Varasamt að hreykja sér Orri Vigfússon skrifar 17. desember 2015 07:00 Raforkustefna Íslendinga hefur hingað til miðast við að lágmarka neikvæð áhrif af stíflum og öðrum raforkumannvirkjum. Kappkostað hefur verið að virkja eins ofarlega í ánum og mögulegt er, helst í jökulám á borð við Þjórsá, Blöndu og Jökulsá á Dal, og takmarka þannig áhrif á gönguleiðir fiska. Eigi áfram að framleiða græna og endurnýjanlega orku á Íslandi þarf að fara varlega og ganga ekki of nærri óspilltri náttúru, sem er okkar verðmætasta auðlind. Á loftslagsráðstefnunni í París komu fram nýjar upplýsingar um þann skaða sem vatnsaflsstíflur valda á lífríkinu. Þar bar hæst tjón á fiskstofnum vegna búsvæðamissis, rennslisbreytinga og setefnisflutninga. Sagt var frá því að rennslisbreytingar af manna völdum hafi haft mun alvarlegri áhrif en áður var talið. Í París var því lögð höfuðáhersla á að lífríkið yrði undantekningalaust kannað í þaula og umhverfisáhrif metin áður en verkfræðingar fengju að hlutast til um mannvirkjagerð í straumvötnum. Þótt okkur finnist að bærilega hafi til tekist í raforkumálum Íslendinga til þessa er vafasamt að hreykja sér um of af árangrinum og leggja til að slakað verði á umhverfiskröfum á næstu árum og áratugum. Mikilvægara er að huga betur að þeim vísbendingum sem komið hafa fram að undanförnu um að hin varkára stefna fyrri áratuga gagnvart lífríkinu hafi jafnvel ekki dugað til að koma í veg fyrir alvarleg umhverfisspjöll. Mögulega hefur stíflun jökulfljóta til dæmis spillt lífríki sjávar og þar með hrygningarstöðvum nytjafiska sem njóta góðs af framburði fljótanna – sem nú safnast fyrir í uppistöðulónum. Þau rök eru léttvæg að við mengum aðeins minna en mestu umhverfissóðar heimsins, sem verma botnsætin þegar kemur að losun gróðurhúsalofttegunda. Okkur ber engin siðferðisleg skylda til að setjast sjálf í botnsætið til þess eins að losa aðra við að sitja þar. Höfuðmarkmið okkar í umhverfismálum á Íslandi á að vera að vernda náttúruna. Þar vegur þyngst að ganga ekki á sjálfbæra fiskstofna, stilla orkuframleiðslu í hóf eftir þörfum þjóðarinnar og hugsa í því tilliti til komandi kynslóða með því að standa vörð um græna og umhverfisvæna ímynd landsins. Aðeins þannig getum við orðið öðrum góð fyrirmynd um þá ábyrgu afstöðu í loftslagsmálum sem heimsbyggðin kallar nú eftir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Loftslagsmál Mest lesið Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun Jöfn skipting skulda og eigna í sambúð Sævar Þór Jónsson Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson Skoðun Líf eftir afplánun Eva Sóley Kristjánsdóttir Skoðun Til hamingju með 24. október Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Ég hef… Karólína Helga Símonardóttir Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun Einu sinni enn Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sameinuðu þjóðirnar 80 ára: Framtíðin er okkar Eva Harðardóttir skrifar Skoðun Til hamingju með 24. október Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar Skoðun Einu sinni enn Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Skuggahliðar á þéttingu byggðar Þórarinn Hjaltason skrifar Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Jöfn skipting skulda og eigna í sambúð Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ólögleg veðmálastarfsemi á Íslandi Hákon Skúlason skrifar Skoðun Bætum fleiri stólum við borðið Ingibjörg Lilja Þórmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Pyrrosar sigur Helgi Tómasson skrifar Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Mér var sagt að þegja á meðan fréttatíminn var Haukur Brynjarsson skrifar Skoðun Allt fyrir Brussel og Nató, hitt reddast einhvern veginn Davíð Bergmann skrifar Skoðun Forljót grá hús Hjalti Andrason skrifar Skoðun Líf eftir afplánun Eva Sóley Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Fáni okkar allra Hörður Lárusson skrifar Skoðun Séríslensk hávaxtastefna Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson skrifar Skoðun Ég hef… Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Er yfirvöldum alveg sama um fólk á bifhjólum? Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki mamman í hópnum - leiðtoginn í hópnum Katrín Ásta Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rannsóknarnefnd styrjalda Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Börn eiga ekki heima í fangelsi Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei skrifar Sjá meira
Raforkustefna Íslendinga hefur hingað til miðast við að lágmarka neikvæð áhrif af stíflum og öðrum raforkumannvirkjum. Kappkostað hefur verið að virkja eins ofarlega í ánum og mögulegt er, helst í jökulám á borð við Þjórsá, Blöndu og Jökulsá á Dal, og takmarka þannig áhrif á gönguleiðir fiska. Eigi áfram að framleiða græna og endurnýjanlega orku á Íslandi þarf að fara varlega og ganga ekki of nærri óspilltri náttúru, sem er okkar verðmætasta auðlind. Á loftslagsráðstefnunni í París komu fram nýjar upplýsingar um þann skaða sem vatnsaflsstíflur valda á lífríkinu. Þar bar hæst tjón á fiskstofnum vegna búsvæðamissis, rennslisbreytinga og setefnisflutninga. Sagt var frá því að rennslisbreytingar af manna völdum hafi haft mun alvarlegri áhrif en áður var talið. Í París var því lögð höfuðáhersla á að lífríkið yrði undantekningalaust kannað í þaula og umhverfisáhrif metin áður en verkfræðingar fengju að hlutast til um mannvirkjagerð í straumvötnum. Þótt okkur finnist að bærilega hafi til tekist í raforkumálum Íslendinga til þessa er vafasamt að hreykja sér um of af árangrinum og leggja til að slakað verði á umhverfiskröfum á næstu árum og áratugum. Mikilvægara er að huga betur að þeim vísbendingum sem komið hafa fram að undanförnu um að hin varkára stefna fyrri áratuga gagnvart lífríkinu hafi jafnvel ekki dugað til að koma í veg fyrir alvarleg umhverfisspjöll. Mögulega hefur stíflun jökulfljóta til dæmis spillt lífríki sjávar og þar með hrygningarstöðvum nytjafiska sem njóta góðs af framburði fljótanna – sem nú safnast fyrir í uppistöðulónum. Þau rök eru léttvæg að við mengum aðeins minna en mestu umhverfissóðar heimsins, sem verma botnsætin þegar kemur að losun gróðurhúsalofttegunda. Okkur ber engin siðferðisleg skylda til að setjast sjálf í botnsætið til þess eins að losa aðra við að sitja þar. Höfuðmarkmið okkar í umhverfismálum á Íslandi á að vera að vernda náttúruna. Þar vegur þyngst að ganga ekki á sjálfbæra fiskstofna, stilla orkuframleiðslu í hóf eftir þörfum þjóðarinnar og hugsa í því tilliti til komandi kynslóða með því að standa vörð um græna og umhverfisvæna ímynd landsins. Aðeins þannig getum við orðið öðrum góð fyrirmynd um þá ábyrgu afstöðu í loftslagsmálum sem heimsbyggðin kallar nú eftir.
Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson Skoðun
Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun
Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar
Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson skrifar
Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson skrifar
Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar
Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson Skoðun
Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun