Búist við miklum fjölda ferðamanna á landinu um jól og áramót Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 16. desember 2015 15:40 Flugeldarnir á áramótunum á Íslandi eru á meðal þess sem trekkir að ferðamenn yfir hátíðirnar. vísir/pjetur Ekkert lát virðist vera á vinsældum Íslands sem áfangastaðar ferðamanna um jól og áramót en undanfarin ár hefur fjöldi ferðamanna lagt leið sína til landsins yfir hátíðirnar. Gamlárskvöld nýtur ekki síst mikilla vinsælda með öllum sínum brennum og flugeldum og er jafnan krökkt af ferðamönnum við Hallgrímskirkju þegar nýja árið gengur í garð. Að sögn Hildar Ómarsdóttur, forstöðumanns sölu- og markaðssviðs Icelandair Hótela, lítur allt út fyrir að fullbókað verði á hótelunum Hilton Nordica, Reykjavík Marina og Reykjavík Natura um áramótin og þá sé einnig mjög mikið búið að bóka um jólin. Samtals eru 640 herbergi á hótelunum þremur. „Í það heila er desember bara búinn að vera mjög góður og í raun betri en hann hefur verið áður. Þannig að þessi stöðuga aukning er líka að skila sér núna yfir veturinn,“ segir Hildur. Aðspurð hvaðan ferðamennirnir komi segir hún að þeir séu alls staðar úr heiminum en aukin tíðni flugferða til og frá Bandaríkjunum hafi meðal annars skilað sér í fleiri ferðamönnum þaðan.Mun fleiri veitingastaðir opnir á gamlárskvöld en aðfangadagskvöld Það gefur auga leið að þjónusta þarf ferðamennina yfir hátíðirnar og með auknum fjölda þeirra eykst til að mynda eftirspurn eftir því að veitingastaðir hafi opið á aðfangadags- og gamlárskvöld. Á heimasíðunni visitreykjavik.is má nálgast lista yfir þá veitingastaði og þau kaffihús sem hafa opið yfir jól og áramót en veitingastaðir hótela eru víða opnir, til dæmis á Hótel Borg og Hótel Sögu. Þá geta ferðamenn líka snætt jólamatinn á skyndibitastöðum eins og Hamborgarbúllunni og Ali Baba. „Við byrjum að setja þennan lista saman strax í september og erum í raun að uppfæra hann alveg fram að jólum þar sem það eru alltaf að bætast við fleiri staðir sem sjá fram á að hafa opið,“ segir Drífa Magnúsdóttir, verkefnastjóri Upplýsingamiðstöðvar ferðamanna í Reykjavík. Eins og listinn lítur út þegar þetta er skrifað eru mun fleiri staðir opnir á gamlárskvöld en aðfangadagskvöld, eða alls 42 á móti 22.„Stöðugur straumur af fólki“ Einar Bárðarson, rekstrarstjóri ferðaþjónustufyrirtækisins Reykjavík Excursions, segir nokkur hundruð manns hafa bókað sig í ferðir hjá fyrirtækinu um jól og áramót. „Það er örlítið minni þjónusta á aðfangadag, það er við erum ekki með ferðir á aðfangadagskvöld, en aðra daga er þetta bara „business as usual““, segir Einar. Hann segist merkja aukningu í fjölda ferðamanna nú í desember. „Maður hélt kannski að það yrði eitthvað aðeins rólegra núna þessar vikur fyrir jól en það er bara stöðugur straumur af fólki,“ segir Einar. Mikil aukning hefur verið síðustu ár í þeim fjölda ferðamanna sem kemur til landsins. Í úttekt Samtaka ferðaþjónustunnar sem kynnt var fyrr í þessum mánuði kom fram að aukningin á þessu ári er 30 prósent frá fyrra ári og áætla samtökin að 1,3 milljónir ferðamanna muni hafa sótt Ísland heim í árslok. Ferðamennska á Íslandi Jólafréttir Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Innlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Ætla að hætta að safna gögnum um losun gróðurhúsalofttegunda Erlent Fleiri fréttir Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Sjá meira
Ekkert lát virðist vera á vinsældum Íslands sem áfangastaðar ferðamanna um jól og áramót en undanfarin ár hefur fjöldi ferðamanna lagt leið sína til landsins yfir hátíðirnar. Gamlárskvöld nýtur ekki síst mikilla vinsælda með öllum sínum brennum og flugeldum og er jafnan krökkt af ferðamönnum við Hallgrímskirkju þegar nýja árið gengur í garð. Að sögn Hildar Ómarsdóttur, forstöðumanns sölu- og markaðssviðs Icelandair Hótela, lítur allt út fyrir að fullbókað verði á hótelunum Hilton Nordica, Reykjavík Marina og Reykjavík Natura um áramótin og þá sé einnig mjög mikið búið að bóka um jólin. Samtals eru 640 herbergi á hótelunum þremur. „Í það heila er desember bara búinn að vera mjög góður og í raun betri en hann hefur verið áður. Þannig að þessi stöðuga aukning er líka að skila sér núna yfir veturinn,“ segir Hildur. Aðspurð hvaðan ferðamennirnir komi segir hún að þeir séu alls staðar úr heiminum en aukin tíðni flugferða til og frá Bandaríkjunum hafi meðal annars skilað sér í fleiri ferðamönnum þaðan.Mun fleiri veitingastaðir opnir á gamlárskvöld en aðfangadagskvöld Það gefur auga leið að þjónusta þarf ferðamennina yfir hátíðirnar og með auknum fjölda þeirra eykst til að mynda eftirspurn eftir því að veitingastaðir hafi opið á aðfangadags- og gamlárskvöld. Á heimasíðunni visitreykjavik.is má nálgast lista yfir þá veitingastaði og þau kaffihús sem hafa opið yfir jól og áramót en veitingastaðir hótela eru víða opnir, til dæmis á Hótel Borg og Hótel Sögu. Þá geta ferðamenn líka snætt jólamatinn á skyndibitastöðum eins og Hamborgarbúllunni og Ali Baba. „Við byrjum að setja þennan lista saman strax í september og erum í raun að uppfæra hann alveg fram að jólum þar sem það eru alltaf að bætast við fleiri staðir sem sjá fram á að hafa opið,“ segir Drífa Magnúsdóttir, verkefnastjóri Upplýsingamiðstöðvar ferðamanna í Reykjavík. Eins og listinn lítur út þegar þetta er skrifað eru mun fleiri staðir opnir á gamlárskvöld en aðfangadagskvöld, eða alls 42 á móti 22.„Stöðugur straumur af fólki“ Einar Bárðarson, rekstrarstjóri ferðaþjónustufyrirtækisins Reykjavík Excursions, segir nokkur hundruð manns hafa bókað sig í ferðir hjá fyrirtækinu um jól og áramót. „Það er örlítið minni þjónusta á aðfangadag, það er við erum ekki með ferðir á aðfangadagskvöld, en aðra daga er þetta bara „business as usual““, segir Einar. Hann segist merkja aukningu í fjölda ferðamanna nú í desember. „Maður hélt kannski að það yrði eitthvað aðeins rólegra núna þessar vikur fyrir jól en það er bara stöðugur straumur af fólki,“ segir Einar. Mikil aukning hefur verið síðustu ár í þeim fjölda ferðamanna sem kemur til landsins. Í úttekt Samtaka ferðaþjónustunnar sem kynnt var fyrr í þessum mánuði kom fram að aukningin á þessu ári er 30 prósent frá fyrra ári og áætla samtökin að 1,3 milljónir ferðamanna muni hafa sótt Ísland heim í árslok.
Ferðamennska á Íslandi Jólafréttir Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Innlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Ætla að hætta að safna gögnum um losun gróðurhúsalofttegunda Erlent Fleiri fréttir Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Sjá meira