voru Þjóðverjar lengi vel ansi tregir til að halda í stríð eftir að hafa farið hamförum í seinni heimsstyrjöldinni með skelfilegum afleiðingum. Ákvörðun þingsins í gær hefur verið umdeild í Þýskalandi. Ekki síst hefur gagnrýnin snúist um að hernaðurinn gegn Íslamska ríkinu sé mjög ómarkviss og alger óvissa ríki um afleiðingarnar. „Í staðinn fyrir að berjast gegn Íslamska ríkinu þá eruð þið að styrkja það,” sagði Sahra Wagenknecht, þingmaður Vinstriflokksins. Þá hefur Angela Merkel kanslari verið gagnrýnd fyrir að halda í stríð fyrst og fremst til þess að sýna samstöðu og „vera með” í aðgerðum Frakka, Bandaríkjanna, Breta og fleiri ríkja. Samkvæmt skoðanakönnun sem sjónvarpsstöðin ARD lét gera eru 58 prósent Þjóðverja fylgjandi hernaðinum en 37 prósent á móti. Breska þingið samþykkti á miðvikudaginn að taka þátt í loftárásum á Íslamska ríkið. Frakkar hófu loftárásir í kjölfar voðaverkanna í París nýverkið, Bandaríkjamenn hafa í meira en ár varpað sprengjum á bækistöðvar hryðjuverkamanna í Sýrlandi og Rússar byrjuðu í haust að varpa sprengjum á uppreisnarmenn gegn Bashar al Assad Sýrlandsforseta. Þjóðverjar ætla að senda allt að 1.200 hermenn, sex njósnaþotur og eina freigátu. Mið-Austurlönd Mest lesið Dómari birtir nafn sæðisgjafa til að vara við honum og öðrum Erlent Sérkennilegt að vera útilokuð vegna mála sem komi borginni ekki við Innlent Útilokar aðild Úkraínu að NATO og krefur Evrópu um meira Erlent „Það er ekki hægt að koma svona fram við fólk“ Innlent Gullafólk, þingmenn og kanónur klöppuðu upp Guðrúnu Innlent Úrskurðarnefnd vísar máli Búseta frá Innlent „Kryddpíur“ í formlegt samtal Innlent Krókur Dana á móti bragði sem vilja kaupa Kaliforníu af Trump Erlent „Það er ekkert ólíklegt að þessi Sundhnúkssyrpa sé að koma að endalokum“ Innlent Hefur lagt fram frumvarp og ætlar að eyða óvissunni Innlent Fleiri fréttir Trump segir samningaviðræður um Úkraínustríðið hefjast strax McConnell greiddi atkvæði gegn Gabbard Kanna fullyrðingar hjúkrunarfræðings sem sagðist drepa Ísraela Útilokar aðild Úkraínu að NATO og krefur Evrópu um meira Telja Andersson hafa skotið fólk af handahófi Skotflaugar féllu á Kænugarð Krókur Dana á móti bragði sem vilja kaupa Kaliforníu af Trump Veitti Musk og DOGE meiri völd til niðurskurðar Dómari birtir nafn sæðisgjafa til að vara við honum og öðrum Segir Arabaríkin sameinuð í andstöðu sinni við hugmyndir Trump Samkomulagi um vopnahlé verði rift verði gíslunum ekki skilað Rússar láta bandarískan kennara úr haldi Óttast að átök verði að stóru stríði Neituðu að skrifa undir yfirlýsingu um gervigreind Sakar Tate-bræður um að þvinga sig til kynlífsvinnu Uppgjör milli Hvíta hússins og dómstóla í vændum Kennari stakk átta ára stúlku til bana Fundust látnir í tjaldi á hæsta fjalli Svíþjóðar Skurðlæknir grunaður um kynferðisbrot gegn 299 börnum Girnist Gasa og vill íbúana burt Segja Ísraela hafa brotið vopnahléssamninginn Ítrekar að honum er alvara um Kanada Forsetinn segir af sér Kölluðu Páfagarð „siðspilltan“ og „barnaníðs“ ríki Nasistadýrkun og gyðingaandúð: Ye hættur á Twitter Bandaríkin og öfgahægrið efst á baugi hjá þýsku kanslaraefnunum Selenskí segir nauðsynlegt að tryggja varanlegan frið Ísraelsher hverfur frá Netzarim en framhaldið óljóst Hótar 25 prósent tollum á allt stál og ál Rannsaka andlát breskra hjóna í Frakklandi Sjá meira
Þýska þingið samþykkti í gær að senda þýska hermenn til að taka þátt í hernaði á hendur „Íslamska ríkinu” svonefnda í Sýrlandi. Að vísu eiga hermennirnir ekki að taka þátt í bardögum, heldur vera franska hernum til aðstoðar. Alls greiddu 445 þingmenn atkvæði með aðgerðunum en 146 voru á móti. „Mér sýnist að það þurfi fjári góð rök ef maður greiðir atkvæði gegn þessu andspænis þessari grimmilegu mannfyrirlitningu,“ sagði Norbert Röttgen, sem er formaður utanríkismálanefndar þýska þjóðþingsins. Hann sagði nauðsynlegt að Evrópuríki átti sig á því að hryðjuverk og styrjaldir í Mið-Austurlöndum ógni öryggi þeirra sjálfra: „Árum saman höfum við látið þennan heimshluta eiga sig.“ Þýskir hermenn hafa á seinni árum tekið þátt í hernaði meðal annars í Afganistan, Írak og Malí, en annars voru Þjóðverjar lengi vel ansi tregir til að halda í stríð eftir að hafa farið hamförum í seinni heimsstyrjöldinni með skelfilegum afleiðingum. Ákvörðun þingsins í gær hefur verið umdeild í Þýskalandi. Ekki síst hefur gagnrýnin snúist um að hernaðurinn gegn Íslamska ríkinu sé mjög ómarkviss og alger óvissa ríki um afleiðingarnar. „Í staðinn fyrir að berjast gegn Íslamska ríkinu þá eruð þið að styrkja það,” sagði Sahra Wagenknecht, þingmaður Vinstriflokksins. Þá hefur Angela Merkel kanslari verið gagnrýnd fyrir að halda í stríð fyrst og fremst til þess að sýna samstöðu og „vera með” í aðgerðum Frakka, Bandaríkjanna, Breta og fleiri ríkja. Samkvæmt skoðanakönnun sem sjónvarpsstöðin ARD lét gera eru 58 prósent Þjóðverja fylgjandi hernaðinum en 37 prósent á móti. Breska þingið samþykkti á miðvikudaginn að taka þátt í loftárásum á Íslamska ríkið. Frakkar hófu loftárásir í kjölfar voðaverkanna í París nýverkið, Bandaríkjamenn hafa í meira en ár varpað sprengjum á bækistöðvar hryðjuverkamanna í Sýrlandi og Rússar byrjuðu í haust að varpa sprengjum á uppreisnarmenn gegn Bashar al Assad Sýrlandsforseta. Þjóðverjar ætla að senda allt að 1.200 hermenn, sex njósnaþotur og eina freigátu.
Mið-Austurlönd Mest lesið Dómari birtir nafn sæðisgjafa til að vara við honum og öðrum Erlent Sérkennilegt að vera útilokuð vegna mála sem komi borginni ekki við Innlent Útilokar aðild Úkraínu að NATO og krefur Evrópu um meira Erlent „Það er ekki hægt að koma svona fram við fólk“ Innlent Gullafólk, þingmenn og kanónur klöppuðu upp Guðrúnu Innlent Úrskurðarnefnd vísar máli Búseta frá Innlent „Kryddpíur“ í formlegt samtal Innlent Krókur Dana á móti bragði sem vilja kaupa Kaliforníu af Trump Erlent „Það er ekkert ólíklegt að þessi Sundhnúkssyrpa sé að koma að endalokum“ Innlent Hefur lagt fram frumvarp og ætlar að eyða óvissunni Innlent Fleiri fréttir Trump segir samningaviðræður um Úkraínustríðið hefjast strax McConnell greiddi atkvæði gegn Gabbard Kanna fullyrðingar hjúkrunarfræðings sem sagðist drepa Ísraela Útilokar aðild Úkraínu að NATO og krefur Evrópu um meira Telja Andersson hafa skotið fólk af handahófi Skotflaugar féllu á Kænugarð Krókur Dana á móti bragði sem vilja kaupa Kaliforníu af Trump Veitti Musk og DOGE meiri völd til niðurskurðar Dómari birtir nafn sæðisgjafa til að vara við honum og öðrum Segir Arabaríkin sameinuð í andstöðu sinni við hugmyndir Trump Samkomulagi um vopnahlé verði rift verði gíslunum ekki skilað Rússar láta bandarískan kennara úr haldi Óttast að átök verði að stóru stríði Neituðu að skrifa undir yfirlýsingu um gervigreind Sakar Tate-bræður um að þvinga sig til kynlífsvinnu Uppgjör milli Hvíta hússins og dómstóla í vændum Kennari stakk átta ára stúlku til bana Fundust látnir í tjaldi á hæsta fjalli Svíþjóðar Skurðlæknir grunaður um kynferðisbrot gegn 299 börnum Girnist Gasa og vill íbúana burt Segja Ísraela hafa brotið vopnahléssamninginn Ítrekar að honum er alvara um Kanada Forsetinn segir af sér Kölluðu Páfagarð „siðspilltan“ og „barnaníðs“ ríki Nasistadýrkun og gyðingaandúð: Ye hættur á Twitter Bandaríkin og öfgahægrið efst á baugi hjá þýsku kanslaraefnunum Selenskí segir nauðsynlegt að tryggja varanlegan frið Ísraelsher hverfur frá Netzarim en framhaldið óljóst Hótar 25 prósent tollum á allt stál og ál Rannsaka andlát breskra hjóna í Frakklandi Sjá meira