Körfubolti

Wade í stuði í villtum leik

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Wade var magnaður í nótt.
Wade var magnaður í nótt. vísir/getty
Með Dwyane Wade í broddi fylkingar náði Miami að vinna magnaðan sigur í skrautlegum leik gegn Oklahoma.

Liðin skiptust 38 sinnum á að vera með forystuna í leiknum sem er ótrúleg tölfræði. Skrautlegasti leikur tímabilsins án vafa. Taugar Miami héldu þó í lokin.

Wade skoraði 28 stig í leiknum og þar af tvö víti í blálokin sem innsigluðu sigurinn. Wade sagði eftir leik að þetta hefði verið eins og leikur í úrslitakeppninni. Chris Bosh skoraði 16 stig og Goran Dragic 14.

Russell Westbrook og Kevin Durant skoruðu báðir 25 stig fyrir Oklahoma. Liðið klúðraði tveim þriggja stiga skotum á síðustu tíu sekúndum leiksins.

Úrslit:

Miami-Oklahoma  97-95

Toronto-Denver  105-106

Utah-Orlando  94-103

Memphis-San Antonio  83-103

Portland-Indiana  123-111

Sacramento-Boston  97-114

Staðan í NBA-deildinni.

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×