Óttaðist í smástund um EM Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 16. desember 2015 06:00 Arnór Þór vonast til að ná EM í janúar. vísir/ernir Hornamaðurinn Arnór Þór Gunnarsson verður frá næstu vikurnar vegna meiðsla í öxl sem hann varð fyrir í leik liðs síns, Bergischer í Þýskalandi fyrr í þessum mánuði. Hann segist þó vongóður um að vera kominn aftur á fullt strax eftir jól. Arnór Þór hefur spilað á síðustu tveimur heimsmeistarakeppnum og var kallaður inn í íslenska landsliðið fyrir milliriðlakeppnina á EM í Danmörku í fyrra. Hann stefnir enn að því að vera í hópnum sem heldur á Evrópumeistaramótið í Póllandi í næsta mánuði. „Ég fékk slink á öxlina og það komu í ljós skemmdir á sin, auk þess sem það blæddi inn á hana,“ sagði Arnór en hann meiddist í leik Bergischer gegn Gummersbach. Hann hefur verið með öxlina í fatla og verður áfram næstu vikuna. „Svo má ég aðeins byrja að hreyfa öxlina og sjá hvernig það kemur út. Læknirinn gerir ráð fyrir því að eftir það verði ég um tvær vikur að ná fyrri styrk og að bataferlið taki alls fjórar vikur.“Vill ná stórleiknum gegn Kiel Bergischer leikur gegn Þýskalandsmeisturum Kiel í hinni stórglæsilegu Kölnarena, þar sem úrslitahelgi Meistaradeildar Evrópu fer fram ár hvert, þann 27. desember. Þá verða rúmar þrjár vikur liðnar frá því að Arnór meiddist. „Ég stefni á að ná þeim leik. Það er markmiðið mitt eins og er,“ segir Arnór sem viðurkennir að það hafi farið um hann þegar hann sá að meiðslin voru ekki smávægileg. „Auðvitað var ég smeykur um að þetta gæti teygt sig inn í janúar,“ segir Arnór en EM í Póllandi hefst 15. janúar. „Ég lét Aron [Kristjánsson landsliðsþjálfara] strax vita af meiðslunum en ég stefni óhikað að því að hefja æfingar með landsliðinu þegar það kemur saman 2. janúar. Ég bind miklar vonir við það.“ Hann segir að endurhæfingin gangi ágætlega en hann mun láta reyna meira á öxlina á mánudag. „Þangað til hef ég gert það sem ég má gera og haldið mér þannig í fínu standi,“ segir hornamaðurinn sem hefur aldrei áður glímt við meiðsli í öxl fyrr en nú.Mikilvægur bikarleikur í kvöld Bergischer vann um helgina dramatískan sigur á Lemgo, 31-30, þar sem sigurmarkið var skorað á lokasekúndu leiksins, aðeins örfáum sekúndum eftir að Lemgo hafði jafnað metin. Það var fyrsti sigur Bergischer síðan um miðjan september en liðið er aðeins einu stigi frá fallsæti. „Þetta var erfitt um tíma enda töpuðum við alls ellefu leikjum í röð. Stemningin var því eðlilega ekki góð en það lyftist brúnin á öllum eftir sigurinn um helgina. Á morgun [í dag] er svo mikilvægur leikur við [B-deildarlið] Minden um sæti í Final Four í bikarnum. Það væri gríðarlega mikil lyftistöng fyrir okkur að komast þangað,“ segir Arnór sem hefur spilað með Bergischer síðan 2012 og í Þýskalandi síðan 2010. EM 2016 karla í handbolta Handbolti Mest lesið Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Fótbolti Íslandsmetin falla í bunkum á Íslandsmótinu í sundi Sport Dagskráin í dag: Stórleikur í enska og NFL á fullt Sport Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Fótbolti Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Körfubolti „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Formúla 1 Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Handbolti Sanngjarn heimasigur Enski boltinn „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Fleiri fréttir Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Valur steinlá gegn Blomberg-Lippe „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Haukar við toppinn og HM-farar fögnuðu á Selfossi Ákvörðun þjálfarans að taka ekki átján leikmenn: „Hefur ekkert með fjárhagsstöðuna að gera“ „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Lovísa með níu í góðum sigri Allar landsliðskonurnar komust á blað Bikarmeistararnir fara norður Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Kærastan tók eftir því að eitthvað var að KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Arnór Snær snýr aftur heim Sjá meira
Hornamaðurinn Arnór Þór Gunnarsson verður frá næstu vikurnar vegna meiðsla í öxl sem hann varð fyrir í leik liðs síns, Bergischer í Þýskalandi fyrr í þessum mánuði. Hann segist þó vongóður um að vera kominn aftur á fullt strax eftir jól. Arnór Þór hefur spilað á síðustu tveimur heimsmeistarakeppnum og var kallaður inn í íslenska landsliðið fyrir milliriðlakeppnina á EM í Danmörku í fyrra. Hann stefnir enn að því að vera í hópnum sem heldur á Evrópumeistaramótið í Póllandi í næsta mánuði. „Ég fékk slink á öxlina og það komu í ljós skemmdir á sin, auk þess sem það blæddi inn á hana,“ sagði Arnór en hann meiddist í leik Bergischer gegn Gummersbach. Hann hefur verið með öxlina í fatla og verður áfram næstu vikuna. „Svo má ég aðeins byrja að hreyfa öxlina og sjá hvernig það kemur út. Læknirinn gerir ráð fyrir því að eftir það verði ég um tvær vikur að ná fyrri styrk og að bataferlið taki alls fjórar vikur.“Vill ná stórleiknum gegn Kiel Bergischer leikur gegn Þýskalandsmeisturum Kiel í hinni stórglæsilegu Kölnarena, þar sem úrslitahelgi Meistaradeildar Evrópu fer fram ár hvert, þann 27. desember. Þá verða rúmar þrjár vikur liðnar frá því að Arnór meiddist. „Ég stefni á að ná þeim leik. Það er markmiðið mitt eins og er,“ segir Arnór sem viðurkennir að það hafi farið um hann þegar hann sá að meiðslin voru ekki smávægileg. „Auðvitað var ég smeykur um að þetta gæti teygt sig inn í janúar,“ segir Arnór en EM í Póllandi hefst 15. janúar. „Ég lét Aron [Kristjánsson landsliðsþjálfara] strax vita af meiðslunum en ég stefni óhikað að því að hefja æfingar með landsliðinu þegar það kemur saman 2. janúar. Ég bind miklar vonir við það.“ Hann segir að endurhæfingin gangi ágætlega en hann mun láta reyna meira á öxlina á mánudag. „Þangað til hef ég gert það sem ég má gera og haldið mér þannig í fínu standi,“ segir hornamaðurinn sem hefur aldrei áður glímt við meiðsli í öxl fyrr en nú.Mikilvægur bikarleikur í kvöld Bergischer vann um helgina dramatískan sigur á Lemgo, 31-30, þar sem sigurmarkið var skorað á lokasekúndu leiksins, aðeins örfáum sekúndum eftir að Lemgo hafði jafnað metin. Það var fyrsti sigur Bergischer síðan um miðjan september en liðið er aðeins einu stigi frá fallsæti. „Þetta var erfitt um tíma enda töpuðum við alls ellefu leikjum í röð. Stemningin var því eðlilega ekki góð en það lyftist brúnin á öllum eftir sigurinn um helgina. Á morgun [í dag] er svo mikilvægur leikur við [B-deildarlið] Minden um sæti í Final Four í bikarnum. Það væri gríðarlega mikil lyftistöng fyrir okkur að komast þangað,“ segir Arnór sem hefur spilað með Bergischer síðan 2012 og í Þýskalandi síðan 2010.
EM 2016 karla í handbolta Handbolti Mest lesið Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Fótbolti Íslandsmetin falla í bunkum á Íslandsmótinu í sundi Sport Dagskráin í dag: Stórleikur í enska og NFL á fullt Sport Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Fótbolti Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Körfubolti „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Formúla 1 Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Handbolti Sanngjarn heimasigur Enski boltinn „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Fleiri fréttir Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Valur steinlá gegn Blomberg-Lippe „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Haukar við toppinn og HM-farar fögnuðu á Selfossi Ákvörðun þjálfarans að taka ekki átján leikmenn: „Hefur ekkert með fjárhagsstöðuna að gera“ „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Lovísa með níu í góðum sigri Allar landsliðskonurnar komust á blað Bikarmeistararnir fara norður Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Kærastan tók eftir því að eitthvað var að KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Arnór Snær snýr aftur heim Sjá meira