Ræða Katrínar Jakobsdóttur á Austurvelli Katrín Jakobsdóttir skrifar 15. desember 2015 18:10 Kæru vinir. Ég þakka fyrir að fá að taka þátt í þessari samstöðu. Strax í síðustu viku þegar fréttir bárust af brottvísun þessara tveggja fjölskyldna þá fannst í samfélaginu ótrúleg bylgja samstöðu með þeim, samstöðu um að Ísland eigi ekki að vera samfélag sem vísar veikum börnum á dyr. Á Íslandi höfum við viljað búa vel að börnunum okkar. Í skólunum okkar, heilsugæslunni og öllum innviðunum sem við höfum byggt upp þannig að yngsta kynslóðin fái tækifæri til að þroskast og vaxa og njóta bernskunnar. Og við höfum fullgilt Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna sem segir að við megum ekki mismuna börnum; við eigum í öllum okkar störfum að hafa það að leiðarljósi það sem börnum er fyrir bestu, við eigum að tryggja börnum rétt til lífs og þroska og við eigum að tryggja börnum rétt til að láta skoðanir sínar í ljós og til að hafa áhrif. Nú þurfum við að velta því fyrir okkur hvort kerfið okkar taki tillit til Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna – sem við fullgiltum 1992 og lögfestum 2013. Við þurfum að endurskoða kerfið og tryggja að við Íslendingar séum sátt við það. Því að kerfið á að þjóna okkur – ekki við kerfinu. Og kerfið er mannanna smíð – því má breyta ef pólitískur vilji er fyrir hendi. Ég trúi því að við eigum marga stjórnmálamenn sem vilja réttlátt og mannúðlegt samfélag og sem vilja leggja það á sig að reyna að ná samstöðu um tilteknar breytingar og aðgerðir. Við þurfum að ræða það hvort við teljum réttlætanlegt að hjálpa ekki börnum í nauð vegna óljósra hugmynda um að þá hellist yfir flóðbylgja af öðrum í sömu aðstæðum. Ég segi að það sé ekki réttlætanlegt. Rétt eins og ekkert okkar sem einstaklingur myndi hika við að hjálpa slösuðu barni úti á götu vegna ótta við að önnur börn fylgi á eftir verðum við að taka ákvörðun sem samfélag um að bregðast ekki veikum börnum sem hingað koma. Stöndum saman um samfélag sem bregst ekki börnum. Gleymum ekki hverjar eru frumskyldur okkar sem einstaklinga og sem samfélags. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tengdar fréttir Styður hugmynd um stofnun umboðsmanns flóttamanna Sviðsstjóri hjálpar og mannúðarsviðs hjá Rauða krossinum vísar því á bug að hagsmunum hælisleitenda sé ekki borgið hjá lögfræðingum samtakanna en styður hugmynd um sérstakan umboðsmann þeirra. 15. desember 2015 07:00 Ræða Unnar Aspar á Austurvelli 15. desember 2015 18:02 Umboðsmaður Alþingis kannar stjórnsýslu Útlendingastofnunar Óskar eftir almennum upplýsingum frá Útlendingastofnun um málsmeðferð og rannsókn umsókna um svokölluð mannúðarleyfi af heilbrigðisástæðum. 15. desember 2015 11:19 Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson Skoðun Partí í Dúfnahólum 10 Þórlindur Kjartansson Skoðun Skoðun Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Sjá meira
Kæru vinir. Ég þakka fyrir að fá að taka þátt í þessari samstöðu. Strax í síðustu viku þegar fréttir bárust af brottvísun þessara tveggja fjölskyldna þá fannst í samfélaginu ótrúleg bylgja samstöðu með þeim, samstöðu um að Ísland eigi ekki að vera samfélag sem vísar veikum börnum á dyr. Á Íslandi höfum við viljað búa vel að börnunum okkar. Í skólunum okkar, heilsugæslunni og öllum innviðunum sem við höfum byggt upp þannig að yngsta kynslóðin fái tækifæri til að þroskast og vaxa og njóta bernskunnar. Og við höfum fullgilt Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna sem segir að við megum ekki mismuna börnum; við eigum í öllum okkar störfum að hafa það að leiðarljósi það sem börnum er fyrir bestu, við eigum að tryggja börnum rétt til lífs og þroska og við eigum að tryggja börnum rétt til að láta skoðanir sínar í ljós og til að hafa áhrif. Nú þurfum við að velta því fyrir okkur hvort kerfið okkar taki tillit til Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna – sem við fullgiltum 1992 og lögfestum 2013. Við þurfum að endurskoða kerfið og tryggja að við Íslendingar séum sátt við það. Því að kerfið á að þjóna okkur – ekki við kerfinu. Og kerfið er mannanna smíð – því má breyta ef pólitískur vilji er fyrir hendi. Ég trúi því að við eigum marga stjórnmálamenn sem vilja réttlátt og mannúðlegt samfélag og sem vilja leggja það á sig að reyna að ná samstöðu um tilteknar breytingar og aðgerðir. Við þurfum að ræða það hvort við teljum réttlætanlegt að hjálpa ekki börnum í nauð vegna óljósra hugmynda um að þá hellist yfir flóðbylgja af öðrum í sömu aðstæðum. Ég segi að það sé ekki réttlætanlegt. Rétt eins og ekkert okkar sem einstaklingur myndi hika við að hjálpa slösuðu barni úti á götu vegna ótta við að önnur börn fylgi á eftir verðum við að taka ákvörðun sem samfélag um að bregðast ekki veikum börnum sem hingað koma. Stöndum saman um samfélag sem bregst ekki börnum. Gleymum ekki hverjar eru frumskyldur okkar sem einstaklinga og sem samfélags.
Styður hugmynd um stofnun umboðsmanns flóttamanna Sviðsstjóri hjálpar og mannúðarsviðs hjá Rauða krossinum vísar því á bug að hagsmunum hælisleitenda sé ekki borgið hjá lögfræðingum samtakanna en styður hugmynd um sérstakan umboðsmann þeirra. 15. desember 2015 07:00
Umboðsmaður Alþingis kannar stjórnsýslu Útlendingastofnunar Óskar eftir almennum upplýsingum frá Útlendingastofnun um málsmeðferð og rannsókn umsókna um svokölluð mannúðarleyfi af heilbrigðisástæðum. 15. desember 2015 11:19
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar