Meistararnir í lykilstöðu eftir auðveldan sigur Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 14. desember 2015 09:27 Gronkowski í kunnulegri stellingu. Vísir/Getty Það var að venju mikið um að vera í NFL-deildinni í gær en eftir lokaleik umferðarinnar í kvöld eru aðeins þrjár umferðir eftir af deildakeppninni. Meistararnir í New England Patriots komust aftur á beinu brautina í nótt eftir auðveldan sigur á Houston Texans, 27-6, og tryggðu sér þar með öruggt sæti í úrslitakeppninni fyrst allra liða í Ameríkudeildinni. Sóknarlið Patriots hefur misst gríðarlega marga leikmenn í meiðsli á tímabilinu en stuðningsmenn önduðu léttar þegar liðið endurheimti innherjann Rob Gronkowski. Hann er eitt hættulegasta vopn sem leikstjórnandinn Tom Brady getur leitað til og gerbreytir öllum sóknarleik Patriots. Gronkowski skoraði snertimark í nótt eftir sendingu frá Brady og Patriots komst aftur á sigurbraut eftir að hafa tapað síðustu tveimur leikjum á undan. Liðið hafði unnið fyrstu tíu leiki sína á tímabilinu og eru nú með bestan árangur allra liða í Ameríkudeildinni með ellefu sigra í þrettán leikjum.Andy Dalton meiddist.Vísir/GettyDalton puttabrotinn Tveir helstu keppinautar Patriots í Ameríkudeildinni töpuðu bæði sínum leikjum. Cincinnati Bengals tapaði fyrir erkifjendum sínum í Pittsburgh Steelers, 33-20, en það sem verra er að þá þumalputtabrotnaði leikstjórnandinn Andy Dalton og missir hann af að minnsta kosti einum leik hjá Bengals. Það eru þó góðar líkur á að Cincinnati komist í úrslitakeppnina en þess er ekki að vænta að liðið vinni marga leiki þar án Dalton. Denver Broncos, sem hefur unnið tíu af þrettán leikjum sínum rétt eins og Cincinnati, tapaði á heimavelli í nótt fyrir Oakland Raiders, 15-12, og er nú tveimur sigrum á undan Kansas City Chiefs, sem vann San Diego Chargers, 10-3. Broncos er enn án leikstjórnandans Peyton Manning sem er að glíma við meiðsli í ökkla en er, rétt eins og Bengals, með það góðan árangur að stórslys þurfi til að liðið fari ekki í úrslitakeppnina.Cam Newton og félagar fögnuðu þrettánda sigrinum með því að stilla upp í selfie á hliðarlínunni.Vísir/GettyÓtrúlegir yfirburðir Carolina Í Þjóðardeildinni trónir Carolina Panthers enn á toppnum enda enn ósigrað eftir þrettán leiki. Carolina rústaði Atlanta Falcons í gær, 38-0. Liðið er öruggt með sigur í suðurriðli deildarinnar og það er þegar ljóst að liðið mun sitja hjá í fyrstu umferð úrslitakeppninnar. Green Bay Packers vann mikilvægan sigur Dallas, 28-7, og á nú einn sigur í forskot á Minnesota Vikings í norðurriðlinum. Seattle Seahawks er á ótrúlegri siglingu með leikstjórnandann Russel Wilson sjóðheitan en hann kastaði fyrir fimm snertimörkum í gær í öruggum 35-6 sigri liðsins á Baltimore Ravens. Þetta var fjórði sigur Seattle í röð sem á þó afar litlan möguleika á að vinna sinn riðil, vesturriðilinn, þar sem Arizona Cardinals er þar á toppnum með ellefu sigra. Seattle, sem er með átta sigra, er þó í góðri stöðu með að komast áfram sem svokallað Wild Card lið.Staðan í NFL-deildinniÚrslit helgarinnar: Baltimore - Seattle 6-35 Carolina - Atlanta 38-0 Chicago - Washington 21-24 Cincinnati - Pittsburgh 20-33 Cleveland - San Francisco 24-10 Jacksonville - Indianapolis 51-16 Kansas City - San Diego 10-3 New York Jets - Tennesse 30-8 Philadelphia - Buffalo 23-20 St. Louis - Detroit 21-14 Tampa Bay - New Orleans 17-24 Denver - Oakland 12-15 Green Bay - Dallas 28-7 Houston - New England 6-27 NFL Mest lesið Börn Dagnýjar eftir á Íslandi: Blákaldur raunveruleikinn á fyrsta degi Enski boltinn Littler yngsti heimsmeistari sögunnar Sport Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Enski boltinn Æfur og krefst rannsóknar eftir „lélegan brandara“ Sport Agnes Keleti látin eftir ótrúlegt lífshlaup Sport Tvöfalt sjokk fyrir Alfreð Handbolti „Eiginlega bara þið sem hafið pumpað þetta upp“ Handbolti Friðrik um viðskilnaðinn við Keflavík: „Ákvað að standa með sjálfum mér“ Körfubolti Björgvin Karl hluti af nýrri atvinnumannadeild í CrossFit Sport Karlarnir fengu pening en konurnar sjampó, sápu og handklæði Sport Fleiri fréttir Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili „Dreymir alla um að lyfta þessum bikar“ „Þurfti að taka tvö leikhlé á fyrstu mínútunum” Ólafur Guðmundsson til Noregs Líklegast að heimaleikur Víkinga fari fram í Kaupmannahöfn Littler yngsti heimsmeistari sögunnar Ótrúlegur sigur lyfti Real á toppinn Brazell ráðinn til Vals Uppgjörið: KR - Tindastóll 95-116 | Jólamaturinn fór betur í gestina Uppgjörið: Höttur - Haukar 86-89 | Gestirnir unnu botnslaginn á Egilsstöðum Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Nýttu klásúlu í samningi Maguire Viggó finnur til aukinnar ábyrgðar: „Mun mæða meira á mér“ Brann einnig rætt við Frey Salah henti Suarez úr toppsætinu Rashford ekki með til Liverpool og sagður lasinn Kahn gæti eignast fallið stórveldi Bjargaði æskufélaginu sínu „Svakalega leiðinlegt fyrir bæði hann og okkur“ Víkingarnir í NFL leggja „Eyjametnað“ í fögnin sin „Eiginlega bara þið sem hafið pumpað þetta upp“ Munar meira en fimmtíu milljónum á tapi og sigri í kvöld Elvar og Aron taka ekki fullan þátt Slot segir Man. Utd mun betra en taflan sýni „Þekkt fyrir að breyta mínútum í meistaraverk“ Butler vill í burtu: Tilbúinn að spila með öllum liðum nema Miami Heat „Það er betra að sakna á þennan hátt“ Segir Rashford hafa hafnað þremur tilboðum frá Sádi-Arabíu Friðrik um viðskilnaðinn við Keflavík: „Ákvað að standa með sjálfum mér“ Sjá meira
Það var að venju mikið um að vera í NFL-deildinni í gær en eftir lokaleik umferðarinnar í kvöld eru aðeins þrjár umferðir eftir af deildakeppninni. Meistararnir í New England Patriots komust aftur á beinu brautina í nótt eftir auðveldan sigur á Houston Texans, 27-6, og tryggðu sér þar með öruggt sæti í úrslitakeppninni fyrst allra liða í Ameríkudeildinni. Sóknarlið Patriots hefur misst gríðarlega marga leikmenn í meiðsli á tímabilinu en stuðningsmenn önduðu léttar þegar liðið endurheimti innherjann Rob Gronkowski. Hann er eitt hættulegasta vopn sem leikstjórnandinn Tom Brady getur leitað til og gerbreytir öllum sóknarleik Patriots. Gronkowski skoraði snertimark í nótt eftir sendingu frá Brady og Patriots komst aftur á sigurbraut eftir að hafa tapað síðustu tveimur leikjum á undan. Liðið hafði unnið fyrstu tíu leiki sína á tímabilinu og eru nú með bestan árangur allra liða í Ameríkudeildinni með ellefu sigra í þrettán leikjum.Andy Dalton meiddist.Vísir/GettyDalton puttabrotinn Tveir helstu keppinautar Patriots í Ameríkudeildinni töpuðu bæði sínum leikjum. Cincinnati Bengals tapaði fyrir erkifjendum sínum í Pittsburgh Steelers, 33-20, en það sem verra er að þá þumalputtabrotnaði leikstjórnandinn Andy Dalton og missir hann af að minnsta kosti einum leik hjá Bengals. Það eru þó góðar líkur á að Cincinnati komist í úrslitakeppnina en þess er ekki að vænta að liðið vinni marga leiki þar án Dalton. Denver Broncos, sem hefur unnið tíu af þrettán leikjum sínum rétt eins og Cincinnati, tapaði á heimavelli í nótt fyrir Oakland Raiders, 15-12, og er nú tveimur sigrum á undan Kansas City Chiefs, sem vann San Diego Chargers, 10-3. Broncos er enn án leikstjórnandans Peyton Manning sem er að glíma við meiðsli í ökkla en er, rétt eins og Bengals, með það góðan árangur að stórslys þurfi til að liðið fari ekki í úrslitakeppnina.Cam Newton og félagar fögnuðu þrettánda sigrinum með því að stilla upp í selfie á hliðarlínunni.Vísir/GettyÓtrúlegir yfirburðir Carolina Í Þjóðardeildinni trónir Carolina Panthers enn á toppnum enda enn ósigrað eftir þrettán leiki. Carolina rústaði Atlanta Falcons í gær, 38-0. Liðið er öruggt með sigur í suðurriðli deildarinnar og það er þegar ljóst að liðið mun sitja hjá í fyrstu umferð úrslitakeppninnar. Green Bay Packers vann mikilvægan sigur Dallas, 28-7, og á nú einn sigur í forskot á Minnesota Vikings í norðurriðlinum. Seattle Seahawks er á ótrúlegri siglingu með leikstjórnandann Russel Wilson sjóðheitan en hann kastaði fyrir fimm snertimörkum í gær í öruggum 35-6 sigri liðsins á Baltimore Ravens. Þetta var fjórði sigur Seattle í röð sem á þó afar litlan möguleika á að vinna sinn riðil, vesturriðilinn, þar sem Arizona Cardinals er þar á toppnum með ellefu sigra. Seattle, sem er með átta sigra, er þó í góðri stöðu með að komast áfram sem svokallað Wild Card lið.Staðan í NFL-deildinniÚrslit helgarinnar: Baltimore - Seattle 6-35 Carolina - Atlanta 38-0 Chicago - Washington 21-24 Cincinnati - Pittsburgh 20-33 Cleveland - San Francisco 24-10 Jacksonville - Indianapolis 51-16 Kansas City - San Diego 10-3 New York Jets - Tennesse 30-8 Philadelphia - Buffalo 23-20 St. Louis - Detroit 21-14 Tampa Bay - New Orleans 17-24 Denver - Oakland 12-15 Green Bay - Dallas 28-7 Houston - New England 6-27
NFL Mest lesið Börn Dagnýjar eftir á Íslandi: Blákaldur raunveruleikinn á fyrsta degi Enski boltinn Littler yngsti heimsmeistari sögunnar Sport Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Enski boltinn Æfur og krefst rannsóknar eftir „lélegan brandara“ Sport Agnes Keleti látin eftir ótrúlegt lífshlaup Sport Tvöfalt sjokk fyrir Alfreð Handbolti „Eiginlega bara þið sem hafið pumpað þetta upp“ Handbolti Friðrik um viðskilnaðinn við Keflavík: „Ákvað að standa með sjálfum mér“ Körfubolti Björgvin Karl hluti af nýrri atvinnumannadeild í CrossFit Sport Karlarnir fengu pening en konurnar sjampó, sápu og handklæði Sport Fleiri fréttir Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili „Dreymir alla um að lyfta þessum bikar“ „Þurfti að taka tvö leikhlé á fyrstu mínútunum” Ólafur Guðmundsson til Noregs Líklegast að heimaleikur Víkinga fari fram í Kaupmannahöfn Littler yngsti heimsmeistari sögunnar Ótrúlegur sigur lyfti Real á toppinn Brazell ráðinn til Vals Uppgjörið: KR - Tindastóll 95-116 | Jólamaturinn fór betur í gestina Uppgjörið: Höttur - Haukar 86-89 | Gestirnir unnu botnslaginn á Egilsstöðum Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Nýttu klásúlu í samningi Maguire Viggó finnur til aukinnar ábyrgðar: „Mun mæða meira á mér“ Brann einnig rætt við Frey Salah henti Suarez úr toppsætinu Rashford ekki með til Liverpool og sagður lasinn Kahn gæti eignast fallið stórveldi Bjargaði æskufélaginu sínu „Svakalega leiðinlegt fyrir bæði hann og okkur“ Víkingarnir í NFL leggja „Eyjametnað“ í fögnin sin „Eiginlega bara þið sem hafið pumpað þetta upp“ Munar meira en fimmtíu milljónum á tapi og sigri í kvöld Elvar og Aron taka ekki fullan þátt Slot segir Man. Utd mun betra en taflan sýni „Þekkt fyrir að breyta mínútum í meistaraverk“ Butler vill í burtu: Tilbúinn að spila með öllum liðum nema Miami Heat „Það er betra að sakna á þennan hátt“ Segir Rashford hafa hafnað þremur tilboðum frá Sádi-Arabíu Friðrik um viðskilnaðinn við Keflavík: „Ákvað að standa með sjálfum mér“ Sjá meira