Heimir: Hefðum getað verið óheppnari Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 12. desember 2015 18:53 Heimir gantast með Marcel Koller, þjálfara austurríska landsliðsins. Vísir/AFP Heimir Hallgrímsson, annar landsliðsþjálfara Íslands, segist vera heilt yfir ánægður með niðurstöðuna eftir að dregið var í riðla á EM 2016 í dag.Sjá einnig: Ísland í riðli með Portúgal, Austurríki og Ungverjalandi Heimir var viðstaddur dráttinn í París í dag og sagði við Vísi í dag að það sé alveg ljóst að Íslendingar geta vel við unað. „Við vissum alltaf að við myndum aldrei fá auðveldan riðil á EM en ég verð að vera heiðarlegur og segja að við hefðum getað verið óheppnari,“ segir Heimir. Hann segist ekki hafa verið að hugsa um einhverjar sérstakar þjóðir sem hann vildi mæta og ítrekaði það sem hann sagði í viðtölum fyrir dráttinn. „Mér var nokkuð sama á móti hverjum við lentum. Ég vissi að við myndum fá góðar þjóðir,“ sagði hann.Þjálfararnir í riðli Íslands.Vísir/AFPFáum tíma til að anda að okkur mótinu Heimir var ánægður með að fyrsti leikur Íslands verður 14. júní, fjórum dögum eftir að keppnin sjálf byrjar. „Við eigum síðasta keppnisdaginn í fyrstu umferð riðlakeppninnar sem gefur okkur meiri tíma til að undirbúa okkur og tækifæri til að anda að okkur stemningunni sem er gott fyrir okkur sem nýliða á þessu móti.“Sjá einnig: Miðasalan hefst á mánudaginn: 8-16 þúsund miðar í boði Ísland spilar fyrst gegn Portúgal í Saint-Etienne sem er skammt frá Annecy, þar sem Ísland verður með sínar bækistöðvar. „Það er stutt rútuferð fyrir okur og því eins auðvelt og hægt er. Bæði fáum við nægan tíma fyrir leikinn og þurfum ekki að fara í langt ferðalag. Það lítur mjög vel út.“ „Við eigum svo leiki í Marseille og París á stórum leikvöngum. Íslendingar ættu því að geta fengið miða á þá leiki.“Heimir ræðir við Lars Lagerbäck.Vísir/AFPEigum möguleika gegn öllum liðunum Ungverjaland tryggði sér sæti á EM með því að vinna Noreg í umspilinu og Heimir segir að landsliðsþjálfararnir hafi fylgst vel með leikjum þeirra. „Þetta eru áþekk lið og við teljum okkur klárlega eiga möguleika þau bæði. Það er þar að auki stutt síðan við spiluðum við Austurríki sem er gott lið á mikilli siglingu. Það er minna talað um þá en Austurríkismenn eru flottir.“Sjá einnig: Birkir mætir liðsfélaga sínum á EM „Portúgal þekkja svo allir. Cristiano Ronaldo er öflugur leikmaður sem getur klárað leiki fyrir þá. En ég held að við eigum möguleika í alla þessa andstæðinga.“ Hann segir að ekki hafi verið enn rætt sérstaklega um markmið Íslands í keppninni en að liðið hljóti að stefna að því að fara upp úr riðlinum og spila fleiri leiki. „Allir í hópnum eru meðvitaðir um að við getum farið upp úr riðlinum,“ sagði Heimir.Smelltu á myndina til að sjá hana stærri.Vísir/AFPDraumur okkar allra Heimir neitar því ekki að það sé mikil tilhlökkun fyrir mótið og draumur fyrir hann og alla aðra sem koma að liðinu að taka þátt í þessu ævintýri. „Það skiptir svo sem ekki máli hvort við séum að spila á 20 þúsund manna velli eða 80 þúsund - þetta er mikill heiður fyrir mann.“Sjá einnig: Þjóðin sátt á Twitter: „Draumariðill sem við vinnum“ Það var eðlilega mikið um að vera á drættinum í París í dag og Heimir sló á létta strengi við blaðamann Vísis. „Hér er mikið fjölmiðlafár og blaðamenn að hlaupa út um allt að fá viðtöl við alla þessa heimsþekktu þjálfara sem eru hér. Vicente del Bosque er í viðtali við allar stærstu sjónvarpsstöðvar heims en hér er ég að ræða við Vísi og Fréttablaðið. Það er bara gaman að þessu öllu saman.“ EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Áhorfendum vísað út af Anfield Enski boltinn „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Formúla 1 Kærastinn kemur til varnar: „Allir glíma við sín vandamál“ Sport Gott silfur gulli betra en hvað nú? Enski boltinn Barist um undirskrift Nunez Enski boltinn Risaskjár og stuðsvæði á Íslandsmótinu í golfi Golf Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Fótbolti „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Enski boltinn Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Bikar- og Íslandsmeistararnir mætast Sport Fleiri fréttir Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Orri Steinn fær portúgalska samkeppni Breiðablik og Víkingur vita hverjum þau mæta næst Rashford með sitt fyrsta mark fyrir Barcelona Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Barist um undirskrift Nunez Tómas Bent seldur til Skotlands Ronaldo vill gera Greenwood aftur að liðsfélaga „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Hato mættur á Brúnna Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Partey á leið til Villareal þrátt fyrir nauðgunar ákærur Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Bröndby mætir í Víkina með tap í farteskinu Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Viðar var ekki lengi að stanga boltann í netið Tók Ara ekki nema tvær mínútur að skora Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son Sjá meira
Heimir Hallgrímsson, annar landsliðsþjálfara Íslands, segist vera heilt yfir ánægður með niðurstöðuna eftir að dregið var í riðla á EM 2016 í dag.Sjá einnig: Ísland í riðli með Portúgal, Austurríki og Ungverjalandi Heimir var viðstaddur dráttinn í París í dag og sagði við Vísi í dag að það sé alveg ljóst að Íslendingar geta vel við unað. „Við vissum alltaf að við myndum aldrei fá auðveldan riðil á EM en ég verð að vera heiðarlegur og segja að við hefðum getað verið óheppnari,“ segir Heimir. Hann segist ekki hafa verið að hugsa um einhverjar sérstakar þjóðir sem hann vildi mæta og ítrekaði það sem hann sagði í viðtölum fyrir dráttinn. „Mér var nokkuð sama á móti hverjum við lentum. Ég vissi að við myndum fá góðar þjóðir,“ sagði hann.Þjálfararnir í riðli Íslands.Vísir/AFPFáum tíma til að anda að okkur mótinu Heimir var ánægður með að fyrsti leikur Íslands verður 14. júní, fjórum dögum eftir að keppnin sjálf byrjar. „Við eigum síðasta keppnisdaginn í fyrstu umferð riðlakeppninnar sem gefur okkur meiri tíma til að undirbúa okkur og tækifæri til að anda að okkur stemningunni sem er gott fyrir okkur sem nýliða á þessu móti.“Sjá einnig: Miðasalan hefst á mánudaginn: 8-16 þúsund miðar í boði Ísland spilar fyrst gegn Portúgal í Saint-Etienne sem er skammt frá Annecy, þar sem Ísland verður með sínar bækistöðvar. „Það er stutt rútuferð fyrir okur og því eins auðvelt og hægt er. Bæði fáum við nægan tíma fyrir leikinn og þurfum ekki að fara í langt ferðalag. Það lítur mjög vel út.“ „Við eigum svo leiki í Marseille og París á stórum leikvöngum. Íslendingar ættu því að geta fengið miða á þá leiki.“Heimir ræðir við Lars Lagerbäck.Vísir/AFPEigum möguleika gegn öllum liðunum Ungverjaland tryggði sér sæti á EM með því að vinna Noreg í umspilinu og Heimir segir að landsliðsþjálfararnir hafi fylgst vel með leikjum þeirra. „Þetta eru áþekk lið og við teljum okkur klárlega eiga möguleika þau bæði. Það er þar að auki stutt síðan við spiluðum við Austurríki sem er gott lið á mikilli siglingu. Það er minna talað um þá en Austurríkismenn eru flottir.“Sjá einnig: Birkir mætir liðsfélaga sínum á EM „Portúgal þekkja svo allir. Cristiano Ronaldo er öflugur leikmaður sem getur klárað leiki fyrir þá. En ég held að við eigum möguleika í alla þessa andstæðinga.“ Hann segir að ekki hafi verið enn rætt sérstaklega um markmið Íslands í keppninni en að liðið hljóti að stefna að því að fara upp úr riðlinum og spila fleiri leiki. „Allir í hópnum eru meðvitaðir um að við getum farið upp úr riðlinum,“ sagði Heimir.Smelltu á myndina til að sjá hana stærri.Vísir/AFPDraumur okkar allra Heimir neitar því ekki að það sé mikil tilhlökkun fyrir mótið og draumur fyrir hann og alla aðra sem koma að liðinu að taka þátt í þessu ævintýri. „Það skiptir svo sem ekki máli hvort við séum að spila á 20 þúsund manna velli eða 80 þúsund - þetta er mikill heiður fyrir mann.“Sjá einnig: Þjóðin sátt á Twitter: „Draumariðill sem við vinnum“ Það var eðlilega mikið um að vera á drættinum í París í dag og Heimir sló á létta strengi við blaðamann Vísis. „Hér er mikið fjölmiðlafár og blaðamenn að hlaupa út um allt að fá viðtöl við alla þessa heimsþekktu þjálfara sem eru hér. Vicente del Bosque er í viðtali við allar stærstu sjónvarpsstöðvar heims en hér er ég að ræða við Vísi og Fréttablaðið. Það er bara gaman að þessu öllu saman.“
EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Áhorfendum vísað út af Anfield Enski boltinn „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Formúla 1 Kærastinn kemur til varnar: „Allir glíma við sín vandamál“ Sport Gott silfur gulli betra en hvað nú? Enski boltinn Barist um undirskrift Nunez Enski boltinn Risaskjár og stuðsvæði á Íslandsmótinu í golfi Golf Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Fótbolti „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Enski boltinn Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Bikar- og Íslandsmeistararnir mætast Sport Fleiri fréttir Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Orri Steinn fær portúgalska samkeppni Breiðablik og Víkingur vita hverjum þau mæta næst Rashford með sitt fyrsta mark fyrir Barcelona Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Barist um undirskrift Nunez Tómas Bent seldur til Skotlands Ronaldo vill gera Greenwood aftur að liðsfélaga „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Hato mættur á Brúnna Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Partey á leið til Villareal þrátt fyrir nauðgunar ákærur Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Bröndby mætir í Víkina með tap í farteskinu Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Viðar var ekki lengi að stanga boltann í netið Tók Ara ekki nema tvær mínútur að skora Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son Sjá meira