Emil: Við erum í skítamálum Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 1. desember 2015 22:35 Vísir/Getty Emil Hallfreðsson, landsliðsmaður og leikmaður Hellas Verona á Ítalíu, segir ljóst að breytinga var þörf hjá liði sínu en þjálfarinn Andrea Mandrolini var látinn fara nú í vikunni. Hellas Verona er í neðsta sæti ítölsku deildarinnar og er enn án sigurs eftir fyrstu fjórtán umferðirnar. Emil segist í viðtali við Akraborgina á X-inu vera að mörgu leyti sáttur við eigin spilamennsku en hann sér á eftir þjálfaranum eftir fimm ára samstarf þeirra í Verona. „Er það ekki þannig að þjálfarinn fær að kenna á því fyrir gengið? Það var að mínu mati ekki honum að kenna enda fullt af hlutum sem hafa ekki gengið upp hjá okkur í ár,“ sagði Emil í viðtalinu.Sjá einnig: Nýi þjálfarinn hjá Verona talar vel um Emil Hann segir að þetta sé þó eðlileg afleiðing af því að hafa ekki unnið í fjórtán leikjum í röð. „Það er í raun alveg ótrúlegt. Þetta hefur örugglega tekið meira á andlega en nokkuð annað,“ segir Emil en uppgangur Hellas Verona undanfarin fimm ár hefur verið mikill undir stjórn Mandrolini. „Við höfum upplifað marga sigra undanfarin fimm ár og þrátt fyrir að þetta hafi verið erfitt inn á milli höfum við alltaf náð að komast í gegnum alla erfiðleika. En nú virðist sem svo að mælirinn hafi verið fullur hjá félaginu, því miður.“ Á þessum fimm árum vann Hellas Verona bæði C- og B-deildina og hefur náð að halda velli í A-deildinni þar til nú. Emil segir ljóst að fall blasir við nema eitthvað breytist. „Við erum í skítamálum svo maður segir alveg eins og er. Það þurfti að gera einhverjar breytingar og það er komin pressa frá stuðningsmönnum og öllum í kringum félagið,“ segir hann. Viðtalið má heyra í heild sinni hér fyrir ofan. Ítalski boltinn Mest lesið Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Golf „Ætla að sýna að ég er rétti maðurinn“ Fótbolti „Við fengum ekki það sem við áttum skilið“ Enski boltinn Barca valtaði yfir erkifjendurna og vann Ofurbikarinn Fótbolti Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Körfubolti Frábær sigur hjá Cecilíu Rán og Napoli jók forystuna á ný Fótbolti Guðlaugur Victor mætir Liverpool og fjórir úrvalsdeildarslagir Fótbolti „Fann frá fyrstu mínútu að þetta var okkar dagur“ Enski boltinn „Eina leiðin fyrir mig til að lifa af í þessu eitraða umhverfi“ Fótbolti Havertz skúrkurinn þegar United fór áfram Enski boltinn Fleiri fréttir „Við fengum ekki það sem við áttum skilið“ Frábær sigur hjá Cecilíu Rán og Napoli jók forystuna á ný Barca valtaði yfir erkifjendurna og vann Ofurbikarinn „Ætla að sýna að ég er rétti maðurinn“ „Fann frá fyrstu mínútu að þetta var okkar dagur“ Guðlaugur Victor mætir Liverpool og fjórir úrvalsdeildarslagir Ekkert mál fyrir Dýrlingana Tvö mörk frá Elíasi Má dugðu ekki til Havertz skúrkurinn þegar United fór áfram Benóný Breki fékk tækifæri gegn Crystal Palace Lömbin þögnuðu ekki fyrr en í framlengingu Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR „Eina leiðin fyrir mig til að lifa af í þessu eitraða umhverfi“ Fundu ellefu ára gamlan Rashford á götumynd Google Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Vilja 370 milljarða í skaðabætur vegna dauða eiganda Leicester Milan áfram í miðjumoði eftir jafntefli Slot hrósaði Accrington og ungstirninu Pep staðfestir að Walker vilji fara í janúar Tæpt hjá Leeds gegn Harrogate úr D-deildinni Upprúllun hjá City gegn litla nágrannaliðinu Kane tryggði Bayern fjögurra stiga forystu Tólfta jafntefli Juventus sem hefur ekki enn tapað deildarleik Frækinn sigur Plymouth en þægilegt hjá Chelsea Sjáðu glæsimark Alexander-Arnold og fyrsta mark Chiesa fyrir Liverpool Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Frábært mark Trents, fyrsta mark Chiesa og nýtt Liverpool met hjá sextán ára strák Alfons og Willum áfram í enska bikarnum Vinícius Júnior gæti keypt sér fótboltafélag Sjá meira
Emil Hallfreðsson, landsliðsmaður og leikmaður Hellas Verona á Ítalíu, segir ljóst að breytinga var þörf hjá liði sínu en þjálfarinn Andrea Mandrolini var látinn fara nú í vikunni. Hellas Verona er í neðsta sæti ítölsku deildarinnar og er enn án sigurs eftir fyrstu fjórtán umferðirnar. Emil segist í viðtali við Akraborgina á X-inu vera að mörgu leyti sáttur við eigin spilamennsku en hann sér á eftir þjálfaranum eftir fimm ára samstarf þeirra í Verona. „Er það ekki þannig að þjálfarinn fær að kenna á því fyrir gengið? Það var að mínu mati ekki honum að kenna enda fullt af hlutum sem hafa ekki gengið upp hjá okkur í ár,“ sagði Emil í viðtalinu.Sjá einnig: Nýi þjálfarinn hjá Verona talar vel um Emil Hann segir að þetta sé þó eðlileg afleiðing af því að hafa ekki unnið í fjórtán leikjum í röð. „Það er í raun alveg ótrúlegt. Þetta hefur örugglega tekið meira á andlega en nokkuð annað,“ segir Emil en uppgangur Hellas Verona undanfarin fimm ár hefur verið mikill undir stjórn Mandrolini. „Við höfum upplifað marga sigra undanfarin fimm ár og þrátt fyrir að þetta hafi verið erfitt inn á milli höfum við alltaf náð að komast í gegnum alla erfiðleika. En nú virðist sem svo að mælirinn hafi verið fullur hjá félaginu, því miður.“ Á þessum fimm árum vann Hellas Verona bæði C- og B-deildina og hefur náð að halda velli í A-deildinni þar til nú. Emil segir ljóst að fall blasir við nema eitthvað breytist. „Við erum í skítamálum svo maður segir alveg eins og er. Það þurfti að gera einhverjar breytingar og það er komin pressa frá stuðningsmönnum og öllum í kringum félagið,“ segir hann. Viðtalið má heyra í heild sinni hér fyrir ofan.
Ítalski boltinn Mest lesið Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Golf „Ætla að sýna að ég er rétti maðurinn“ Fótbolti „Við fengum ekki það sem við áttum skilið“ Enski boltinn Barca valtaði yfir erkifjendurna og vann Ofurbikarinn Fótbolti Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Körfubolti Frábær sigur hjá Cecilíu Rán og Napoli jók forystuna á ný Fótbolti Guðlaugur Victor mætir Liverpool og fjórir úrvalsdeildarslagir Fótbolti „Fann frá fyrstu mínútu að þetta var okkar dagur“ Enski boltinn „Eina leiðin fyrir mig til að lifa af í þessu eitraða umhverfi“ Fótbolti Havertz skúrkurinn þegar United fór áfram Enski boltinn Fleiri fréttir „Við fengum ekki það sem við áttum skilið“ Frábær sigur hjá Cecilíu Rán og Napoli jók forystuna á ný Barca valtaði yfir erkifjendurna og vann Ofurbikarinn „Ætla að sýna að ég er rétti maðurinn“ „Fann frá fyrstu mínútu að þetta var okkar dagur“ Guðlaugur Victor mætir Liverpool og fjórir úrvalsdeildarslagir Ekkert mál fyrir Dýrlingana Tvö mörk frá Elíasi Má dugðu ekki til Havertz skúrkurinn þegar United fór áfram Benóný Breki fékk tækifæri gegn Crystal Palace Lömbin þögnuðu ekki fyrr en í framlengingu Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR „Eina leiðin fyrir mig til að lifa af í þessu eitraða umhverfi“ Fundu ellefu ára gamlan Rashford á götumynd Google Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Vilja 370 milljarða í skaðabætur vegna dauða eiganda Leicester Milan áfram í miðjumoði eftir jafntefli Slot hrósaði Accrington og ungstirninu Pep staðfestir að Walker vilji fara í janúar Tæpt hjá Leeds gegn Harrogate úr D-deildinni Upprúllun hjá City gegn litla nágrannaliðinu Kane tryggði Bayern fjögurra stiga forystu Tólfta jafntefli Juventus sem hefur ekki enn tapað deildarleik Frækinn sigur Plymouth en þægilegt hjá Chelsea Sjáðu glæsimark Alexander-Arnold og fyrsta mark Chiesa fyrir Liverpool Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Frábært mark Trents, fyrsta mark Chiesa og nýtt Liverpool met hjá sextán ára strák Alfons og Willum áfram í enska bikarnum Vinícius Júnior gæti keypt sér fótboltafélag Sjá meira