Lögreglan hvetur fólk til að fara snemma af stað sé það á vel búnu ökutæki til vetraraksturs. Í tilkynningu frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu segir að miklum skafrenningi og byl sé spáð nú í morgunsárið en að veðrið sé örlítið seinna á ferðinni en áætlað var.
„Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu bendir fólki á að ef það ætlar af stað í morgunsárið sé það komið á áfangastað fyrir kl. 8 þegar veðrið á að skella á,“ segir í tilkynningu lögreglunnar. „Gert er ráð fyrir að um hádegi nái veðrið hámarki með mikilli snjókomu.“
Lögreglan ítrekar í tilkynningunni að þeir sem ekki hafa útbúið ökutæki sín til vetraraksturs fari ekki af stað og tefji þannig umferð vegna vanbúnaðar.
Lögreglan segir fólki á illa útbúnum bílum að fara ekki út í umferðina

Tengdar fréttir

Stormviðvörun: „Býður upp á vandræði“ að fara út í umferðina
Veðrið mun ná hámarki um og upp úr hádegi á höfuðborgarsvæðinu en halda síðan áfram yfir landið.

Aðgerðarstöð fyrir höfuðborgarsvæðið er í startholunum
Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins fylgist með veðrinu úr Skógarhlíð.