Sextán-liða úrslitunum í þýsku bikarkeppninni lauk í kvöld með fjórum leikjum.
Borussia Dortmund vann 0-2 sigur á Augsburg á útivelli.
Staðan í hálfleik var markalaus en Dortmund gerði út um leikinn með tveimur mörkum um miðjan seinni hálfleik.
Hinn sjóðheiti Pierre-Emerick Aubameyang kom Dortmund yfir á 61. mínútu og fimm mínútum síðar bætti Armeninn Henrikh Mkhitaryan öðru marki við og þar við sat.
Hertha Berlin, Stuttgart og Bochum komust einnig áfram í kvöld.
Þessi lið mætast í 8-liða úrslitum þýsku bikarkeppninnar:
Stuttgart - Dortmund
Heidenheim - Hertha Berlin
Bochum - Bayern München
Leverkusen - Werder Bremen
Aubameyang með enn eitt markið er Dortmund fór áfram

Tengdar fréttir

Alonso tryggði Bayern áfram | Chicharito enn og aftur á skotskónum
Fyrri fjórir leikirnir í 16-liða úrslitum þýsku bikarkeppninnar í fótbolta fóru fram í kvöld.