Menn gyrði sig í brók Svavar Hávarðsson skrifar 5. desember 2015 07:00 Utanríkisráðherra Frakka er ekki ánægður með ganginn í samningavinnunni. Ekki voru liðnir nema fjórir dagar af Loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í París þegar Laurent Fabius, utanríkisráðherra Frakka, beindi varnaðarorðum til samninganefnda landanna 195, sem nú reyna að berja saman tímamótaloftslagssamning, að gyrða sig í brók. Með sömu vinnubrögðum verði vinnunni aldrei lokið fyrir tilætlaðan tíma – eða 11. desember næstkomandi. Eins og kunnugt er reynir alþjóðasamfélagið í París að ná saman um markmið í loftlagsmálum sem geta snúið þróuninni við – hnattrænni hlýnun sem innan fárra áratuga mun að óbreyttu kynna fyrir mannkyni vandamál á áður óþekktum skala. Skilaboðin sem Fabius flutti voru að allt of hægt gengi, en reynslan frá fyrri loftslagsráðstefnum, en þessi er sú 21. í röðinni, kennir að ráðstefnan muni dragast á langinn og teygja sig einhverja daga fram yfir boðaða lokadagsetningu. Hugi Ólafsson, formaður íslensku sendinefndarinnar, vék að þessu atriði á kynningarfundi fyrir Parísarfundinn. Á máli Huga var að skilja að þrátt fyrir að markmiðið sé skýrt, og þörfin fyrir samkomulag knýjandi, þá sé flækjustig lokafrágangs samningsins gríðarlegt. Hann tiltók nokkur helstu álitamál í samningsdrögunum: Hnattrænt markmið um losun, ábyrgð þróaðra ríkja og þróunarríkja, samræmt bókhald og gegnsæi, fjármál og tjónabætur og lagalegt form samningsins. „Það er líka ekki hægt að ganga að því sem vísu að samkomulag náist í París. Það er líka með öllu óvíst hvað það verður sterkt. Það er líka næsta víst að viðræður halda áfram eftir fundinn um útfærslur á ýmsum atriðum,“ sagði Hugi á fundinum. Loftslagsmál Tengdar fréttir Vilja metnaðarfull loftslagsmarkmið Höfuðborgir Norðurlandanna standa sameinaðar á Loftslagsráðstefnunni í París. Stefnan er að ná, og fara fram úr, markmiðum ESB um 20 prósenta samdrátt í orkunotkun og losun gróðurhúsalofttegunda fyrir árið 2020. 3. desember 2015 07:00 Tæknilausn CRI veitt athygli á loftslagsráðstefnunni í París KC Tran, forstjóri Carbon Recycling International (CRI), tekur þátt í hringborði forstjóra og stjórnarformanna alþjóðlegra fyrirtækja á Loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna (COP21) þar sem rædd verður ályktun um hvaða raunhæfu aðgerðir fyrirtækin hyggjast ráðast í til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda frá iðnframleiðslu. 4. desember 2015 07:00 Þjóðarleiðtogar horfa til endurnýjanlegra orkugjafa Tilkynnt um þátttöku Íslendinga í alþjóðlegu verkefni um aukna nýtingu jarðvarma. Frakka setja 6 milljarða evra í umhverfisvæna orkunýtingu í Afríku. 1. desember 2015 18:35 Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Erlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Erlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fleiri fréttir Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Sjá meira
Ekki voru liðnir nema fjórir dagar af Loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í París þegar Laurent Fabius, utanríkisráðherra Frakka, beindi varnaðarorðum til samninganefnda landanna 195, sem nú reyna að berja saman tímamótaloftslagssamning, að gyrða sig í brók. Með sömu vinnubrögðum verði vinnunni aldrei lokið fyrir tilætlaðan tíma – eða 11. desember næstkomandi. Eins og kunnugt er reynir alþjóðasamfélagið í París að ná saman um markmið í loftlagsmálum sem geta snúið þróuninni við – hnattrænni hlýnun sem innan fárra áratuga mun að óbreyttu kynna fyrir mannkyni vandamál á áður óþekktum skala. Skilaboðin sem Fabius flutti voru að allt of hægt gengi, en reynslan frá fyrri loftslagsráðstefnum, en þessi er sú 21. í röðinni, kennir að ráðstefnan muni dragast á langinn og teygja sig einhverja daga fram yfir boðaða lokadagsetningu. Hugi Ólafsson, formaður íslensku sendinefndarinnar, vék að þessu atriði á kynningarfundi fyrir Parísarfundinn. Á máli Huga var að skilja að þrátt fyrir að markmiðið sé skýrt, og þörfin fyrir samkomulag knýjandi, þá sé flækjustig lokafrágangs samningsins gríðarlegt. Hann tiltók nokkur helstu álitamál í samningsdrögunum: Hnattrænt markmið um losun, ábyrgð þróaðra ríkja og þróunarríkja, samræmt bókhald og gegnsæi, fjármál og tjónabætur og lagalegt form samningsins. „Það er líka ekki hægt að ganga að því sem vísu að samkomulag náist í París. Það er líka með öllu óvíst hvað það verður sterkt. Það er líka næsta víst að viðræður halda áfram eftir fundinn um útfærslur á ýmsum atriðum,“ sagði Hugi á fundinum.
Loftslagsmál Tengdar fréttir Vilja metnaðarfull loftslagsmarkmið Höfuðborgir Norðurlandanna standa sameinaðar á Loftslagsráðstefnunni í París. Stefnan er að ná, og fara fram úr, markmiðum ESB um 20 prósenta samdrátt í orkunotkun og losun gróðurhúsalofttegunda fyrir árið 2020. 3. desember 2015 07:00 Tæknilausn CRI veitt athygli á loftslagsráðstefnunni í París KC Tran, forstjóri Carbon Recycling International (CRI), tekur þátt í hringborði forstjóra og stjórnarformanna alþjóðlegra fyrirtækja á Loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna (COP21) þar sem rædd verður ályktun um hvaða raunhæfu aðgerðir fyrirtækin hyggjast ráðast í til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda frá iðnframleiðslu. 4. desember 2015 07:00 Þjóðarleiðtogar horfa til endurnýjanlegra orkugjafa Tilkynnt um þátttöku Íslendinga í alþjóðlegu verkefni um aukna nýtingu jarðvarma. Frakka setja 6 milljarða evra í umhverfisvæna orkunýtingu í Afríku. 1. desember 2015 18:35 Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Erlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Erlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fleiri fréttir Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Sjá meira
Vilja metnaðarfull loftslagsmarkmið Höfuðborgir Norðurlandanna standa sameinaðar á Loftslagsráðstefnunni í París. Stefnan er að ná, og fara fram úr, markmiðum ESB um 20 prósenta samdrátt í orkunotkun og losun gróðurhúsalofttegunda fyrir árið 2020. 3. desember 2015 07:00
Tæknilausn CRI veitt athygli á loftslagsráðstefnunni í París KC Tran, forstjóri Carbon Recycling International (CRI), tekur þátt í hringborði forstjóra og stjórnarformanna alþjóðlegra fyrirtækja á Loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna (COP21) þar sem rædd verður ályktun um hvaða raunhæfu aðgerðir fyrirtækin hyggjast ráðast í til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda frá iðnframleiðslu. 4. desember 2015 07:00
Þjóðarleiðtogar horfa til endurnýjanlegra orkugjafa Tilkynnt um þátttöku Íslendinga í alþjóðlegu verkefni um aukna nýtingu jarðvarma. Frakka setja 6 milljarða evra í umhverfisvæna orkunýtingu í Afríku. 1. desember 2015 18:35