Körfubolti

Treyja Steph Curry fer ekki upp á vegg fyrr en hann útskrifast

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Stephen Curry.
Stephen Curry.
Stephen Curry er einn allra besti leikmaður NBA-deildarinnar í dag og hann er að spila í besta liði NBA-deildarinnar. Davidson-háskólinn ætti að vera stoltur af sínum manni en treyjan hans er samt ekki á leiðinni upp á vegg hjá Davidson af einni ástæðu.

ESPN segir frá því að aðeins útskrifaðir leikmenn fái treyju sína upp á vegg hjá Davidson-skólanum en Curry lék í númer 30 hjá Davidson á árunum 2006 til 2009.

Curry yfirgaf Davidson-skólann vorið 2009 og fór í nýliðaval NBA-deildarinnar. Hann náði ekki að útskrifast en það munaði þó ekki miklu. Hann á aðeins eftir að klára nokkur fög áður en hann fær háskólaprófið.

Curry hefur talað um það að hann ætli að klára það sem hann á eftir en hann stundaði nám í félagsfræði við skólann.

Davidson-skólinn bíður ekki upp á sumarkennslu og því gæti verið erfitt fyrir Curry að komast í námið á næstunni enda NBA-deildin á fullu þegar skólinn er gangi.

„Ég gerði mér alveg grein fyrir því út í hvað ég var að fara þegar ég fór í Davidson. Ég lofaði þjálfaranum mínum [Bob McKillop] og fjölskyldu minni að ég myndi útskrifast. Ég ætla að efna það loforð sem fyrst," sagði Stephen Curry við ESPN.

Stephen Curry var allt í öllu hjá körfuboltaliði Davidson-skólans og hjálpaði liðinu meðal annars að komast í átta liða úrslitin 2008. Hann setti það ár met yfir flestar þriggja stiga körfur í háskólaboltanum.  Hann hefur bætt sig á hverju ári í NBA-deildinni og er að gera það enn einu sinni í vetur.

Stephen Curry er með 32 stig, 6 stoðsendingar og 5,1 frákast að meðaltali með Golden State Warroirs í vetur en liðið er búið að vinna tuttugu fyrstu leiki tímabilsins og er fyrsta liðið í sögu NBA-deildarinnar sem nær því.



NBA

Tengdar fréttir

Curry magnaður í einn einum sigri Golden State | Myndbönd

Sigurganga núverandi meistaranna í NBA-deildinni, Golden State Warriors, virðist engan enda ætla að taka. Þeir unnu sinn sautjánda leik í röð í deildinni í nótt nú gegn Phoenix, en þeir hafa unnið alla sína leiki á tímabilinu.

Curry og George leikmenn mánaðarins

Steph Curry, leikmaður Golden State, og Paul George hjá Indiana voru verðlaunaðir af NBA-deildinni fyrir flotta frammistöðu í síðasta mánuði.

Litlu strákarnir orðnir stærstir í NBA

NBA-meistarar Golden State Warriors hafa þegar skapað sér sérstöðu í sögu NBA-deildarinnar í körfubolta með því að vinna sextán fyrstu leiki tímabilsins. Þeir eru ekki bara að vinna sigra heldur nær alla leikina með miklum mun. Lifir sigurgangan fram á jóladag?

Besta byrjun liðs frá upphafi

Golden State Warriors komst í sögubækur NBA-deildarinnar með öruggum sigri á Lakers í nótt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×