Haukar unnu auðveldan sigur á Val í Dominos-deild kvenna í körfubolta í dag en leikurinn fór 93-77 og fór fram í Hafnafirði.
Sigur Hauka var aldrei í hættu en staðan í hálfleik var 49-30 fyrir heimakonur.
Helena Sverrisdóttir skoraði 26 stig, tók 12 fráköst og gaf níu stoðsendingar í leiknum og því vantaði aðeins eina stoðsendingu í þrennuna frægu.
Karisma Chapman gerði 29 stig hjá Val og tók 15 fráköst. Haukar eru í efsta sæti deildarinnar með 20 stig, tveimur stigum meira en Snæfell.
