Óhjákvæmilegt að refsa Tyrkjum Guðsteinn Bjarnason skrifar 18. desember 2015 05:00 Að venju var mikið fjölmenni á hinum árlega blaðamannafundi Pútíns, sem sjónvarpað var í gær. vísir/epa Rússland Vladimír Pútín Rússlandsforseti fór hörðum orðum um tyrkneska ráðamenn á hinum árlega blaðamannafundi sínum sem sjónvarpað var í gær. Hann sagðist ekki sjá neinn flöt á því að bæta samskiptin við Tyrkland á næstunni. „Við höfum lært það af reynslunni að það er erfitt eða næstum því ómögulegt að komast að samkomulagi við núverandi stjórn Tyrklands,“ sagði Pútín. „Jafnvel þegar við segjumst vera sammála þeim, þá reyna þeir að leika á okkur eða stinga okkur í bakið gjörsamlega að ástæðulausu.“ Hann sagði hugsanlegt að þegar Tyrkir skutu niður rússneska herþotu í síðasta mánuði hefðu þeir fyrst og fremst ætlað að sleikja sig upp við Bandaríkjamenn, og notaði þar sæmilega gróft orðalag: „En ef einhver forystumanna Tyrklands ákvað að sleikja Bandaríkjamenn á vissum stað, þá veit ég ekki hvort það var skynsamlegt,“ sagði Pútín og hótaði refsiaðgerðum. „Ég held hins vegar að leiðtogar Tyrklands hafi farið fram úr sjálfum sér þarna. Rússland neyðist til þess að grípa til efnahagshafta eða annarra aðgerða, til dæmis hvað varðar ferðaþjónustu.“ Á hinn bóginn sýndi Pútín vilja til þess að vinna með Bandaríkjamönnum að lausn á átökunum í Sýrlandi: „Hugmyndir Rússlands fara í meginatriðum saman við þær hugmyndir sem Bandaríkin hafa viðrað. Það er samstarf um stjórnarskrárbreytingar, eftirlit með lýðræðislegum kosningum í framtíðinni, kosningarnar sjálfar og viðurkenning á úrslitum þeirra,“ sagði hann, en hélt þó fast við eindreginn stuðning sinn við Bashar al Assad Sýrlandsforseta. Loftárásir rússneska hersins í Sýrlandi þjóni einkum því markmiði að styðja sókn stjórnarhersins gegn uppreisnarmönnum. Hins vegar styðji hann drög Bandaríkjamanna að ályktun í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna um Sýrland: „Ég held að sýrlenskir ráðamenn muni líka fallast á þau drög. Það getur verið eitthvað sem einhver er ekki ánægður með. En til að reyna að finna lausn á blóðugum átökum til margra ára, þá er alltaf rúm fyrir málamiðlanir á báða bóga.“ Þá viðurkenndi Pútín í fyrsta sinn opinberlega að Rússar hefðu sent uppreisnarmönnum í austanverðri Úkraínu hernaðaraðstoð af einhverju tagi, þótt orðalagið væri óljóst: „Við höfum aldrei sagt að það væru ekki menn þarna að sinna ákveðnum verkefnum, þar á meðal á hernaðarsviðinu, en þetta þýðir ekki að þarna sé rússneskt herlið. Áttaðu þig á muninum,“ sagði hann við spyrjanda, sem nafngreindi rússneska hermenn sem úkraínsk stjórnvöld hafa handtekið. Loks hældi Pútín bandaríska repúblikananum Donald Trump á hvert reipi, sagði hann bæði snjallan og hæfileikaríkan. „Það er ekki okkar að leggja mat á kosti hans, heldur bandarískra kjósenda,“ sagði Pútín við blaðamenn að lokinni sjónvarpsútsendingunni. „Hann er mjög áberandi persóna, hæfileikaríkur, tvímælalaust.“ Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Innlent „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Erlent Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Innlent Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Innlent Fleiri fréttir „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Netanjahú rekur varnarmálaráðherrann Sjá meira
Rússland Vladimír Pútín Rússlandsforseti fór hörðum orðum um tyrkneska ráðamenn á hinum árlega blaðamannafundi sínum sem sjónvarpað var í gær. Hann sagðist ekki sjá neinn flöt á því að bæta samskiptin við Tyrkland á næstunni. „Við höfum lært það af reynslunni að það er erfitt eða næstum því ómögulegt að komast að samkomulagi við núverandi stjórn Tyrklands,“ sagði Pútín. „Jafnvel þegar við segjumst vera sammála þeim, þá reyna þeir að leika á okkur eða stinga okkur í bakið gjörsamlega að ástæðulausu.“ Hann sagði hugsanlegt að þegar Tyrkir skutu niður rússneska herþotu í síðasta mánuði hefðu þeir fyrst og fremst ætlað að sleikja sig upp við Bandaríkjamenn, og notaði þar sæmilega gróft orðalag: „En ef einhver forystumanna Tyrklands ákvað að sleikja Bandaríkjamenn á vissum stað, þá veit ég ekki hvort það var skynsamlegt,“ sagði Pútín og hótaði refsiaðgerðum. „Ég held hins vegar að leiðtogar Tyrklands hafi farið fram úr sjálfum sér þarna. Rússland neyðist til þess að grípa til efnahagshafta eða annarra aðgerða, til dæmis hvað varðar ferðaþjónustu.“ Á hinn bóginn sýndi Pútín vilja til þess að vinna með Bandaríkjamönnum að lausn á átökunum í Sýrlandi: „Hugmyndir Rússlands fara í meginatriðum saman við þær hugmyndir sem Bandaríkin hafa viðrað. Það er samstarf um stjórnarskrárbreytingar, eftirlit með lýðræðislegum kosningum í framtíðinni, kosningarnar sjálfar og viðurkenning á úrslitum þeirra,“ sagði hann, en hélt þó fast við eindreginn stuðning sinn við Bashar al Assad Sýrlandsforseta. Loftárásir rússneska hersins í Sýrlandi þjóni einkum því markmiði að styðja sókn stjórnarhersins gegn uppreisnarmönnum. Hins vegar styðji hann drög Bandaríkjamanna að ályktun í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna um Sýrland: „Ég held að sýrlenskir ráðamenn muni líka fallast á þau drög. Það getur verið eitthvað sem einhver er ekki ánægður með. En til að reyna að finna lausn á blóðugum átökum til margra ára, þá er alltaf rúm fyrir málamiðlanir á báða bóga.“ Þá viðurkenndi Pútín í fyrsta sinn opinberlega að Rússar hefðu sent uppreisnarmönnum í austanverðri Úkraínu hernaðaraðstoð af einhverju tagi, þótt orðalagið væri óljóst: „Við höfum aldrei sagt að það væru ekki menn þarna að sinna ákveðnum verkefnum, þar á meðal á hernaðarsviðinu, en þetta þýðir ekki að þarna sé rússneskt herlið. Áttaðu þig á muninum,“ sagði hann við spyrjanda, sem nafngreindi rússneska hermenn sem úkraínsk stjórnvöld hafa handtekið. Loks hældi Pútín bandaríska repúblikananum Donald Trump á hvert reipi, sagði hann bæði snjallan og hæfileikaríkan. „Það er ekki okkar að leggja mat á kosti hans, heldur bandarískra kjósenda,“ sagði Pútín við blaðamenn að lokinni sjónvarpsútsendingunni. „Hann er mjög áberandi persóna, hæfileikaríkur, tvímælalaust.“
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Innlent „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Erlent Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Innlent Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Innlent Fleiri fréttir „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Netanjahú rekur varnarmálaráðherrann Sjá meira