Kærur um rangar sakargiftir í Hlíðamálinu felldar niður Snærós Sindradóttir og Þórhildur Þorkelsdóttir skrifa 4. desember 2015 18:45 Kærur um rangar sakargiftir á hendur tveggja kvenna sem koma við sögu í nauðgunarmálinu í Hlíðunum hafa verið felldar niður hjá lögreglu. Þá hefur kæra um nauðgun á karlmanni í sama máli einnig verið felld niður. Þetta staðfestir Jón H.B. Snorrason aðstoðarlögreglustjóri hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Kærurnar bárust í kjölfar þess að tvær konur lögðu fram nauðgunarkærur á hendur samnemanda sínum í Háskólanum í Reykjavík eftir aðskildar bekkjarskemmtanir í október. Annar maður á fertugsaldri var einnig kærður fyrir seinna atvikið sem átti sér stað í íbúð þess eldri við Miklubraut í Hlíðahverfi. Rannsókn lögreglu á nauðgunarkærum kvennanna tveggja er lokið og hafa þær verið sendar til ríkissaksóknara. Fréttablaðið greindi frá því í nóvember að í íbúðinni hefðu fundist tól sem notuð voru við ofbeldið, svo sem keðjur og svipur. Málið vakti mikinn óhug í samfélaginu og varð til þess að hópur fólks kom saman fyrir utan lögreglustöðina á Hverfisgötu til að mótmæla því að mennirnir tveir hefðu ekki verið úrskurðaðir í gæsluvarðhald. Nöfn mannanna voru birt á samfélagsmiðlum og í kjölfarið var staðfest að þeir hefðu farið úr landi. Í kjölfar fjölmiðlaumfjöllunar um málið kærði Vilhjálmur Hans Vilhjálmsson, verjandi annars mannsins, konurnar tvær fyrir rangar sakargiftir og aðra þeirra fyrir nauðgun. Í nauðgunarkærunni sagði að konan hefði lagst hjá öðrum manninum, samnemanda sínum, á dýnu á gólfi íbúðarinnar og haft við hann munnmök í nokkrar sekúndur. Maðurinn hefði beðið konuna að hætta sem hún hefði gert. Þessi kæra hefur nú verið felld niður hjá lögreglunni og rannsókn hætt. Kærur á konurnar tvær um rangar sakargiftir hafa sömuleiðis verið felldar niður. Hlíðamálið Tengdar fréttir Telur að endurmennta þurfi dómara landsins Unnur Brá Konráðsdóttir, þingkona Sjálfstæðisflokksins, vill að gripið verði til aðgerða til að bæta meðferð kynferðisbrota í kerfinu. 28. nóvember 2015 07:00 Skynsamleg viðbrögð? Nýlega voru fimm piltar sýknaðir af ákæru um að nauðga skólasystur sinni. Ekki leikur vafi á að kynmök hafi átt sér stað heldur hvort stúlkan hafi verið þeim samþykk. Stúlkan kærir ofbeldi en piltarnir lýsa hversu gröð hún hafi verið í þá alla, helst sem flesta í einu. 3. desember 2015 07:00 Ný íslensk rannsókn: Frekar sakfellt í kynferðisbrotamálum ef þolandi er með áverka Algengara er að þolandi og gerandi þekkist ekki í nauðgunarmálum á Íslandi. 4. desember 2015 06:00 Hlíðamálin komin til saksóknara Fréttablaðið greindi frá rannsókn málanna í síðasta mánuði. 4. desember 2015 13:34 Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Fleiri fréttir Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Sjá meira
Kærur um rangar sakargiftir á hendur tveggja kvenna sem koma við sögu í nauðgunarmálinu í Hlíðunum hafa verið felldar niður hjá lögreglu. Þá hefur kæra um nauðgun á karlmanni í sama máli einnig verið felld niður. Þetta staðfestir Jón H.B. Snorrason aðstoðarlögreglustjóri hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Kærurnar bárust í kjölfar þess að tvær konur lögðu fram nauðgunarkærur á hendur samnemanda sínum í Háskólanum í Reykjavík eftir aðskildar bekkjarskemmtanir í október. Annar maður á fertugsaldri var einnig kærður fyrir seinna atvikið sem átti sér stað í íbúð þess eldri við Miklubraut í Hlíðahverfi. Rannsókn lögreglu á nauðgunarkærum kvennanna tveggja er lokið og hafa þær verið sendar til ríkissaksóknara. Fréttablaðið greindi frá því í nóvember að í íbúðinni hefðu fundist tól sem notuð voru við ofbeldið, svo sem keðjur og svipur. Málið vakti mikinn óhug í samfélaginu og varð til þess að hópur fólks kom saman fyrir utan lögreglustöðina á Hverfisgötu til að mótmæla því að mennirnir tveir hefðu ekki verið úrskurðaðir í gæsluvarðhald. Nöfn mannanna voru birt á samfélagsmiðlum og í kjölfarið var staðfest að þeir hefðu farið úr landi. Í kjölfar fjölmiðlaumfjöllunar um málið kærði Vilhjálmur Hans Vilhjálmsson, verjandi annars mannsins, konurnar tvær fyrir rangar sakargiftir og aðra þeirra fyrir nauðgun. Í nauðgunarkærunni sagði að konan hefði lagst hjá öðrum manninum, samnemanda sínum, á dýnu á gólfi íbúðarinnar og haft við hann munnmök í nokkrar sekúndur. Maðurinn hefði beðið konuna að hætta sem hún hefði gert. Þessi kæra hefur nú verið felld niður hjá lögreglunni og rannsókn hætt. Kærur á konurnar tvær um rangar sakargiftir hafa sömuleiðis verið felldar niður.
Hlíðamálið Tengdar fréttir Telur að endurmennta þurfi dómara landsins Unnur Brá Konráðsdóttir, þingkona Sjálfstæðisflokksins, vill að gripið verði til aðgerða til að bæta meðferð kynferðisbrota í kerfinu. 28. nóvember 2015 07:00 Skynsamleg viðbrögð? Nýlega voru fimm piltar sýknaðir af ákæru um að nauðga skólasystur sinni. Ekki leikur vafi á að kynmök hafi átt sér stað heldur hvort stúlkan hafi verið þeim samþykk. Stúlkan kærir ofbeldi en piltarnir lýsa hversu gröð hún hafi verið í þá alla, helst sem flesta í einu. 3. desember 2015 07:00 Ný íslensk rannsókn: Frekar sakfellt í kynferðisbrotamálum ef þolandi er með áverka Algengara er að þolandi og gerandi þekkist ekki í nauðgunarmálum á Íslandi. 4. desember 2015 06:00 Hlíðamálin komin til saksóknara Fréttablaðið greindi frá rannsókn málanna í síðasta mánuði. 4. desember 2015 13:34 Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Fleiri fréttir Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Sjá meira
Telur að endurmennta þurfi dómara landsins Unnur Brá Konráðsdóttir, þingkona Sjálfstæðisflokksins, vill að gripið verði til aðgerða til að bæta meðferð kynferðisbrota í kerfinu. 28. nóvember 2015 07:00
Skynsamleg viðbrögð? Nýlega voru fimm piltar sýknaðir af ákæru um að nauðga skólasystur sinni. Ekki leikur vafi á að kynmök hafi átt sér stað heldur hvort stúlkan hafi verið þeim samþykk. Stúlkan kærir ofbeldi en piltarnir lýsa hversu gröð hún hafi verið í þá alla, helst sem flesta í einu. 3. desember 2015 07:00
Ný íslensk rannsókn: Frekar sakfellt í kynferðisbrotamálum ef þolandi er með áverka Algengara er að þolandi og gerandi þekkist ekki í nauðgunarmálum á Íslandi. 4. desember 2015 06:00
Hlíðamálin komin til saksóknara Fréttablaðið greindi frá rannsókn málanna í síðasta mánuði. 4. desember 2015 13:34