Mercedes Benz ELC árið 2018 Finnur Thorlacius skrifar 16. desember 2015 09:55 Mercedes Benz ELC verður byggður á GLC jeppanum. worldcarfans Mercedes Benz er nýbúið að kynna GLC jeppann sem leysir af hólmi GLK. Ekki ætlar Benz að láta þar staðar numið heldur koma með á markað aðra útfærslu hans sem knúinn verður eingöngu rafmagni og fær stafina ELC. Stendur E í nafninu fyrir Electricity. Vart er þó hægt að kalla bílinn útfærslu GLC þar sem flest annað en gluggarnir og þakið á bílunum eru sameiginlegir. ELC verður með mjög stórum rafhlöðum og öflugum tveimur rafmótorum sem samtals skila 536 hestöflum. Drægni bílsins verður um 400 km og heyrst hefur að hægt verði að hlaða bílinn þráðlaust. Þessi bíll er hugsaður sem keppinautur tilvonandi Audi Q6 e-tron rafmagnsbíls. Sá verður um 500 hestöfl og á að komast lengra en 500 km á hverri hleðslu. Mercedes Benz ELC á að kosta minna en 50.000 evrur og verður því líklega ódýrari en Audi Q6 e-tron. Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Innlent Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Innlent
Mercedes Benz er nýbúið að kynna GLC jeppann sem leysir af hólmi GLK. Ekki ætlar Benz að láta þar staðar numið heldur koma með á markað aðra útfærslu hans sem knúinn verður eingöngu rafmagni og fær stafina ELC. Stendur E í nafninu fyrir Electricity. Vart er þó hægt að kalla bílinn útfærslu GLC þar sem flest annað en gluggarnir og þakið á bílunum eru sameiginlegir. ELC verður með mjög stórum rafhlöðum og öflugum tveimur rafmótorum sem samtals skila 536 hestöflum. Drægni bílsins verður um 400 km og heyrst hefur að hægt verði að hlaða bílinn þráðlaust. Þessi bíll er hugsaður sem keppinautur tilvonandi Audi Q6 e-tron rafmagnsbíls. Sá verður um 500 hestöfl og á að komast lengra en 500 km á hverri hleðslu. Mercedes Benz ELC á að kosta minna en 50.000 evrur og verður því líklega ódýrari en Audi Q6 e-tron.
Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Innlent Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Innlent